Vikan - 04.12.1980, Síða 17
Framhaldssaga
Ég hef [xi fundið þann sem þú hittir í
hliðarganginum.
Hún hrökk við. — Það var veran sem
hræddi mig mest — eftir á datt mér í
hug að það gæti verið sú sama og réðst á
mig.
— Þar held ég að þú hafir á röngu að
standa, sagði Ríkarður þurrlega.
— Hvað var það sem ég sá — sem ég
hitti?
— Spegill.
— Þú meinar að ég hafi hitt sjálfa
mig?
— Einmitt, það hangir stór spegill við
enda gangsins.
Hún starði á hann. — Ég er vist ansi
einföld annaðslagið.
— Það var ekki auðvelt að sjá hann í
myrkrinu. sagði hann hughreyslandi.
— En hvað með hinar tvær.. . ?
— Það er dálítið sem ég þarf að sýna
þér, hvislaði hún. — En það má enginn
annarsjá það.
—Allt i lagi, sagði hann. — Við
skulum fara inn í herbergiðmilt.
Það var jafnkalt þar og í hennar her-
bergi. Þar að auki var trekkur. Hún
gerði sér grein fyrir að hennar herbergi
bar af hvað þægindi snerti.
Hún tók bréfið úr vasanum. — Ég gat
ekki minnst á það i gærkvöldi, sagði hún
lágmælt. — Fyrsta veran sem hljóp
framhjá mér rétti mér þetta. Ég átti ekki
að sýna það neinum en ég vil ekki leyna
þig neinu.
— Það kemur fyrir að þú hugsar
skynsamlega, sagði hann. Leyfðu mér að
sjá, hvað er þetta? Bréf til Eysteins
Kruse konsúls, Vindeiði. Það segir
okkur ekki mikið. Eigum við að opna
það?
— Það er ekki til okkar, sagði Jennifer
óákveðin. — Ég held að það hafi verið
ætlunin aðéggeymdi það.
Hann kinkaði kolli. — Þú hefur á
réttu að standa. Viðkomandi gefur sig
fram fyrr eða síðar. Þetta er liklega eitt
hvað sem hann eða hún er hrædd um að
falli í rangar hendur. Nei, þú skall
geyma það og við sjáum hvað gerist! Ef
ekkert fleira gerist látum við konsúlinn
hafa það um leið og við komum til Vind-
eiðis.
— Hver ætli hafi lálið mig hafa
bréfið? sagði Jennifer hugsandi. — Við
getum útilokað þig og Lovisu þvi þið
voruðsaman þarna uppi.
— Nei, við vorum aldeilis ekki
saman! Hún hljóp hvað eftir annað i
burtu frá mér. Hún var á barmi tauga
áfalls. Hún getur vel hafa náð því að
rétta þér bréfið — eða reynt að kyrkja
þig ef þvi væri að skipta. Það eru svo
margir gangar og aðrir afkimar þarna
uppi og þar að auki svartamyrkur.. .
—Hún sagðist hafa heyrt eitthvað
þarna uppi og farið þangað þess
vegna. Trúirðu henni?
— Ég hef alla vega ekki komist að
neinu sem mælir gegn því.
— Hvar var það sem þú fannst hana?
— Það var í einhvers konar geymslu.
Þar voru sængurföt, hreinlætisvörur og
þess háttar. Lovísa var alveg búin að
tapa sér. Hún hljóðaði upp yfir sig hvað
eftir annað og var búin að velta um
nokkrum flöskum. Það voru flöskubrot
út um allt svo hún hefði auðveldlega
getaðskoriðsig.
— Ég held að hún hafi séð eitthvað,
sagði Jennifer hugsi.
Ellef u dagar i
SNJÓ
— Ekki vera með svona vitleysu.
Henni líður mun betur i dag, en hún er
mjög tekin til augnanna.
— Hún grætur örugglega mikið. Ég
held aðhúnséóhamingjusöm.
— Það held ég að sé rétt hjá þér.
Ástandiðer ekki nógu gott hér. Jennifer.
Einn með taugaáfall. einn látinn. einn
horfinn út í bylinn og fjöldi dularfullra
atburða gerist. Það er heldur ekki sér-
lega einfalt aðeiga við þig!
— Það skiptir engu máli, sagði hún
áhyggjulaust. — Ef ég get verið hjá þér
er allt eins og það á að vera. Ég vildi
óska þess að við gætum verið saman að
eilífu!
Rikarður lyfti augabrúnunum undr-
andi. — Á ég að taka þetta sem bónorð?
— B. . . bón. . . hún gapti. — Nei,
hvers vegna þarftu aðsnúa út úr öllu?
— Snúa úl úr? Þvert á móti, mér
þætti þaðeinfalda máliðtil muna.
— Þaðvarekki þaðsemégátti við.
— Nei, ég veit það. Hann lagði
höndina á höfuð hennar. Farðu nú að
vaxa upp úr barnæskunni. Ég get ekki
umgengist þig eins og þú ert núna!
