Vikan


Vikan - 04.12.1980, Side 15

Vikan - 04.12.1980, Side 15
Framhaldssaga s. komin það nálægt að hún gat þekkt karl- mannsröddina. Það var Ríkarður. , Ef hún hefði bara ekki verið svo hjálparvana í myrkrinu héma uppi í þessu völundarhúsi ganga og herbergja! — Ríkarður! hrópaði hún aftur en þorði varla að vona að hann heyrði til hennar í þetta skipti. Kraftaverkið gerðist. Raddirnar þögnuðu og dyr innar í ganginum voru opnaðar. Hún flýtti sér þangað. — Hvaðerl þú að gera hérna. Jenni- fer? spurði Rikarður. Henni létti svo mikið að hún hefði getað kastað sér í fang hans — ef það hefði ekki þegar verið upptekið! Hann hélt um konu og hún þurfti greinilega meira á stuðningi að halda en Jennifer. — Hvað hefur komið fyrir? spurði hún. — Ég veit það ekki, svaraði Ríkarður. — Lovisa hefur fengið tauga- áfall. Við verðuni að hjálpa henni niður. — Réðsl iskaldur bölvandi draugur lika á þig? spurði Jennifer. Lovísa nam staðar. — Nei. sagði hún máttleysislega. — Uni hvað ertu að tala. Jennifer? spurði Rikarður. — Það reyndi einhver að kyrkja mig. sagði hún. — Ertu aðscgja satt. spurði Rikarður alvarlegur. — Var ráðist á þig? Reyndi einhver að kyrkja þig? — Ég vei't ekki hvort það var maður. Það var ísköld og handsterk vera — það var hryllilegt. Ivar beið þeirra við enda gangsins og þau þögnuðu. Hin voru fyrir neðan stigann og litu skelkuð til þeirra. Hópurinn gekk inn i setustofuna. Rikarður leiddi Lovísu að hægindastól og þegar þau höfðu öll tekið sér sæti sagði hann ákveðinn: Ég vil fá skýringar á þessu öllu saman! Í fyrsta lagi — hvað var það sem hræddi Lovísu þarna uppi. hvað var hún að gera og hve mörg ykkar fóru upp? — Ég hitti að minnsta kosti þrjá þarna uppi. fyrir utan ykkur tvö! sagði Jennifer. — Ég veit ekki hvort það voru lifandi verur eða. . . . — Þrjú? skaut Rikarður inn i. — Það þýðir að þið hafið öll verið þarna uppi. — Nei, ekki. ég. sagði Trína. — Ég tók róandi töflu i gærkvöldi og þegar ég geri það sef ég svo fast... — Ég fór heldur ekki upp á lofl. sagði Jarl Fretne. — Ég var þar, sagði ívar. — En ég fór liklega í vitlausa átt þvi ég sá engan. — Jennifer, þú segist hafa niætt þrem manneskjum. Hvar var það? — Fyrst sá ég einhverja veru sem ég kannaðist ekki við. Það var í stóru ílöngu herbergi... ég gekk inn i það i gegnum fyrstu dyrnar til vinstri á ganginum. — Ég veit hvar það er. það er ekki herbergi heldur breiður hliðargangur. Og þvi næst? — Ég villtist inn i eitthvert herbergi og þegar ég kom út á ganginn aftur hljóp einhver framhjá mér í áttina að stiganum og hvarf. — Niðurstigann? — Það veit ég ekki, það var svo mikill hávaði frá vindhviðunum og það er teppi á stiganum. Síðan var einhver hálf- viti sem réðst á mig og hvert hann fór hef ég ekki minnstu hugmynd um, ég hafði nóg með að jafna mig eftir áfallið. — Þú veist ekki hver það var? — Nei. ElleSu dagar i SNJÓ Hún hugsaði um bréfið sem hún var með i vasanum en minntist ekki á það. — Jæja, Lovísa, sagði Ríkarður. — Hvað varst þú að gera þarna uppi og hvað var það sem hræddi þig svona? — Ég heyrði eitthvað, sagði hún hásri röddu. — Það var einhver þarna uppi. Ég varð forvitin og af því að ljósin voru í lagi þorði ég að fara upp og athuga það. Taugarnar minar Itafa ekki verið í góðu lagi upp á síðkastið. Allt i einu fannst mér eins og ég væri alein. . . já. ég missti alveg stjórn á mér. Þau reyndu að virða hana fyrir sér i rökkrinu. Bæði Rikarður og Jennifer höfðu á tilfinningunni að hún segði ekki sannleikann. Ívar var liklega sömu skoðunar því hann tók nokkur gömul dagblöð og kastaði þeim á arineldinn. Þau fuðruðu upp og