Vikan


Vikan - 04.12.1980, Qupperneq 38

Vikan - 04.12.1980, Qupperneq 38
einsog pabbi: horfði aldrei á við niælendur sína, glápli ýmlsl út i loftið eða niður fyrir sig. Yfirleitt þagði |x> pabbi. en Þórir var sitautandi og tuðandi. Hvorugur hafði vanist á að laka tillit lil annars fólks. svo líklega hefur þeim fundist að ekkert væri sinnt um þá. Við matborðið gerði pabbi sig skiljanlegan mcð unili og bendingunt. en stundum átti að lcsa hugsanir hans. Kf mamma stóð við vaskinn og gleymdi að rétta honurn kartöflurnar. rauk hann foxillur frá borðinu og hreytti útúr sér: Hvernig er það. I'ær maður ekki einu sinni að éla á sinu cigin heimili? Á el'lir l'ylgdu miklar þagnir. Ég efast urn aö Wrir hal'i nokkru sinni þagað lengi. en hann átti lika til aö rjúka uppað tilefnislausu. Og meðan við sátum þarna i eldhúsinu ýtti hann skyndilega frá sér kaffibollanum. Ilelvitis hland er þetta. Ætlar hún aldrei að geta hellt almennilega uppá. |iessi manneskja? Hann st.iakaði fruntalega við bollanum svo hann valt um og kaffið l'læddi út á borðið. l>á - eilt augnablik. fannst ntér sem hann renndi til min augunum. En kannski l'annst mér það bara. Og bölvuð vitleysan i kellingunum. tuldraði hann. f>að hcld ég hann pabbi hel'ði eitlhvað sagt. Ég skal lát'ykkur vita: að hann hel'ði aldrci liðið þetta. Og ég skal lát'ykkur vita. að þaö vorum ekki við Tonimi sem komum þessu af stað. Hann sló i borðplötuna og reis á fælur: stór og mikill um sig. en hokinn og siginn i öxlum. Ég man, að |x;gar hann fór úr peysunni. voru efstu skyrtu tölurnar fráhnepptar. svo það sá i mjallahvita bringuna. undarlega hvita miðað við útilekið andlitið. undarlega verndaða og viðkvæma miðað viðgrófar hendurnar. sem höfðu snert á svo mörgu. starfað svo mikið og aldrei hvilst. Ætli maður l'leygi sér ckki. sagði liann. I>að var nú gaman að sjá þig. Iimni? Þú getur sofiö uppi hjá krökkunum. i rúminu hennar Disu. Hún fór með mömmu sinni til Revkjavíkur. blessuð. Já. þú sefur bara I rúminu hennar. Mér l'annst undarlegl aö hann skyldi senda mig upp. Ég hafði búist við þvi að vera látinn sofa i stofunni. og þaö hefði verið auðveldara á vissan hátt. Auöveld ara að útskýra fyrir Geira ef ekkerl myndi gerast. Ég fór upp. Stelpan var háttuö og la uppi. Mér sýndist hún stinga einhverju tindir koddann hjá sér um leiðog hún sá mig. Hún horfði undrandi til min. Ég sagðist eiga að sofa I rúmi Disu. Nú? sagði stelpan og kúrði sig niður. Rúmin voru sex. þrjú undir hvorri súö. hennar innst undir austursúðinni. rúm Dísu fremst undir vestursúðinni. alveg við stigann. Ég seltist og beið. Góndi nokkur andartök út i loftið og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. krakkarnir sváfu. I>ekkir þú Geira. Ásgeir Jónsson? spurði ég til aðbyrja á einhverju likki hafa svona hátt. sagði hún. þú vekur krakkana. Hann sagðist þekkja þig. hvislaði ég. lin hún virtist ekki taka eftir þvi sem ég sagði. heldur horfði hún storkandi til min og spurði: Þarf ég að snúa mér við svo þú getir háttað? Þá áttaði ég mig á þvi hvar ég var staddur. Orð Geira glumdu i höfðinu á mér: Svo þegar allir eru sofnaðir læðislu MANN- DÓMS- VÍGSLA upp. . . Svo þegar allir eru sofnaðir læö istu upp. . . En þarna var ég. uppi. og þarna var stelpan, þarna