Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn Held alltaf að allir horfi á mig Kæri Póstur! Eg vona að þú sért i góöu skapi og að Helga sé södd, ef svo er þá vonast ég til að þú birtir bréfið. Svo er það vanda- málið: Þannig er málið með vexti að ég er með svo mikia minnimáttarkennd. A lltaf þegar ég fer í bíó þá þori ég ekki J'ram I hléinu, ég held alltaf að allir séu að horfa á mig. Vinkonur mínar halda að ég sé eitthvað klikkuð. (Þú þarft ekki að halda að ég sé svo hallœris- leg og það sé þess vegna), ég stend tímunum samanfyrir framan spegil áður en ég fer út. Jœja, ég vona að þú birtir bréftð. Bœ. bæ. Ein að norðan Þú hittir ágætlega á, Pósturinn er í sólskinsskapi og Helga nýbúin með stóran bréfabunka, er reyndar svo troðfull að hún hefur ekki einu sinni lyst á bréfa- klemmum. Það er varla um annað að ræða fyrir þig, en reyna að snúa gersamlega við blaðinu. Minni- máttarkennd er einkennilegt fyrirbæri, sem hefur þann slæma galla að stækka, ef henni er veitt of mikil alúð og athygli. Til þess að losna undan þessu fargi verður þú þvi að hætta gersamlega að leiða hugann að minnimáttarkenndinni, neita að hún geti verið þér til trafala. Líttu alls ekki í spegil áður en þú ferð út úr dyrunum heima hjá þér og kærðu þig kollótta um, hvort þú ert hallærisleg eða ekki. Þegar þú svo ert hætt að hugsa ótakmarkað um útlit þitt og fleira þvílíkt hverfur þessi tilfinning af sjálfu sér. Það er algengt á þínum aldri að halda að allir séu að brjóta’heilann uni útlit annarra, en það er mikill misskilningur. Þú getur treyst því að flestum finnst mestu skipta sitt eigið útlit og leiða sáralítið hugann að öðrum, þannig að líklega gefa fæstir sér tima til að einblína á þig, hvort sem þú ert óvenjuhallærisleg eða afburðafögur. Þannig er málið að . . . Kæri Póstur! Hvernig eigum við að losna við vörtur? Við erum áskrif endur að Vikunni og viljum þakka allt gamalt og gott I henni. Við erum þrjár og erum I vandrœðum. Þetta er I fyrsla skipti sem við skrifum þér og vonum að þú svarir. Þannig er málið að við erum með vörtur. Hvað eigum við að gera I þessu? Þrjár að austan. P.S. Vonum að Helga sé södd. Vörtur ættuð þið að losna við með því að kaupa í næstu lyfja- búð efni, sem drepa slíkan ófögnuð. Þar er til dæmis eitthvað, sem kallast isvatnsedik og mun bráðdrepandi fyrir vörturnar. Skyldi það ráð síðan ekki nægja í öllum tilvikum verðið þið að leita læknis og biðja hann að brenna þær af. Gamalt húsráð hermir að vörtur skuli sleikja um stund, þegar viðkomandi hefur varla opnað augun á morgnana. Ein- hver efni, sem sitja i niunnvatn- inu eftir nóttina eiga að hafa svipaða verkun og ísvatnsedikið. Hvort það dugir veit Pósturinn ekki, en þetta notaði fólk hér áður fyrr og taldi árangurinn býsna góðan. Að deyja úr pennavinaskorti Hæ, hæ frábœri Póstur! Við erum hérna tvær píur sem erum að deyja úr penna- vinaskorti en þú getur hjálpað okkur og geftð okkur vonina um lífið á ný ef þú vilt með því að segja okkur nafn á ein- hverju blaði á Ítalíu sem við getum sent bréf til og beðið um pennavini en ekki nefna neinn pennavinaklúbb, við erum búnar að fá okkur fullsaddar af þeim. Með fyrirfram þökk fvrir birtinguna. A uður og Helga. Þarna zí Pósturinn svo sannar- lega á gati. En