vörpuðu óhugnanlegum bjarma um stóra setustofuna. Ósjálfrátt litu allir á Lovísu. Hún leit út fyrir að vera örmagna ogskelfd. Jennifer sagði með skelfingartón: — Allt sem við höfum orðið fyrir í þessu húsi er hæði ótrúlegt og skelfilegt. En þó okkur líði illa hérþáverndar það.okkur þó! Við erum innandyra, það er hiti hérna og við erum nokkuð örugg. Ég veit að ekkert okkar hefur nefnt Svein á nafn í dag, en hugsum við um nokkuð annað? — Nei, viðurkenndi Trina. — Við sáuni hvernig. .. Börri leit út. Það er hryllilegt að hugsa til þess að þessi ungi myndarlegi maður skuli vera úti i óveðrinu. Ekki síst núna þegar er orðið dimmt.. . — Hann er varla á lifi tengur. sagði Jarl Fretnestuttaralega. — Það er eitt sem ég hef verið að vella mikið fyrir mér. sagði Ivar. — Fyrsta kvöldið fórum við Sveinn báðir út að leita að eldiviði. Það er gangur milli viðargeymslunnar og skiðageymsl- unnar. Mig minnir að ég hafi séð skiði þar um kvöldið. — Ertu viss um það?spurði Ríkarður eftirvæntingarfullur. — Nei, en ég held að ég hafi séð skiði. en nú eru þau að minnsta kosti horfin. — Ef þau hafa verið þar þýðir það að Sveinn hefur tekið þau, sagði Rikarður. — Hvaða máli skiptir það? spurði Trína sem var nokkuðsein aðálta sig. — Þaðskiptir miklu máli. sagði ívar. — Möguleikar hans til að lifa af aukast verulega. Sveinn er góður skíðagöngu- maður. — Það þýðir þá lika að Sveinn er stóra vonin okkar. er það ekki? spurði Jarl Fretne. — Ég á við. hann segir þá frá þvi að við sitjum föst hérna. Það virðist enginn sakna okkar. Það var bjartara yfir öllu núna. Það voru nú aftur möguleikar á að gerður yrði út leiðangur eftir þeim og Jennifer tók eftir að mörg þeirra önduðu léttar. — Nú skulum við fást við nærtækari vandamál, sagði Ríkarður og stóð upp. — Við getum ekkert gert fyrr en það birtir meira og ég legg til að hver og einn fari i herbergið sitt og við verðum kyrr þar! — Verður okkur ekki kalt? spurði Trina. — Nú. þegar rafmagniðer farið. — Hafið með ykkur aukaieppi! lagöi Ríkarður til. — Ég skal athuga leiðsl urnar gaumgæfilega á morgun. — Viltu ekki fá róandi töflu. Lovísa? spurði Trína. — Það er mikið gagn að þeim þegar manni líður ekki vel. Ekkert þeirra efaðist um að Trina hefði haft þörf fyrir að nota tatigaróandi pillur i hjónabandi sinu. — Jú. takk. sagði Lovísa cftir stulta þögn. — Þetta var vingjarnlegt boð hjá þér. Alltaf var hún jafnindæl og blíð. jafnvel þó henni liði greinilega mjög illa! Jennifer var í klipu. Hún varð að segja Ríkarði frá bréfinu en hún gat ekki náð athygli hans hér. — hin gæti l'arið að gruna eitthvað. Hún vonaðist til að nann fylgdi henni aðdyrunum. Það gerði hann þó ekki. Það síðasta sem hann sagði var: - Læsið þið dyrunum að herbergjum ykkar — þetta á við unt alla! Það var napur kuldi i herberginu Iregar Jcnnifer vaknaði; skammarlega scint. Klrkkan var yfir eitt og slormur inn var ja.nmikill og fyrr. Hún flýtti scr aðklæðasi, tgfarafrant. Það skíðk.gaði í arninum i setu stofunni og la ði frá honum góðan hita. Það var engin.i |iar inni. Hún heyrði i Trinu og Lovísu 'ramini í cldhúsi og hún fékk samviskubit vfir því hvað hún var ntorgunsvæf. Ilún fór fram í el.'hús. — Það er liklcga komið að iiiér að hjálpa til í eldhúsinu.; igði hún. — Taktu þvi rólega. sagði Trína. — Viðerum rétt nýkontnai á fælur. F.gátti erfitt með að sofna i nótt vo ég vaknaði ekki fyrr en utn lólfleytið. — Hvareru hinir?spurði lennifer. — Rikarður er uppi á annarri hæð og ívar er að atliuga hvað valdi rafmagns leysinu. Fretne er úti að leita aðeldiviði 49. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.