Vikan - 04.12.1980, Page 62
Texti: Anna
Oft hefur verið haft á orði að kirkjur
landsins séu harla fábrotnar og snauðar
ef þær eru bornar saman við eriendar
kirkjur. Og vist er um þaó að viða er
mikill iburður i kirkjum utanlands. Þxr
eru margar hverjar hin mestu stórhýsi og
skrautgyllingar og giæsilegar myndir
þekja þær að miklu leyti.
Skyldi þá eftir engu að slægjast i
islenskum kirkjum ef litið er á veraldlega
muni? Flestum mun vlst Ijóst að 'það er
alrangt. Til eru allt of mörg og þekkt
dæmi sem afsanna það. Ekki þarf annað
en aö iita á Kópavogskirkju til að sjá
dæmi um vel heppnaða kirkjulist, þar er
bygginga|istin sjálf sönnunargagnið og
margt er fleira aö sjá fallegt: steindir
gluggar cftir Gerði Helgadóttur vekja
athygli margta.
Altaristafla af Íslandi hefur gist
heimssýninguna í París árið 1900. Sú er
frá Skarði á Skarðsströnd í Dölum. Hún
þykir hin mesta gersemi, öll útskorin og
máluð. eins og gert var fyrr við allar
helgimyndir sem voru útskornar eða
mótaðar. Kirkjan sem á þessa gersemi er
þó snauð af veraldarfé.
Jóhanna Björnsdóttir húsmóðir í
Kópavogi hefur komið í langflestar
kirkjur landsins og á myndir af þeim
öllumaðutan og mörgum að innan.
Það er forvitnilegt að vita hvernig það
atvikaðist að hún tók upp á þessari
söfnun upp á eigin spýtur: „Ég byrjaði á
því að taka þessar myndir fyrir finnska
vinkonu mína.” segir hún. „Þessi kona.
Margit Jalo, var hagfræðingur og kom
hingað fyrst á hagfræðingaþing. Hún
varð mjög heilluð af íslandi, gekk meira
að segja berfætt á Esju." Mikið eigum
við Margit Jalo að þakka því hún bað
Jóhönnu um að senda sér myndir af
íslenskum kirkjum ef hún kæmi á kírkju-
staði. Einhverju sinni er Jóhanna var að
líta í skúffur rakst hún á filmurnar með
kirkjunum og datt í hug að láta kópera
myndir af þeim handa sjálfri sér. Það
hafði hún ekki gert fyrr. Áhuginn
vaknaði og hún fór að hafa gaman af að
bera saman þessar eldri myndir og
kirkjurnar eins og þær voru orðnar, oft
LITAST UM i
KIRKJUM
LANDSINS
- þar er margt að finna
í þessari Viku veröur iesendum boðið í smáhringferð um
kirkjur landsins í máli og myndum. í þetta sinn var ekki
verið að skoða það lifandi starf sem unnið er í kirkjum
heldur litið á ytra byrðið, kirkjumuni og þá einkum altaris-
töflur. Á Biskupsstofu var málaleitan okkar vel tekið og
fjölmargar ábendingar gefnar um gott fólk sem vissi mikiö
um einstakar kirkjur. Tími gafst þó ekki til að sinna því
sem skyldi. Drýgri varð sá fróðleikur sem séra Bernharður
Guðmundsson og samstarfsfólk hans veitti okkur. Því þó
gaman sé að eyða góðum tíma í að tala um einstakar
kirkjur var það tyrst og fremst yfirsýn sem okkur langaði
að gefa lesendum að þessu sinni.
En heppni Vikunnar að þessu sinni var alveg einstök. Við
komumst í samband við konu sem hefur markvisst skoðað
allar kirkjur á landinu, myndað þær og náð saman
margháttuðum fróðleik um þær. Úr hennar sjóði er mikið
efni fengið og raunar stærstur híuti þessarar greinar.
Vikan kann Jóhönnu Björnsdóttur og öðrum sem liðsinntu
okkur hinar bestu þakkir. Víðar var leitað og alls staðar
var hin mesta hjálpfýsi á vegi okkar þó erfiðlega gengi að fá
að geta allra heimilda.
