Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 47
r'an Barta og sonur hans, Rúdi horfa á. voru þarna með vesældarlega pinkla sína og nestispakka. Sagt var að Pólverjar sneru þeim frá. Gyðingarnir yrðu skildir eftir i einskismannslandi milli Þýskalands og Póllands. Faðir minn reyndi að sýnast hress i bragði. „Ég verð reiður ef þú grætur, Berta,” sagði hann við mömmu. Hún þurrkaði sér um augun. Já, hún ætlaði að hafa hemil á sér. Aðrir létu hryggð sína í Ijós allt i kringum hana. Menn grétu, sárbændu og reyndu að aftra þvi að ástvinir þeirra stigju inn i lestina. „Þetta er ef til vill það besta, sem fyrir okkur gat komið," sagði pabbi. Hann lék hlutverk sitt hræðilega. En hann hafði ef til vill lög að mæla. „Móses. bróðir minn. sagðist ætla að taka á móti mér. Við förum rakleiðis til Varsjár. Móses hefur góð sambönd. Ég er viss um að ég fæ vinnu á Gyðinga- spítalanum." Við hlustuðum á hann af athygli, þögul og kvíðin. Reiðarslagið vegna brottfarar hans hafði ekki enn dunið yfir okkur. Karl var horfinn og faðir minn þvingaður til að fara. Áföllin riðu yfir okkur, hvert á fætur öðru. „Ég fer með þér,” sagði móðir min. „Mér verður leyft það. Ég læt útbúa pappira fyrir mig á morgun.” „Nei, nei," svaraði pabbi. „Börnin þarfnast þín. Mér er sagt að pólskum stjórnvöldum sé illa við að hleypa pólskum gyðingum inn i landið. hvað þá þýskum.” Hann tók í hönd Ingu. „Við verðum að vera bjartsýn. Inga finnur Karl. hún fær hann látinn lausan og þið verðið öll saman að nýju." Sem ég nú rita þessar línur finnst mér enn jafn-hræðilegt að hugsa til þess, hve margir gyðingar, meðal annarra for- eldrar minir. lögðu stund á sjálfs- blekkingu svo lengi. Tamar segir þetta eins konar múgsefjun. Ég bendi á að margir voru hjálparlausir, févana og áttu sér engan öruggan stað að fara til. Fáar þjóðir veittu gyðingum viðtöku. Það hvarflaði ekki að fólkinu að veita viðnám. Þjóð okkar lagaði sig að aðstæðum á hverjum stað, lét undan, beygði sig og vonaði að ástandið myndi batna næsta dag. Fyrir austan samyrkjubúið er verið að skjóta á okkur úr sýrlenskum byssum. Nú svörum við i sömu mynt. Siðalögmál eru dásamleg, aðdáunarverð, en ég hef aldrei heyrt get- ið um siðfræðikenningu sem gæti stöðvað sprengju eða byssukúlu. Anna fór að gráta. Hún hélt um pabba og sagði: „Farðu ekki frá okkur, pabbi. Ég verð svo hrædd þegar þú ert ekki hjá mér. Elsku pabbi, vertu hjá okkur.” Inga fór með Önnu afsiðis, strauk hár hennar og kyssti hana. „Það verður ekkert að pabba, Anna nín. Hann kemur affur.” Anna hágrét. „Þegiðu,” sagði ég. „Þú gerir illt verra.” Mamma spurði: „Jósef. hvcrnig gat þetta komið fyrir okkur?" , „Við eigum enga sök á þessu. Við ráðum ekki gangi mála.” Svo brosti hann. „Þú verður að trúa mér. Ég er bjartsýnn. Þetta opnar augu okkar. Ég held að við eigum eftir að hittast i Póllandi ekða annars staðar, í Englandi til dæmis.” „Ég fékk þig til að vera um kyrrt.” sagði mamma. „Nóg um það." sagði pabbi. Hann setti upp fjármálamannssvipinn. (Enginn læknir hafði minna fjármálavit en hann). „Þú ættir að selja lækna stofuna, Berta, og fá þér minni ibúð." Hún þurrkaði sér um nefið. Henni tókst að brosa. „Og þú mátt ekki fara í næturvitjanir. Farðu I skóhlífarnar þínar þegar rignir. Það rignir mikið í Póllandi ” „Það skal ég gera ef þú lofar að selja ekki píanóið. Anna verður að halda áfram að æfa sig, hvað sem á dynur." Tveir berlínskir