Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 21

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 21
Kona Gísla var Katrín Magnúsdóttir og dóttir þeirra Kristjana bjó í húsinu til 1930 ásamt vinnukonunni Oddbjörgu Kolbeinsdóttur. Ein saga segir að þegar Fnðrik VII Danakonungur kom til íslands árið 1907 hafi hann gengið fram hjá Nýlendu þar sem Oddrún vinnukona var að breiða fisk og var klædd dag- treyju og einskeftupilsi. Gaf konungur henni tvær krónur sem hún sýndi alltaf krökkum. 1930 fluttust þær í stórt hús sem byggt hafði verið fast upp að Nýlendu svo ekki sást út um stofugluggann. Nýlenda var síðan leigð út. Það var svo árið 1972 að hjónin Ásbjörn Jónsson og Kristín V. Jóns- dóttir gáfu húsið og var það flutt í Árbæjarsafn árið eftir. Húsið var endur- reist og gert tilbúið að utan. Ekki er mikið vitað um hvernig það var að innan svo munir úr Þingholtsstræti 13 sem byggt var um svipað leyti hafa verið hafðir í húsinu. Úr Nýlendu er þó gömul kræklingahrífa en slíkar hrífur voru notaðar þegar farið var upp í Hvalfjörð að sækja beitu. Ef einhver leggur leið sína um Nýlendugötu ætti hann ekkert að láta á sig fá þótt bíllinn verði eftir öðru hvoru megin við götuna. Það er reyndar hægt að komast þangað akandi, en götunni var einmitt lokað í báða enda svo mann- líf fengi að blómgast i götunni. Áður en þær ráðstafanir voru gerðar bar mikið á umferð óviðkomandi bíla á hraðri ferð um götuna og þar sem börn voru að leik og skutust milli bílanna var mikil slysa- hætta. Ef ykkur fýsir að vita hvar Nýlenda stóð var það milli Bakkastígs og Brunn- stígs um miðja götuna eða svo þar sem nú eru garðar og hærri hús, heildar- mynd götunnar er kannski ekkert sér- lega mikil en þarna er mannlíf í hnot- skurn og óvenjumargt að gerast í ekki lengri götu. t M 22. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.