Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 26
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal IVIargt hefur verið ritað um islensku forsetakosningarnar í erlend blöð. Þar ber ýmislegt fyrir augu sem er gaman að sjá fyrír íslendinga, ekki hvað síst þar sem greinar erlendra blaða endurspegla oft fleiri sjónarmið og aðra afstöðu til manna og málefna en einmitt til þess sem málið snýst um hverju sinni. Þetta á einnig við um skrif Norðurlandablaða um islensku forsetakosningarnar. Menn hafa velt þvi fyrir sér hvernig gat staðið á því að kona varð fyrir valinu á íslandi, kona sem er ógift, einstæð móðir (enda þótt það sé tekið fram að hún hafi ekki verið hefðbundin einstæð móðir) þegar i framboði til forseta voru ímyndir hinnar hefðbundnu kjarnafjölskyldu, þar sem maðurinn var höfuð konunnar og hún fylgdi af því að hún var kona mannsins síns. Menn hafa I þessu sambandi velt því fyrir sér hvort Islendingar séu frjáls- lyndari en aðrar þjóðir í jafnréttis málum, hvort Íslendingar hafi minni for- dóma en aðrar þjóðir, hvort einstæðar mæður eigi almennt auðveldara upp- dráttar en annars staðar í heiminum og hvort konur á Íslandi eigi í rauninni auð veldara með að lifa án karlmanna en konur annars staðar i heiminum. Ef á heildina er litið eru skoðanir ýmissa Norðurlandablaða ekki einungis jákvæðar i túlkun þeirra á islensku for- setakosningunum. Flestir eru sammála um að kosningarnar séu sigur fyrir konur, en ekki á því að kosning Vigdísar Finnbogadóttur sé tákn fyrir sérstök jafnréttissjónarmið á Islandi. í þvi sam bandi er gjarnan nefnt hve. fáar konur «itji á Alþingi, að aðeins ein kona hafi verið ráðherra siðan 1944 og að konur sitji almennt mjög lítið í háum embætt um á íslandi. Einn athyglisverður hlutur hefur einnig komið fram þegar rætl hefur verið um lítiðgengi i jafnréttismál um á íslandi. Það hefur verið bent á hve lítið er gert fyrir foreldra ungra barna, þ.e.a.s. barna á aldrinum 0—6 ára. Slæ- leg frammistaða i jafnréttismálum fer gjarnan saman við að foreldrar lítilla barna fá lítinn sem engan stuðning frá hinu opinbera við barnauppeldi og að það er ekki til nein skipulögð fjölskyldu pólitík, eins og það er oft kallað. Þetta vita margar þjóðir og hafa þess vegna m.a. komið á ákveðinni aðstoð, sérstak- lega við foreldra Htilla barna, til að konta til móts viðalmennar jafnréttiskröfur. Þó að val Vigdisar Finnbogadóttur til forseta sé ekki tákn fyrir hve langt ís lendingar hafa náð í jafnréttismálum er það staðreynd að um það bil 34% af kjósendum hafa álitið að kona gæti verið forseti. án þess að hafa karlmann sér við hlið. Þess vegna er kannski ein spurning erlendra blaða fremur öðrum sérlega áhugaverð: „Er ekki lengur þörf fyrir karlmenn?” Lítum nánar á spurn- inguna. Það sem átt er við er hvort konur geti lifað lífinu án karlmanna. Kcman sem kynvera í dag vinnur meirihluti kvenna utan heimilis. Margar konur hafa dágóð laun. eða nóg til að skrimta af ef þær hugsa aðeins um nauðþurftir og þurfa að sjá fyrir einu eða tveim börnum. Það er að vísu ævintýralega erfitt að vera einstæð móðir með börn á íslandi nema konan sé algjör hátekjukona. En það er þó hægt að lifa. Það er ekki ýkja langt síðan það var nær ógerningur fyrir