Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 40

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 40
Framhaldssagan ÞJÓÐEYÐING Heydrich brosti til min. „Það er lög- fræðilegur hugsanagangur af þessu tagi sem ég kann að meta, Dorf. Sendu út fyrirskipanir. Við komumst upp með þetta og sláum Goebbels við i hans eigin íþrótt.” „Þakka þér fyrir, herra.” „Jakkaföt og frakkar. Mér fellur þetta vel. Ofsareiðir borgarar. Hvers vegna ekki? Öll þjóðin stendur með okkur. Þjóðverjar þekkja lögregluveldi. Það á við þá að þeim sé sýnt hver valdið hefur.” Þegar fundi okkar lauk sagði hann mér að beiðni um að ég yrði hækkaður upp í stöðu höfuðsmanns yrði send samstundis! Dagsetningin er greypt í huga mér — 10. nóvember 1938. Þann dag skreið ég út úr skel minni eins og Marta vildi. Heydrich hefur aðeins beðið þess að ég opnaði hug minn. Og nú þegar vanda ber að höndum notar hann hæfileika mína. Við Marta elskuðumst ákaflega í kvöld, eins og til að halda upp á það að líf mitt hefur öðlast nýtt gildi og hvernig við hjónin unnum sameiginlega að þvi að auka hróður minn. Marta hefur alltaf verið dálítið hikandi i ástarleikjum okkar sem orsakast af hinu norður-þýska uppieldi. Faðir hennar var strangur og móðirin feimin. (Hún játaði fyrir mér i kvöld að hún var orðin sextán ára þegar hún áttaði sig á tilgangi kynlifsins og vissi hvernig börn verða til.) En hið nýuppgötvaða áræði mitt og frami minn hjá einum voldugasta og hataðasta manni Þýskalands veitti okkur kynferðislega æsing. Við slepptum algerlega fram af okkur beislinu, leyfðum allt og könnuðum likama hvors annars. Með okkur mynduðust ný tengsl sem virtust til komin vegna hins nýja frama mins. Frásögn Rúdís Þessi nótt er nú þekkt undir nafninu „kristalsnóttin", nótt hins brotna glers. Með henni hófst hin eiginlega eyðing þjóðar okkar. Og hafi mér einhvern tíma verið óljós tilgangur og aðferðir nasista opnuðust augu mín nú. Þessir huglausu vesalingar komu í götuna þar sem bókabúð afa var, brutu rúður og brenndu varning. Þeir mis- þyrmdu hverjum þeim gyðingi sem þeir náðu. Tveir menn reyndu að verja hendur sínar en voru barðir til bana, pelsasalinn Cohen og vefnaðarvöru- kaupmaðurinn Seligman. Þeir brutu rúðuna sem á stóð gylltum stöfum: BÓKAVERSLUN H. PALITZ. Afi var harður þótt aldraður væri. Hann var sannfærður um það. eins og mamma, að hann væri betri Þjóðverji en þeir. Þetta hélt hann enn! Hann hélt honum yrði hlift vegna járnkrossins og honum datt jafnvel í hug að kraftaverk myndi gerast og fúlmennin hypjuðu sig á brott. Hann kom út úr verslun sinni, mundaði stafinn og hrópaði til þeirra að hunskast burt. Skrillinn svaraði með þvi að fleygja bókum hans út á götu, fágætum bókum og gömlurp landa- bréfum, og bera eld að þeim. Þeir kölluðu hann gamlan júða, börðu hann í götuna og létu stafi sina ganga á hrygg hans. Hann hélt þvi statt og stöðugt fram að hann væri Hinrik Palitz höfuðs- maður, fyrrum hermaður í annarri vél- byssudeild Berlinar. Þeir urðu honum bara reiðari. Amma horfði á aðfarirnar úr glugga sínum og kallaði á lögreglu. Þrír lögregluþjónar stóðu úti á horni og horfðu á er sjöeða átta manna hópur