Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 14

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 14
VIKAN á ferö um landið Hérna gægist einn af kettlingunum hennar Doppu fram milli blómanna. Lambey. Jú. það er Jón í Lambey sem á heiðurinn af þeim teikningum. Hann hefur m.a. teiknað mikið t'yrir Mjólkur bú Flóamanna. Allt of sjaldan gerir maður sér grein fyrir að allar þessar vörur. sem eru á borðum meira eða minna árið um kring. eru árangur erfiðis og vfirlegu margra manna. allt frá þvi að varan er hráefni og þar til henni er ekið í búðir fullunninni og i kunnuglegum pakkningum. Sjálfsagt höfum við haft myndir Jóns á jógúrthikurunum oftar fyrir augunum en Kjarval og Klee. og áreiðanlega oft á gagnrýnari augnahlik um lifs okkar. Eða nær gagnrýnin hugs un ntanns ekki oft einmitt hámarki við morgunverðarborðið? Húsfreyjan í hreppsnefnd Ragnhildur Sveinbjarnardóttir hefur gefið sér tima til að sinna fleiri málum cn húskap, heimilishaldi og barnaupp eldi. Og það þótt henni hafi lánast fyrr- nefnd störf vel. hvert um sig reyndar ærið starf. Hún á sæti í hreppsnefnd og hefur auk þess verið á lista til alþingis kosninga fyrir sinn flokk. Hún er einnig í stjórn Sambands sunnlenskra kvcnna. Samstarfsmönnum hcnnar i sveitar stjórnarvafstrinu þykir gott að vinna með henni og marga hef ég Iteyrt sent ólmir vilja koma henni á þing. hvar i flokki sem þeir standa. Hún hefur unnið heilmikið i alls konar félagsmálum og finnst kannski litið verk að sjá um heimilið nú, cftir að hafa verið með svo stórt heimili áður Reyndar er fjölskyldan i Lamhey ckki eina 8 barna fjölskyldan i grenndinni. Á Breiðabólstað er nú prestur. séra Sváfnir Sveinbjarnarson, bróðir Ragnhildar, og hann á einnig 8 börn. Hann að norðan, hún á heimaslóðum Ragnhildur er horin og> barnfædd á þessum slóðum. dóttír Sveinbjarnar Högnasonar prófasts. af ætt sem margir þekkja, kenndri við Presta-Högna. Jón Kristinsson er hins vegar kominn alla leið frá Húsavik, Þingeyingur eins og þeirgerast bestir. En kvonfangið leiddi hann suður og hann virðist vera ánægður með að búa i Fljótshliðinni. Það er heldur ekki annað P að sjá en að Rangæingar kunni vel að 14 Vikan 3Z. meta Jón i Lambey því á fleslum heimil- um er nú að finna mynd eftir harin og auk þess er alltaf verið að panta hjá honum myndir. Málverk á sýningum fyrir sunnan og norðan Þegar Menntaskólinn á Akureyri fagnaði 100 ára afmælinu sýndu 20—30 gamlir nentendur hans skólanum sinum þann sóma að lána verk sín á sýningu af því tilefni. Jón var einn úr þeirra hópi og cftir hann voru á sýningunni fyrir norð an nokkrar eftirlætismynda hans. Er VIKUNA bar aö garði var enn ráðist á veggina í Lambey og tekiö það sem eftir var. út i sólina til myndatöku. Sólin var hins vegar full örlát á geisla sína og flestar myndirnar urðu yfirlýstar. en allt um það er þó hægt að gefa lesendum smáhugmynd um list Jóns. Það er auðvitað kapítuli út af fyrir sig hvernig Jón hefur fundiðsér tima frá bú skap. kennslu. auglýsingateiknun og öðru til að sinna myndlistinni. Engu að siður hefur hann haldið tvær einkasýn ingar, á Hvolsvelli og á Hellu. og greini legt er að þeir sem séð hafa myndir hans eru hrifnir af myndlist hans. Flestar mynda Jóns eru landslags- myndir eða mannamyndir. Hann er teiknari góður og hefur djarflega lita meðferð. Ekki þarf að leita fyrirmynd- anna langt þvi allt um kring eru áleitin mótif og ekki undarlegt að litir einkenni myndir Jóns. Stundum hefur Jón lika ntálað á framandi slóðum og ég get ckki stillt mig um að geta eins atviks. þótt Jón vilji sem minnst úr þvi gera. Flórídabúar kunna líka að meta Jón Hjónin i Lambey brugðu sér til Flórida i vetur. eins og margir aðrir landar, og þar gat Jón ekki stillt sig um að fara að mála. Hóteleigandinn á staðn um varð svo hrifinn af mynd Jóns að hann falaði hana strax af honum og svo var auðvitað ekkert um að tala að borga fyrir gistinguna. þau voru gestir eigand ans. Þegar þau fóru fylgdu þeim óskir um að koma sem allra fyrst aftur. Það var samt íslenskt. litskrúðugt sumar sent kvaddi VIKU-menn er þeir gengu út í garð með hjónunum i Lambey til að taka myndir og kveðja. Kettlingarnir hennar Doppu léku sér úti á hlaði. Læðan sú var að reyna að lauma þeim inn i stofu. hundurinn lét loks til leiðast að vera með húsbændum sinum á myndinni og sólin lýsti upp umhverfið i hreinu og sterku litunum hans Jónx aób. TÍU BARNA FAÐIR SKOTINN TIL BANA. Tekinn í misgripum fyrir kaninu. ryrirsögn i dagbiaöi i Nen ) 'ork Nemendur sem ganga í hjónaband á námstímabilinu geta ekki búið áfram á heimavistinni. Þeir nemendur sem eru þegar giftir verða annaðhvort að búa hjá mökum sínum eða gera aðrar ráðstafan- ir hjá umsjónarmanni. IJr reglugerd háskóla i Ohio, USA Línudansararnir Roger og Betty Decugis, hafa fengið synjun á beiðni sinni um að fimm mánaða dóttir þeirra verði skirð á fast strengdri línu í 130 m hæð yfir Cheddarskarði í Somerset. Það var biskupinn i Clifton. Joseph Rudder- ham, sem hafnaði þessu. Dóttir þeirra verður því skírð í kirkju, og að því búnu fara hjónin mcð hana eftir línunni á mótorhjóli. Daily Express Gefin hafa verið saman i kyrrþey jarlinn af Selborne og fr. Valerie de Thomka de tomkahaza et folkusalva, dóttir J. A. de Thomka de tomkahaza et folkusalva heitins, og Irenu de Thomka de tomkahaza et folkusalva barónessu. Daily Telegraph. Syrgjandi kona komst að því sér til mikillar skelfingar, að eftirlætishattur hennar hafði verið grafinn með líkkistunni viðjarðarför i Suður-Afriku. Hún hafði ætlað í hanastélsboðá eftir en meðhjálparinn setti hattinn með blóma- skreytingunni á kistuna. sem hvarf síðan í gröfina. Weekend Vilja foreldrar drengsins, sem skipti á epli og þríhjólinu sínu við annan dreng utan við Sale Lido á föstudag, vinsamlegast skila hjólinu aftur, strax. A uglýsing i Manchester Evening News Fr. McCausland var einsöngvarinn sem söng á þrenningarhátíðinni, sem frá var greint á laugardag og söng lagið: Herra, mæltu til mín, ekki fr. McDonald. Úr kanadisku blaði. Rannsóknir þriggja líffræðinga hafa leitt I ljós, að tvær af hverjum þrem fæðingum í Bandaríkjunum eru afleiðingar þungunar. Borgarinn. Ohio. USA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.