Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 22
Skógrækt Þessar skógarplöntur verfla tilbúnar til sölu á nsesta óri. Milljónir sjátfstæðra einstaklinga? Skógræktarstöðin á Tumastöðum heimsótt Menn getur greint á um hvort eða hversu mikla sál plöntur hafi. En varla blandast nokkrum hugur um að hver einasta trjáplanta er öðrum ólík. Það mætti e.t.v. segja að hér væri um að ræða milljónir sjálf- stæðra einstaklinga. Er ferðin um þjóðveg- inn ekki meira virði ef menn eru einhverju nær um hvað býr að baki þessara bæjar- nafna sem bíllinn þeys- ist f ramhjá? Þegar ekið er um sveitir iandsins gera margir sér það til gamans að lesa á skilt- in til beggja handa og reyna að gera sér grein fyrir hvað leynist að baki fjöl breytilegra bæjarnafnanna. Að baki flestra þessara nafna er þaðsama, a.m.k. ef litið er á yfirborðið. Sveitabýli með fjárbúskap eða kúabúskap, oftar þó með blönduðum búskap, eru að baki vel- flestra bæjarnafna hér á landi. Sum nöfnin eru kunnugleg og þá hægir bæj- arbúinn kannski á, dokar við andartak og hugsar með sér: Hvað var nú aftur sérstakt við þennan stað? Er þetta ein hver sögustaður, er kannski grasköggla- verksmiðja hér, tilraunabú ellegar skóg- rækt? Sjaldan ná þessar hugleiðingar lengra og sumir halda áfram án þess að komast að hinu sanna. Ef ekið er um Fljótshliðina gefur ofl að lita kunnugleg nöfn á skiltunum. Eitt þessara nafna að norðanverðu við þjóð- veginn er Tumastaðir. Engum ætti þó að blandast hugur um hvers konar starf- semi fer þar frani. Fljótlega kemur ókunnugur auga á óvenju mikla trjá- rækt þar, húsin sjást reyndar varla fyrir trjám, og mikið rétt, þarna er skógrækt- arstöð. Uppi i hlíðunum eru grenitré i reglubundnum röðum og greinilegt að þeim hefur ekki verið plantað þar af neinu handahófi. Skógrækt ríkisins rekur þarna umfangsmikið starf, 4 hekt- arar lands eru í fullri notkun sem stend- ur, og stöðin sér skógræktarfélögunum allt frá Hornafirði, suður og vestur um land, fyrir skógarplöntum og öðru þvi sem þær þurfa. Útþenslumöguleikar eru sem betur fer miklir því 500 hektarar nærliggjandi lands hafa nýlega verið keyptir af Kollabæjarlandi, en Kollabæj- arland ligguraðTumastöðum. Árlega eru nú seldar 220—250 þús- und skógarplöntur frá skógræktarstöð- inni á Tumastöðum. Skógarplöntur eru u.þ.b. 4 ára trjáplöntur ætlaðar til skóg- ræktar í stórum stíl. á vegum skógrækt arfélaganna. Siðan sjá félögin, hvert á sinu svæði, um að planta þessum plönt um i þá reiti sem þau hafa til umráða. Oft er þar reyndar um stærri svæði að ræða, innan skógræktargirðinganna, en eins og kunnugt er verður að girða allan ungan trjágróður vel af til að verja hann ágangi sauðkindarinnar. Ekki verður heldur litið hjá því að ágangur er oft bagalegur af völdum mannkindarinnar, sem ætti að vita betur en sauðkindin og geta hlift ungum trjágróðri. Skógræktarfélögin um land allt hafa sannað svo ekki verður um villst að með þekkingu og góðri vinnu má ná upp góðum skógræktarsvæðum hér á landi. Félögin sem Tumastaðastöðin þjónar hafa t.d. sýnt árangur starfs síns í verki á stöðum eins og Þjórsárdak Haukadal, Skarfanesi í Landsveit og miklu víðar. 22 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.