þó, þekkið þið ekki einhvern sem hefur farið í sólarlandaferð til Ítalíu eða er að undirbúa að fara í eina slika? Ef ekki gætu ferðaskrifstofurnar hlaupið undir bagga með ykkur og tekið bréfið ykkar með I næstu ferð. Og svo má einnig reyna ítalska aðalkonsúlatið, sem er til húsa að Skúlatúni 4, síminn er 11055. Reynið allt sem þið getið til þess að bera ykkur eftir ítölskum pennavinum því að deyja úr pennavinaskorti hlýtur að vera ógnvekjandi dauðdagi, svona einmitt þegar framtíðin blasir við ykkur. Hvað var að þessum ágætu pennavinaklúbbum? Alltaf einmana og vinirnir farnir Elsku póstur! Ég vona að þú getir hjálpað mér, því mér leiðist svo. Mér finnst ég vera svo einmana. Ég á engan góðan vin og mérfinnst það svo leiðinlegt. Þegar mér leiðist þá verð ég svo skapvondur og súr og þá segja þau hér heima að það sé von að enginn vilji vera með mér þegar ég er svona leiðin- legur. En ég er bara svona þegar ég er einmana. Eg hef átt vini en þeir eru allir hættir að vera með mér. Þeir sem ég er stundum með eiga allir aðra bestu-vini, og ég fæ bara að vera með þegar það eru margir. Eða þegar bestu-vinirnir eru ekki heima þá koma þeir kannski til mín í hallæri. Ég hef reynt að vera með einni klíku en mér ftnnst ég ekki passa þar inn í. Og hinir vilja ekkert með mig hafa. Ég er í tónlistarskóla og í íþróttum og hef oft mikið að gera á daginn. Mér finnst líka gaman að tala um músík. En mérfmnst þau ekki skilja neitt svoleiðis. Mérfinnst líka gaman að fara í bíó, og samt láta krakkarnir mig aldrei vita þegar þau fara í bíó! Hvað á ég að gera? Eg verð alltaf skapverri eftir því sem tíminn líður! Og allt út af þessu. Mér finnst Vikan ágætt blað nema þegar eru löng viðtöl, sem taka allt plássið. fí/poo Einn einmana Það er frekar neikvætt að sitja úti í horni í slæmu skapi og furða sig á hvers vegna í ósköpunum allir aðrir gera sér ekki ferð til að heimsækja þennan þunglynda durt og reyna að draga hann út á lífið. Ef allir hugsuðu eins og þú yrði fremur lítið um mannleg samskipti. „Þau láta mig aldrei vita þegar þau fara í bió”! Gæti ekki verið að þeim fyndist komið að þér að halda sambandinu við, nú eigir þú að koma af sjálfsdáðum og endurgjalda þeirra heimsóknir. Ef þú ert svo auk skólans í bæði tónlistarskóla og stundar íþróttir gætu verið ófáar ferðirnar sem vinirnir hafa grip.ið í tómt heima hjá þér. Aðalatriðið er að leyfa sér alls ekki þann mikla munað að fara í heilmikla fýlu og reyna ekkert að gera af sjálfsdáðum til að breyta því ástandi. Erfitt getur reynst að snúa blaðinu við og ekki hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um að koma hlut- unum í rétt horf. Hresstu þig við, af bréfinu að dæma gætirðu verið á miðjum áttræðisaldri og einblíndu nú á næstunni á björtu hliðarnar á tilverunni. Þú ert raunverulega ekkert leiðinlegri en aðrir og ættir ekki að vera lengi að finna ein- hvern besta-vin. Á þínum aldri (að áttræðisaldrinum slepptum) eiga menn oft í erfiðleikum með að falla að umhverfinu og finna sér fastan stað í tilverunni. Þetta kemur hins vegar svo sannarlega með aldrinum og Póstinum er ekki grunlaust um að þú gerir að auki of rniklar kröfur til að falla alveg í sama form og allir hinir. bz Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.