Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 46
Framhaldssaga J6sef Weiss lœknir kveður tengdadóttur sina, Ingu, en dóttir hans, Anna, eiginki Nokkur ónot voru í mér um hríð eftir að hann var farinn. Mér hefur alltaf fundist hann fremur vænn maður og sonur hans raunar líka. En héðan verður ekki aftur snúið. Heydrich og Himmler hafa ætíð áminnt okkur um að vera á varðbergi gagnvart „góða gyðingnum" sem allir almennilegir Þjóðverjar vilja hjálpa. Áætlun okkar er gerð til langs tíma og hún er margbrotin. Hún tekur til heilla þjóða og hefur í för með sér gífurlegar breytingar. Við megum ekki láta viðkvæmni og ógrundvallaða samúðstöðva okkur. Heydrich segir að við aðeins, SS sveitin, kjarni SS-sveitarinnar. höfum kjark til að inna þetta verk af hendi. Eftir að ■ hafa heyrt silalegt fótatak læknisins í ganginum veit ég hvað hann á við. Frásögn Rúdís Nokkrum dögum eftir að pabbi fór til Dorfs — ég vissi ekki hver hann var eða hve valdamikill hann var, aðeins að hann hafði neitað að hjálpa okkur — var honum skipað að snúa til Póllands. Pabbi sér ævinlega bestu kostina í fari allra manna og neitar alltaf að leggja illt til nokkurs manns. Hann var sannfærður um að þessi tilskipun væri ekki verk Dorfs. Það getur verið að hann hafi haft á réttu að standa. Þetta var viðtekin stefna i Þýskalandi á þessum tíma. Öllum erlendum gyðingum, þar á meðal þúsundum Pólverja. var skipað aðfara úr landi. Pabbi gerði sér reyndar vonir um að maðurinn með skjalatöskuna, sem kom á stofuna til hans meðan hann skipti um umbúðir á brákuðum ökkla. flyttu hon um góðar fréttir frá Dorf, e.t.v. um Karl. En maðurinn var frá innflytjenda- skrifstofunni og hann sagði: „Þér eruð JósefWeiss Iæknir. fæddur i Varsjá i Póllandi, og það er andstætt hinum nýju lögum, að þér dveljist hér i landi. Yður er skipað að flytjast til Póllands Komið á Anhalter-járnbrautarstöðina kl. sex í fyrramálið með matvæli til eins dagsogeinn poka." Ég stóð á hleri við stofudyrnar og grét vegna föður míns. Ég þráði svo innilega að geta liðsinnt honum. Ég hataði þessa menn sem höfðu vísað honum burt. Mig langaði að lúskra á þeim svo að þeir fyndu til! „En kona min, og börn. . . fólkið sem égannast...” „Skipunin tekur aðeins til yðar. Afhendið umsjónarmanni flutninganna þessi skjöl á morgun.” „Mér er minnisstætt að pabbi fór ekki upp að segja mömmu tíðindin og þessi atburður fékk ekki svo á hann að hann gæti ekki haldið áfram vinnu sinni. heldur sneri hann sér aftur að drengnum, sem lá á bekknum og fór að huga aðökkla hans. Karl bróðir hafði verið sendur i Buchenwald-fangabúðirnar. Vitneskj- una um dvöl haas þar hef ég frá manni að nafni Hirsch Weinberg sem handtekinn hafði verið nokkrum dögum fyrr en Karl. Weinberg var klæðskeri frá Bremen. Hann mundi vel eftir list- málaranum Karli Weiss. Buchenwald er í grennd við Weimar. Þar höfðu verið stofnaðar geysimiklar fangabúðir ætlaðar þeim, sem taldir voru óvinir þýsku þjóðarinnar. Þegar eftir kristalsnóttina, breyttust búðirnar i viti á jörðu, troðfullar af fólki, heilsu- spillandi. Hundruð manna dóu á hverjum degi af völdum misþyrminga og sjúkdóma. Eins voru menn teknir af lifi aðgeðþótta varðmannanna. Þjáningarnar hófust jafnskjótt og menn voru komnir inn um hliðið með áletruninni „ARBEIT MACHT FREI". vinnan frelsar manninn. Karli og hópi annarra fanga var skipað að ganga inn á móttökustofuna, þar sem allt var krökkt af vélriturum, varðmönnum og skrifstofustjórum. Þetta voru allt SS-menn. Fyrstu spurningarnar, eftir að spurt hafði verið til nafns, heimilisfangs og stöðu. voru venjulega þessar: „Hvað hét hóran sem gaut þér?" „Hvaða melludólgur barnaði hana?" „Fyrir hvaða glæp ert þú hér?” Meðan Karl beið jress skjálfandi af ótta að röðin kæmi að sér ofbuðu ungum, þrekvöxnum gyðingi, sem liktist einna helst vörubílstjóra, móðganirnar, sem hann mátti sæta. Hann andmælti: móðir hans var ekki hóra og faðirinn ekki melludólgur, og hann hafði engan glæp framið. Hann var dreginn inn i næsta herbergi á stundinni. Óp heyrðust og barsmíðar. Nokkrum minútum siðar var hann dreginn fram aftur, barinn og bugaður. Höfuð hans var alblóðugt. Annað auga- hans hafði lokast. Kveinandi svaraði hann öllum spurningum. Karl var næstur. Hann gaf upp nafn sitt, heimilisfang ogstöðu, málari. SS-liðþjálfi sem hélt á svipu með stuttu skafti, gekk til hans og rak skaftið i síðu hans. „Einn þessara gyðingabolsa, Weiss? Gerirðu þvælumyndir fyrir eitthvert kommablaðið?” , „Ég er auglýsingateiknari," sagði Karl. „Ég tilheyri engum flokki. Ég...” Kari fékk svipuhögg í andlitið. Þegar Weinberg sagði mér þetta rifjaðist upp fyrir mér að það var Karl sem alltaf var tekinn fyrir þegar hann var drengur. Ég var fjórum árum yngri en ég var ævinlega sterkur og snöggur. Kjörorð mitt var: „Ef þú slærð, slæ ég á móti”. Mig langaði að gráta þegar ég heyrði þetta en Tamar, kona mín, var viðstödd og hún trúir ekki á tárin. „Hvaða hóra gaut þér?" „Nei... móðir min.. Hjukk. Annaðsvipuhögg. „Berta Palitz Weiss,” sagði Karl. „Hvaða dólgur nauðgaði henni?” „Jósef Weiss. Jósef Weiss læknir.” „Fyrir hvaða glæp varst þú sendur til Buchenwald?” „Ég... ég hef ekkert gert." „Reyndu aftur, júðastrákur. Hvaða glæp hefur þú framið?" „Engan. Alveg satt. Ég var heima við vinnu mina. Mennirnir sóttu mig. Engin ákæra hefur verið lögð fram.” „Þú ert gyðingur. Það er ærin ástæða.” „En þaðerenginn glæpur." Mennirnir hlógu að þessu. Liðþjálfinn og tveir fantar aðrir drógu hann inn i næsta herbergi þar sem þeir börðu hann uns hann missti meðvitund. Hann rankaði viðsér inni í myrkum skála. Þar kynntist hann Hirsch Weinberg sem reyndi að kenna honum að bjarga sér í lifsbaráttunni. Við vissum ekki hvar Karl var eða hvað hann varð að þola þegar við kvöddum pabba áður en hann lagði af stað til Póllands. Ég minnist dapurleikans á járnbraut- arstöðinni. Um þúsund gyðingar sem flestir voru eldri og fátækari en pabbi 46 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.