sló afa hvað eftir annað niður i götuna svo höfuð hans varð alblóðugt, og rifu hann úr jakkanum. Einn mannanna neyddi hann til að skríða á fjórum fótum og settist á bak honum eins og hann væri hestur. Þá sá afi Heinz Múller, vin Helms- hjónanna. Hann var iðnverkamaður og starfaði í verkalýðsfélaginu. Hann gegndi nú minni háttar trúnaðarstarfi i nasistafélagi hverfisins. Hann var borgaralega klæddur og stýrði söng- flokki. Þeir kyrjuðu Horst Wessel-söng inn eins og ævinlega. Þeir vildu sjá gyðingablóð renna. Mennirnir drösluðu afa á fætur. Lögregluþjónarnir horfðu enn á og kalt. dauft bros lék um varir þeirra. Múller rétti afa leikfangatrumbu. „Þú ert svoddan djöfuls stríðshetja, Palitz,” sagði Múller. „Gakktu fyrir skrúðgöngunni. Berðu trumbuna, gamli, lygni júði.” Að baki afa voru nokkrir aðrir gyðingakaupmenn. Verslanir þeirra höfðu verið lagðar í rúst, rændar og brenndar. Gatan stóðí ljósum logum. Skepnan Múller! Amma varð vitni að þvi, grátandi og skelfingu lostin, þegar afi tók að berja trumbuna og gyðinga- kaupmennirnir, sem á höfðu verið hengd skilti með áletruninni JÚÐL marséruðu niður götuna. Enginn hreyfði hönd né fót til hjálpar þeim. Amma hringdi heim til okkar og skýrði frá því sem var að gerast. Við vissum það. Við heyrðum þegar gler brotnaði um allt hverfið. Pabbi og mamma stóðu stjörf á stofugólfinu. „Ég ætla að hringja á lögregluna." sagði pabbi. „Þetta er óþolandi. Að vísu eru lögin okkur mótfallin en þetta ofbeldi... ” Svo átakanlegt þótti mér að pabbi skyldi telja að enn væri réttlæti til i Þýskalandi að ég var gráti næst. Svo sterk var réttlætiskennd hans að hann trúði ekki öðru. „Við verðum að biða. . . bíða og biðja,” sagði mamma. „Þetta getur ekki varað til eilífðar. Hvaða ávinning telja þeir sér meðslíkri framkomu?” „Þið getið beðið,” sagði ég. „Ég ætla aðfara til afa.” Móðir mín greip i handlegg minn og reyndi að halda aftur af mér. Hún var vön að fá að ráða, láta böm sín lúta vilja sinum. „Ég banna það, Rúdi. Þú getur ekki barist gegn þeim öllum.” „Já,” sagði pabbi. „Þá vantar átyllu til að myrða okkur. Við megum ekki veita viðnám." „Þeir þurfa ekki á fleiri átyllum að halda.” Ég losaði tak móður minnar og stökk niður stigann. Ég fór i peysu og Anna kom á eftir mér. Allt var á rúi og stúi á götunni. Brotist hafði verið inn í hverja verslun. Kviknað var í þeim flestum. Skartgripa- salinn Goldbaum beindi vatnsbunu að leifunum af verslun sinni. Ölluni eigum hans hafði verið rænt. Þýsku ættjarðar- vinirnir. þessir reiðu borgarar sem var svo mjög í mun að hefna dauða vom Raths, voru venjulegir bófar og morðingjar. Vörubíll ók hjá. Ég þreif i önnu og við földum okkur í húsasundi. Sumir mannanna á opnum bilpallinum héldu á myndum af Hitler, aðrir á hakakross- fánum. Menn gengu fylktu liði fram og aftur eftir götunum og hrópuðu ókvæðisorð um gyðinga. Seligman, sem mamma keypti af fataefni og sængurlín, lá á grúfu i blóðpolli og glerbrotin allt umhverfis hann. Vörubíllinn nam staðar og bófarnir stukku af pallinum. „Sjáðu hver er með þeim,” sagði ég við Önnu. „Hans, rottan sú.” 40 Vikan32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.