Vikan


Vikan - 04.12.1980, Page 23

Vikan - 04.12.1980, Page 23
 i Viðtal Vikunnar GUNNARÞÓRÐARSON tónlistarmaður. „Ég þekki Hauk ekki mikið. en hef ekkert nema gott um manninn að segja. Þetta er ljúfmenni, og það er einstakt afrek að hafa staðið svona lengi i þessu og hafa staðið upp úr i öll þessi ár.” JÓNAS R. JÓNSSON hljóðupptnkumaður. „Haukur Morthens? Hann er síungur söngvari, kannski meiri og betri atvinnu- maður en margir af yngri mönnunum. Og hann er heiðursmaður að vinna með. Gamaldags? Kannski finnst ungling- um alltaf þeir eldri dálítið gamaldags, en það hefur alltaf verið borin virðing fyrir Hauki i þessum þransa. Úreltur? Sko, sumt er tiska og verður úrelt, en ekki Haukur Morthens." Þetta er allt svo mikið augnablik. — Er það þá stíllinn núna? — Sé eitthvað vel gert, þá gengur það, sama hver stíllinn er. Við sjáum til dæmis. hvernig þessi lög eru, sem komast lengst í söngvakeppnum erlendis, þetta eru bara fallegar og skemmtilegar melódiur. Sjáðu árangur Björgvins, sem kemst i 4. sæti i alþjóð- legri keppni með fallegt lag og góðan flutning, en engan sérstakan stil, hvorki pönk eða rokk, bara fallega melódíu. — Margir tónlistarmenn virðast telja það keppikefli að koma sér á framfæri erlendis. Hefur það aldrei verið neitt takmark hjá þér? — Ég hef unnið talsvert erlendis, einkum á Norðurlöndunum. og ég gat komist á samning þar. En — ég veit ekki — það kostar ekki lítið að komast á toppinn, og þetta er allt svo mikið augnablik. Er það bara þess virði? — Hefurðu lært að syngja? — Já, já, ég hef lært að syngja hjá ýmsum góðum mönnum, en við skulum ekkert vera að bendla þá við þetta, þeini er víst enginn greiði gerður með þvi, segir Haukur og kimir. — Þó vil ég nefna einn, Sigurð Skagfield. Hann var 49. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.