Það var alvarlegur svipur á andliti
hennar. — Ég er hrædd. Lif fullorðinna
er eins og stór svartur skápur. Hann
varpar skugga sínum yfir mig annað
slagið, Rikarður. Ég þori ekki að fara
inn i hann. Ég vil heldur vera úti á slétt-
unni og leika mér.
— Skilurðu ekki að leikur getur verið
alveg jafnhættulegur? Hann getur
dregið þig inn í aðra myrkraveröld.
— Þú meinar hugarheiminn, er það
ekki? Ég veit það en það er engin hætta
á þvi, ég held jafnvæginu.
— Vertuekki of örugg um það.
Þau þögðu um sturtd, eins og þau vissu
ekki hvernig þau ættu að halda
samtalinu áfram. Jennifer tók eftir að
Rikarður ætlaði að fara að spyrja nýrra
spurninga svo hún flýtti sér að verða
fyrri til:
— Ertu ánægður með lífið i lögregl
unni?
Hann dró hendumar til sín. — Já, það
er ég. Reyndar eru fyrri vonir mínar um
starfið orðnar að engu. Annað slagið
fyllist ég vonleysi. Viðhorf almennings
til lögreglunnar hefur breyst. Lögreglan
er ekki lengur sá aðili sem maður leitar
til þegar maður þarf á aðstoð að halda.
Hún er orðin „óvinurinn”. Ég er heldur
ekki sérstaklega ánægður með
hugsunarhátt margra af starfsfélögum
minum. Lögreglustarfið hefur alltaf
dregið til sin manngerðir sem hugsa eitt-
hvað í þessa áttina: Ef þeir sýna ein-
hverja mótstöðu lemjið þið þá bara
niður. Ef þeir eru ekki þegar farnir að
sýna mótstöðu þá ætla þeir sér að gera
það og þá er betra að verða fyrri til að
slá. Það eru ekki margir af þessari gerð
inni en þeir finnast. Hvað með þig,
Jennifer? Þú varst eitthvað að tala urn
skólagöngu. Hvað hefur þú eiginlega
gert í öll þessi ár?
— Ég hef því miður ekki gert sérstak-
lega mikið. sagði hún. — Foreldrar
ntínir vildu aðég færi í arkitektaskóla og
til að reyna að nálgast þau gerði ég það.
Þau fylltust áhuga, Ríkarður! Ég var
orðin eins og félagi. Þau töluðu við mig
og spurðu mig ráða. Það var indæll tími
en stóð stutt. Ég gat ekki hugsað mér
að verða arkítekt! Mér gekk illa í skólan
um, einfaldlega vegna þess að ég hafði
ekki áhuga á náminu. og þess vegna
hljópst ég á brott. Foreldrar minir
misstu fljótlega áhugann á mér og nú
geri ég ekkert.
— Hvaðlangarþigtilaðgera?
— Ég veit þaðekki, sagði hún niður-
lút. — Er það ekki hræðilegt að þurfa að
ákveða framtíðarstarfið einmitt á þeim
árum þegar maður er hvað óöruggastur?
Ég held að ég sé ekki ein um að hugsa
svona. Helst vildi ég verða rithöfundur
en foreldrar mínir segja að það sé ekki
starf heldur fristundagaman.
Guð sé oss næstur! tautaði Ríkarður.
— Ég ræddi við rithöfund fyrir nokkru
og hann sagði að hann hefði mikla innri
þörf fyrir að skrifa. Það væri eins og
hann væri þvingaður til þess.
— Það er einmitt þannig sem mér
liður, sagði Jennifer ákveðin. — Ef þú
vissir hvað ég er búin að skrifa margar
stílabækur fullar. Ég gel skrifað heilu
næturnar marga sólarhringa í röð!
Rikarður brosti vingiarnlega. Leyfðu
mér einhvern tima að lesa eitthvað af
því sem þú hefur skrifað. Þú finnur
örugglega út úr því hvað þú ætlar að
gera, þú þarft ekki að vera hraxld unt
það. Kannski verðurðu rithöfundur.
Lifið blasir við þér. Dásamlegt líf.
í augum hennar brá fyrir sama d.iúpa
ráðleysinu og hann hafði séð daginn
áður, þegar hann talaði af sér. Hún sneri
sér undan, stóð upp og horfði út i snjó
drifuna. Hún fann kuldann læsasl um
sig.
— Förum i stofuna, þar er heitt.
sagði hún.
Rikarður hikaði lítiðeitt áður en hann
fylgdi henni. Hann var sokkinn i djúpar
hugsanir.
Hvað hafði orðið um Jennifer? Lillu.
óstýrilátu og glöðu Jennifer? Á einhvern
undarlegan hátt. fannst honum sent
sökin væri hans.
Framh. í næsta blaði.
49. tbl. Vikan 17