lögregluþjónar komu. Byrjað var að ýta mönnum áleiðis til járnbrautarlestarinnar. „Komið ykkur af stað. Við stigum inn i lestina eftir fimm mínútur.” Mamma vék sér að okkur. „Börn. Rúdí, Anna, Inga. Kveðjið pabba.” Anna hafði enga stjórn á sér nú. „Pabbi, pabbi, við komum til þín. Móses frændi finnur íbúð handa okkur!” „Auðvitað. elsku Anna mín. En þar til að þvi kemur verður þú að annast um afa þinn og ömmu og við verðum að finna Karl. Sinntu tónlistinni. Anna.” Hann faðmaði mig að sér og horfði i augu mér. „Þú ættir kannski að fara aftur i skólann, Rúdi." „Ef það er hægt, pabbi.” „Einn knattspyrnuleikur er hvorki upphaf né endir þessa heims, það veistu. Þú verður að búa þig undir ævistarfið." Hverju gat ég svarað? Ævistarfid! En ég lék með honum. „Ég skal reyna það, pabbi. Kannski get ég orðið leikfimi- kennari eins og þú sagðir eitt sinn að ég ætti að verða.” „Ljómandi hugmynd." Fólk þyrptist að lestinni. Ég kom auga á Max Lowy, prentarann. Hann var einnig pólskur gyðingur og hann átti að fara úr landi. Hann virtist taka þessu með jafnaðargeði reiðubúinn að mæta örlögum sínum. „Halló, læknir!” hrópaði Lowy. „Éerð þú lika? Ég hélt þeir væru aðeins að sparka út náungum eins og mér. Þú þekkir konuna mína, læknir. Afar smávaxin kona, dökk yfirlitum, kinkaði kolli til föður míns. Hann tók ofar- alltaf sama prúðmennið. Þegar hann hafði heilsað Lowy-hjónunum sneri hann sér að móður minni sem grét enn og sagði glaðlega: „Þarna sérðu, Berta. Ég er eini læknirinn sem sendur er úr landi með eigin birgðir af sjúklingum.” Þau féllust i faðma í siðasta sinn. Ég heyrði hann segja: „Þeir geta ekki sigrast á okkur svo framarlega sem við elskum hvortannað.” „Jósef...” „Gleymdu ekki latínunni, elskan min. Amor vincit omnia. Ástin yfirstígur allt.” Fólksstraumurinn hreif hann með sér og leiðir skildi með þeim. Við hlið stóðu lögregluþjónn og SS-vörður sem skoðuðu skjöl föður míns. Fyrir- skipanirnar gullu úr hátalara: „Fylgið vörðunum til lestarinnar. Þetta er aukalest sem fer aðeins til landa- mæranna...” Mamma hljóp að járngrindaverkinu. Við eltum hana. Hún veifaði til hans og hrópaði: „Vertu sæll, Jósef, vertu sæll. Láttu okkur vita hvar þú býrð. Við komum...” Ég sneri mér undan til að fela tárin. Mest langaði mig til að leggja hendur á einhvern, lögregluþjón eða vörð sem visuðu fólkinu inn í lestina. Með hvaða rétti komu þeir þannig fram við okkur? Hvað höfum við gert á þeirra hlut? Reiðin sauð I mér. Ég hefði getað drepið þá, þessa glottandi flokksfélaga, sem allir voru stígvélaðir og einkennisbúnir, þessa monthana, fauta, lygara... „Þú ert svo harður af þér,” sagði Anna stríðnislega. „Þú grætur líka." Augu hennar voru rök og vangarnir tárvotir. „Nei, éggræt ekki." Hún hélt sér i mig og við grétum bæði. En ég tók mig á og hætti. „Þeir skulu aldrei senda mig burt,” sagði ég, „aldrei”. „Er þaðekki?” „Nei, ég fer ekki á sama hátt og pabbi, Karl og Lowy, baráttulaust." Ég raupaði til að stappa í mig stálinu. En þegar ég rifja nú upp þetta atvik sé ég að með þessum orðum strengdi ég heit. Ég léti ekki auðmýkja mig og hlýddi ekki skipunum þeirra eins og svo margir aðrir. Gyðingar áttu að samþykkja, vera kurteisir, hlýða, heyra og taka örlögum sínum. Þetta hafði ég aldrei getaðskilið. Framhald í rtæsta blaði. Einkaréttur á íslandi — (Gerald Green - Bookman Agency) I 31. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.