var hún og minnti mig á að lára að hátta. Afklæðast. Hvað hal'ði Þórir verið að hugsa? Snöggvast fannst mér allt vera satt. sem mamma hafði sagt um fólkið i Hlíð. Stelpan breiddisæng yfir höfuð sér. og ég áræddi að fara úr peysunni. Hneppti varfærnislega frá mér skyrtunni og smeygði mér úr buxunum. En þegar ég stóð á brókinni og var að rifa af mér sokkana. leit ég upp og sá að hún kikti. i'lottandi. Ég fleygði mér upp i rúm frænku minnar, undir sæng og reyndi aö '■ >sa eins og allt væri grin og gaman. Stelpan setti upp sakleysissvip: Ég ætlaði bara að spyrja livort þú ættir hest. Áttu hest? ..Ja . . já. stamaði ég og langaði að spyrja á móti hvorl hana langaði á hest bak. En samtalinu var lokið. hún flissaði og sneri sér upp i horn. Ég fékk ákalan hjartslátt. var farinn gð svitna af kaffinu sem ég hafði drtikkið. En þarna kannaðist ég við hana samkvæmt lýsingum Geira. eöa kannaðist öllu heldur við Reykjavikur tóninn. tóninn úr Geira. flissið úr Austurbæjarskólanum. Og reiðin bloss- aði upp í mér. en var á sarnri stundu slökkt af froðufellandi ástríðum. Blessaður vertu. hafði Geiri sagt. |xnta hleypir öllu uppá sig, hefur innbyrt nokkra metrana. Fint fyrir þig til að prufa. maður. Hefur þú. . . ? spurði ég. Naj. sagði hann. hún er alveg flöt. Maður vill nú hafa bobbingana i lagi. Svo er þetta úr Höfðaborginni. En. |iað má svosem hafa hana i hallæri. Hérna. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bera mig að. Fannst sem ég þyrfti að segja eitthvað. Vissi bara ekki hvað. Vonaðist til aö hún tæki frumkvæðið. Ég lét timann liða og fór úr sokkunum undir sænginni. Þá mundi ég eftir þvi að ég átti annað erindi Creiri hafði beðið mig að atbuga. hvort hún gæti séð af nokkrum sígarettum. Hann var byrjaður aö reykja. hal'ði trúað mér l'yrir þvi þegar hann kom um vorið. Hvaðsegir mamma þin við þvi? hal’ði ég spurt. Ég vil ekki segja henni frá þvi strax. svaraði hann. maður l'er þá bara að reykja heima og reykir þá miklu meira. Ég hafði dáðst að þessu svari. þóttist vita hvað mamma segði ef ég fteri að reykja. Fyrst mjndi hún slá mig ulanundir. en færi siðan með :.i: n vanal' ca pistil: lst das dcr Dank. den ieh bekomme? Ist das die Dankbarheit? Willst du vielleicht. dass ich so werde wie jene in Reykjavik. die nie an ihre Kinder denken aber fúr den ganver Abend ausgehen und sich vcrgnúgen? Ég þorði ekki að risa upp og spyrja um sigarettur. Ætlaði að spyrja um þær eflirá. Jafnvel að fá mér eina sjálfur. Mér fannst betra að byrja á öðru. Og eftir vandlega umhugsun hvíslaði ég út í herbergið: Góða nótt. Ekkert svart. Einhver af krökkunum hraul. e, ekkert heyrðist frá henni. Hún var semsagt ekki sofnuð. Hún hlaiit að bíða og hugsa: Afhverju er hann að bjóða góöa nótt? Ætlar hann að fara aö sofa? Svo myndi hún bylta sér við og segia: Það er svo heitt hérna aðégget ekki sofnað. En hún bylti sér ekki. sagði ekki neitt og mig fór að gruna að hún væri sofnuð. Ég lokaði augunum og sá Geira l'yrir mér. Vissi hvað hann myndi gera viö þessar aðstæður. Hann hefði spjallað við hana og kumið henni til að hlæja. Þá hefði hún hvislaö: Ekki vekja krakkana. komdu og sestu hérna á rúmið hjá mér. Og Geiri hefði sest á rúmið hjá henni. Ekki hafa svona hátt. þú vekur krakkana. hafði