Það er von okkar að sem allra flestir hafi eitthvert gagn
og gleði af og menn sjái kirkjurnar sínar og aðrar kirkjur í
nýju og jafnvel skemmtilegra Ijósi.
Vel að merkja: Ýmsir eiga eftir að komast að því að
kirkjunnar þeirra er ekki getið. Og það er sannarlega ekki
vegna þess að kirkjan þeirra sé ekki nógu merkileg.
Heildarmynd og að nokkru leyti hending ræður því hvaða
kirkna er getið og hverra ekki. Hins vegar hefur Vikan
ekki nú í eitt skipti fyrir öll afgreitt kirkjur landsins. Svo ef
einhver lumar á fróðleiksbrotum um sína kirkju þá er
vissulega vel gert og þarft verk að senda okkur línu.
Fróðleikur getur glatast sé hann hvergi skráður.
breyttar. Nú hefur Jóhanna fyrir löngu
hafið skipulega söfnun á kirkjumyndum.
Hún hefur tekið fjöldann allan af
Ijósmyndum, fyrst allt í svarthvítu en
seinni árin meira á skyggnur. Sonur
hennar, Hörður Óskarsson, hefur einnig
tekið fyrir hana litmyndir og það eru
fyrst og fremst hans myndir sem birtast
að þessu sinni.
Ekki er laust við að ýmislegt markvert
hafi gerst á þessum ferðum og ef einhver
heldur að söfnun af þessu tagi sé fyrir- •
hafnarlaus þá er það mesti mis
skilningur. •
Með orgel um sleipan
moldarslóða
Ábæjarkirkja í Austurdal i Skagafirði
er litil steinkirkja og messað einu sinni á
ári. Þar var áður torfkirkja en sú sem nú
stendur varð hálfrar aldar gömul 1972.
Þá voru sóknarbörn aðeins 9 af tveim
bæjunt. 160 manns mættu við afmælis- !
messu i þessa 30-40 manna kirkju. Má
nærri geta að þröng var á þingi. Eitt sinn
var Jóhanna þar við guðsþjónustu ásarnt
fjölskyldu sinni. Séra Ágúst Sigurðsson á
Mælifelli predikaði og báru þeir séra
Ágúst og Óskar maður Jóhönnu orgelið
til kirkju. Séra Ágúst kom með það i bíl
sinum. Nokkur spölur var til kirkjunnar
og lá leiðin um sleipan moldarslóða, þvi
þetta var í vætutið, og þaðan yfir litla
göngubrú til kirkju. 1 bakaleið fékkst
liðsstyrkur og fjórir menn og presturinn
báru orgelið þá leiðina. En svo þröngt
var kirkjan setin að eins gott var að
allir stóðu upp i einu, annað hefði vart
verið mögulegt undir messunni. Og
presturinn varð að skrýða sig úti undir
kirkjuveggnum í rigningunni.
Gengið í 2 daga og sjóleiðin
til Gmnnavíkur
Langar gönguferðir og sjóróðrar eru
að baki sumra myndanna. Tveggja daga
gönguferð úr Borgarfirði eystra i
Loðmundarfjörð er að baki myndar-
innar af Klyppsstaðarkirkju.
Hornstrandaferð er ein þeirra ferða
sent Jóhanna hefur farið til að mynda
kirkjur. Hún segist hafa haft slæma
samvisku af þvi að láta bátinn lóna úti á ,
Grunnavik meðan hún skrapp i land til
að taka mynd. Báturinn gat ekki lagst að
vegna veðurs, „það var vægast sagt and-
styggilegt." segir Jóhanna.
1 Grunnavik var Maria Maack, en þar
var hún í sumarleyfum sínum. Hún hirti
ntjög vel um kirkjuna og lét ekki kirkju-
lykilinn af hendi fýrr en hún var búin að
sjá hver vildi skoða kirkjuna.
Jóhanna lætur ekki mikið yfir þessum
ævintýrum og segist hafa mikla ánægju
af þessari söfnun. Hún er lika útilífs-
62 VlKan 49. tbl.