Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 36

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 36
Glerhúsið Ásgeir Hannes Eiríksson: Spurningu Vikunnar svara ég neil andi um hæl. Áfengisdrykkja lands manna er ákaflega hörkuleg og ströng iþróttagrein. Þess vegna held ég að öll vínmennt verði betur á veg komin ef mildari tónar fást dregnir i litróf neyslunnar. Hér gildir sania lögmál og þegar hreinn vinandi er blandaður með blávatni: Áfengis magnið minnkar fyrir bragðið. Andfætlingar bjórsins hafa hrætt fólk árum saman með fortölum um að ölið mtini auka vínframboð hjá almenningi. Bjórdrykkja hlýtur jú að veröa mikil fyrstu dagana eftir að frelsið gengur i garð og þá mest fyrir forvitni sakir og nýjabrums. En |iegar bruggið fcr að sjatna i lands mönnum er nokkuð vist að bjórinn verður fyrst og fremst notaður sem svaladrykkur en ckki vímugjafi. Enda er það næstuni liffræðilega ómögulegt að drekka sig ölvaðan af sterku öli. Slík eru hlutföllin á milli rúmtaks og styrkleika í þriliðu við magamál hjá venjulegu l'ólki. Að hóta mönnum versnandi drykkjti skap á kostnað bjórsins er jafnfátækt og að kenna hjólreiðafólki um aukin umferðaróhöpp bifreiða. Bjórbann íslendinga á sér líklega sögulcgan formála aftur i þrúgað mannlíf hjá gantalli nýlenduþjóð. Þrátt fyrir sambandsslit við Dan rnörku heldur banngleði Hörmang arafélagsins áfrant hér á landi þó að helstu forsendur hennar hafi brostið við aldahvörf í samskiptum hjá þjóðum heimsíns. Líklega þarf hrein kynslóðaskipti i stjórnsýslunni til að opna augu ráðamanna fyrir því að sjálfstæðisbaráttu íslendinga lauk fyrir nokkrum árum með stofnun lýðveldisins. t>ess vegna er þeim óhætt að fá landsmönnum I hendur almenn réttindi fullvalda þjóðar án frekari fyrirvara. Snærishönk Jóns Hreggviðssonar er ekki lengur þjóð- armein heldur orðin þióðminjar. Banngleðin rikir á miklu fleiri sviðunt hérlendis en við bjórdrykkju cina saman. Þar má nefna frelsi manna til að reka útvarpsstöðvar eða halda hundkvikindi heima hjá sér. Hindranir við að opna og loka dyrum sölubúða cftir eigin vild og þörftint kaupenda. Frjálsa ráðstöfun fólks á eignurn sinum yfir í erlendan gjaldeyri og ýmsa fleiri átthaga fjötra. Þörfin fyrir að stjórna einka lifi landsmanna er svo rik hjá valds- herrurn að fyrsta spurningin sem vaknar þcgar nýjungar ber á góma hjá almenningi er jafnan þcssi: Má það? En snútim aftur að bjórnum: Ráð herrar Alþýðuflokksins afléttu raunar bjórbanninu í vctur þegar heillakarlinn Davið Scheving keypti ölið sitt fræga i Fríhöfninni. Kratar 36 Vikan 32. tbl. Mundi áfengisneysla hérlendis b væri með lögum að framlc ciga vissulega þakkir skildar fyrir vikið. Venjulcgu fólki er nú heimilt að kaupa tólf flöskur til eigin nota þó ennþá verði það að leggja leið sina út fyrir landsteina og heim aftur til að Ijúka erindinu. Næsta skrefið hlýtur að vera rýmkun á þessum einstaka sölumáta uns áfengur bjór hefur heimt aftur virðingu sina við hlið annarra tegunda i sölubúðum Áfengisverslunar rikisins og i vin veitingahúsum landsins. Sagan sýnir okkur að frekari bönn erti hanabiii. Á sinum tima kölluðu stjórnvöld vínbann yfir þjó.ð sina og slógu land ið harmi. Afleiðing þess eru skritnir veislusiðir hjá heilli kynslóð Íslend inga sem varð að drekka ýntsa ólyfj an á laun og fór þvi á mis við helstu venjur annarra þjóöa i áfengis- drykkju. Hegðunarvandi minnar kynslóðar til að mynda cr bein af leiðing af þessu ranga handbragði við laundrykkju feðranna undir hafnbanni á boðleg Spánarvin. Hug „Að hóta mönnum versnandi drykkjuskap á kostnað bjórsins er jafnfátæklegt og að kenna hjólreiðafólki um aukin umferðaróhöpp bifreiða" ur fólks til góðtemplara varð þvi niiður svo fyrir barðinu á þessum misjöfnu bannárum að þeir hafa glatað niður hlutverki sínu þrátt fvrir brýna þörf fyrir upplýsandi störf. Nú hafa félög drykkjumanna tekið forystu á líknar og fræðslu sviði áfengisvandans samanbcr AA og SÁÁ. Þeirra framlög verða von andi metin að verðleikum'á meðan náungakærleikur cndist rneð þjóð inni. Þrátt fyrir allt þarf stöðugt að leiðbeina fólki um frjálsa notkun áfengis nákvæmlega eins og þvi cr hjálpað að stiga bernskuskrefin út i umferðina. Bönnin auka aðeins eftir spurn og snúa dagfarsprúðu fólki gegn landsfeðrum sinum. Þau bæla venjulegt fólk og hrekja oft úr landi þangað sem meira frelsi rikir. Undirritaður þekkir vel úr starfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.