hún sagt við mig. Ekkert nieir. Hafði hún verið að segja mér að þegja? Hélt hún kannski að ég væri ol' ungur? Afhverju sagði ég ekki að ég hefði fengið hestinn í fermingargjöf i hittifyrra? Hún var sofnuð og vildi ekk ert af mér vita. Eða hvað? Beið hún kannski? Meinti hún kannski aðég ættiekki að hafa hátt. |x;gar ég læddist yfir til hennar? Það reiö á að vera kaldur. drifa sig áður en hún missti áhugann. Áður en hún segði: Helvíti vaistu lengi að taka við þér. nú er ég bara búin að missa áhugann. Geiri hefði fariðstrax. Það var ég viss um. Ofurhægt reis ég upp i rúminu og rýndi inn eftir loftinu. Hún var þarna ennþá. Égákvaðaðbíðaaðeins. Mamma tróð sér inn i hugsanir mínar. Það var eins vist að hún svæl'i ekl.ert þessa nótt. Elsku drengurinn hennar staddur i Hlið. Seinni árin höl'ðu ekki verið nein samskipti milli heimilanna. að minnsta kosti ekki milli Guju og mömmu. Nú hafði pabbi látið rnig brjóta isinn meðan Guja var ekki heima. Mamma andmælti ekki. hefur sennilega vonasteftir nýjustu fréttum. Ég veit ekki ennþá hvernig það byrjaði. hef aldrei haft uppurð i mér til að spyrja. Veit ekki hvort það er satt. að jjaobi hafi veriö trúlofaður Guju áður en mamma kom til landsins. Ég veil bara það. að mamma gerðist ráðskona hjá feðgunum, þegar amma dó. Seinna tók svo Þórir saman við Guju og við búi eftir föður hennar i Hlíð. . . Einhver bærði á sér. Það var stelpan. Hún sneri sér við i svefninum. Um mig fór Ijúfur fiðringur og ég lét mig siga niður á koddann. fannst betra að slaka svolítið á. vera viss um að Þórir svæfi. Ég var átta ára þegar afi dó. Þá var búinu skipt upp, en Magnea frænka kærði. Hún var elst af systkinunum og hafði farið ung til Reykjavikur. Liklega hefur kallinn hennar ætlað sér hlut i jörðinni undir sína starfsemi. Þau I Hlíð voru af einhverjum ástæðuni á bandi Magneu. sumir sögðu að þeð hefði komið lil þegar pabbi fór að temja meira og se'hi lil útflutnings. Það gekk illa að koma á sættum. — og kannski er málið óleyst ennþá. Það voru ekki beint illindi milli heimilanna. en Guja og mamma lögðu fæð hvor á aðra. Náttúrlega tjáði pabbi sigekkert um það. en við l'yrsta tækifæri hafði hann sagt mér aðgista i Hiíð. Og þar var ég. háttaður oní rúm. nokkra faðma frá sextán ára stelpu úr Reykjavík. Og ég var á leið uppi til hennar. til aðöðlast mína fyrstu reynslu. Aftur stóð mamma fyrir hugskotssjón um minum. Um páskana árið áður hafði hún komið að mér á klósettinu. Það var i kjallaranum heima og ekki hægt að læsa að sér. Ég hafði hallað mér yfir skálina. var með hann stifan i hendinni og strokkaði. Þá reif hún skyndilega upp hurðina og starði á mig. Starði einkennilega. en sló mig ekki utanundir. það var verst. Svo strunsaði hún burt. Ekki eitt einasta orð. Ekki einu sinni á þýsku. Ég var i Hliðog hún gat ekki læðst aö mér. Fengi ekkert að sjá eða vita. Það yrði líka hvellur við minnsta grun. Stiflan myndi örugglega bresta. Hún myndi saka Þóri um að hafa ýtt mér uppí til stelpunnar að undirlagi Guju. Og stelpuna myndi hún kalla gálu. Annað hafði hún sagt um vorið. Geiri hélt að foreldrar stelpunnar væru á bænum. byggju i Höfðaborginni. kallinn róni og stelpan örugglega send i 38 Vikan 49. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.