konu að sjá fyrir sér og sínum. Hún varð eiginlega að hafa karlmann sem fyrirvinnu. Karl- maðurinn hafði margfalt tak á konunni, fjárhagslegt, lagalegt. félagslegt og kyn- ferðislegt. Enda þótt fjárhagslegt vald karlmanna yfir konum hafi verið einna mest áberandi var ýmislegt annað sem kom í kjölfarið. Siðferðilegt mat almenn ings á gerðum karla og kvenna var t.d. gerólíkt. Það hefur aldrei verið litið jafn- alvarlegum augum að karlmaður héldi framhjá, hefði margar i takinu, ætti börn utan hjónabands, eins og ef kona gerði slíkt hið sama. Það hefur heldur aldrei þótt neitt sérstaklega tiltakanlegt ef karlmaður býr einn. En ef kona gerir það eru oft ýmsar skýringar dregnar fram í dagsljósið. Konur hafa einnig allt- af verið dæmdar miklu harkalegar en karlmenn fyrir að hafa kynferðisleg sam- bönd sem ekki eru í vigðri sambúð. Þær hafa i því tilliti fengið ýmsar nafngiftir, eins og allragögn, mellur, hórur og þvi- umlíkt. í forsetakosningunum var bryddað á slíku ógeðfelldu tali. hversu ósmekklega sem það hljómar. Engum datt hins vegar i hug að spyrja eða ræða um hvort virðulegir karlmenn gætu haft ýmisleg kynferðisleg sambönd sem mætti núa þeim um nasir. í þessum efnum gildir ekki og hefur aldrei gilt það sama fyrir konur og karlmenn. Og það hefur aldrei verið viðurkennt í raun að konur hefðu kynferðislegar þarfir nema innan ramma hjónabandsins. Þessi hugsanagangur er sem betur fer aðeins að breytast og þó ekki beri mikið á þessum hlutum á íslandi eru konur þar sem annars staðar á Vesturlöndum til- búnari en áður að viðurkenna sjálfar að þær séu kynferðisverur — óháð mati karlmanna á þeim hlutum. Aukið vald kvenna Aukin þátttaka kvenna á vinnumark- aðinum hefur minnkað vald karlmanna yfir konum verulega. Enda þótt flestir karlmenn hafi hærri laun en konur og geti þar af leiðandi „veitt” meiru i neysluvörur (fínar ibúðir, bíla. litasjón- vörp o.s.frv.) geta þeir I langfæstum til- vikum ákvarðað hvort fjölskyldan hefur i sig og á. Konan getur einnig stjórnað lífi sínu meira en áður fyrr og á fleiri vegu. Mikilvægast i þvi samhengi er vald konu til að geta ákvarðað barneignir og geta orðið þunguð án aðstoðar karlmanns. Aukin tækni hefur veitt konum þennan möguleika. Karlmenn geta hins vegar ekki eignast börn nema með samþykki konu. Þessi staðreynd hefur tvímæla- laust gefið konum aukin völd og skelft marga karlmenn, þar sem fátt getur ógn- að sjálfsmynd karlmanna meira en að geta ekki alið eigið afkvæmi. Ef þeirra yrði ekki lengur þörf í þvi sambandi finnst mörgum að valdi sínu sé ógnað meira en hægt er að sætta sig við og margir karlmenn hafa því brugðist við auknu valdi kvenna með því að verða ihaldssamari en áður. Er karlmanna ekki þörf? Mörg dæmi og fleiri rannsóknir vitna Er ekki lengur þörf fyrir karlmenn? um það að karlmenn flýja af hólmi og vilja halda fast i gamalt kynjamynstur og hlutverk þegar þeir uppgötva að nýjar kröfur eru gerðar til þeirra. Það er oft eins og hræðsla þeirra við að vera ekki lengur þarfir á sama hátt og áður ýti undir flóttatilraunir. Það er staðreynd að karlmanna er ekki lengur þörf á sama hátt og áður í nútimasamfélagi. En þeirra er þörf — ef 26 Vikan 32. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.