Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Vikan


Vikan - 04.12.1980, Side 75

Vikan - 04.12.1980, Side 75
Hann kom í áttina til mín og sPurði strax: >,Er þetta ekki Ruth? Er allt í •agi meðhana?” , „Jú, þetta er Ruth,” svaraði og lét litlu veruna niður. ^ún tók strax þétt um hönd wína. „Henni er bara kalt, ekki annað. — Hvað skeði hér?” sagði ég fljótt en lágt. Lögreglumaðurinn svaraði ekki en kallaði til félaga sinna: „Látið strákana vita að það Purfi ekki að leita hennar, hún er hér.” Síðan leit hann á mig °g spurði: „Getið þér annast hana? Þekkið þér hana vel? Hvar var hún?” Hann beið ekki eftir svari en hljóp að húsinu, þaðan heyrðust læti, einhver veitti mótþróa. ,,Ég hef ekkert gert, það er hann, ekki ég,” sagði drukkin rödd. Ég varð hrædd. Ákvað að forða Ruth undan þessu. Hún var farin að hágráta. Við fórum upp í herbergið mitt. Ég lét hana setjast í stól, lagði teppi yfir hana og bað hana að bíða smástund, ég ætlaði að tala við mennina. Það var verið að setja tvo handjárnaða menn inn í lögreglubílinn. Ég gekk að þeim lögreglumanni sem ég hafði áður talað við. ,,Hvað var að gerast hér?” spurði ég. ,,Faðir Ruthar og félagar voru með gleðskap sem fylgdi hávaði. Frúin á hæðinni hringdi í okkur og vildi fá svefnfrið. Móðir Ruthar hafði reynt að þagga niður í félögunum en fékk högg vegna „afskiptaseminnar”. Við sendum hana upp á Borgar- spítala af því að hún er barns- hafandi, en vonandi er þetta ekkert alvarlegt. Hvernig er það, eruð þér vinkona fjöl- skyldunnar eða . . .??’ ,,Nei, ég bý hér í risinu og þekki þau ekkert. Ruth fann ég grátandi niðri við Tjörn, en ég get hugsað um hana í nótt. ,,Það er gott. Hafið þér síma?” „Já.” „Getið þér hringt á spítalann og beðið fyrir skilaboð til móður Ruthar?” sagði lögreglumaðurinn með spurn í augum. „Já,” svaraði ég hálfhissa, þessu hafði ég aldrei lent í áður. „Verið þér sælar og þakka yður aðstoðina. Góða nótt.” Lögreglumaðurinn gekk að bílnum sem ók síðan á brott. Ég fór upp til mín. Litla veran 49. tbl. Vikan 75

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.