Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 37

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 37
4. hluti Framhaldssaga fara til Madagaskar. Hún ætlaði að fara þangað og tala við þennan Dassak — sýna sig og heyra hvað hann segði. Vel var hugsanlegt að hann vissi meira en hann vildi segja foreldrum hennar. Ef vil vill hafði hann verið hræddur um að særa þau. Lengra vildi hún ekki hugsa. En nú komst ekki annað fremur að í huga hennar um stund en þessi fyrirætlun: að fara til Nossí Be og fá að vita sannleik- ann. Hvað gerast mundi síðar gat hún ekki hugsað um nú. Fyrst varð hún að Ijúka stúdentsprófinu í vor, því næst ætlaði hún að vinna fyrir fargjaldinu suður eftir hvað sem foreldrar hennar segðu. Þeir hlutu að geta skilið að það mikilvægasta af öllu fyrir hana var að fá að vita sannleikann um hana sjálfa. NÆSTU MÁNUÐI var Vanja önnum kafin. Hún gerði sér fyllilega ljóst að hún þurfti að lesa margt sem hún hafði vanrækt á glaumgosaskeiði sínu, eins og hún kallaði það sjálf, þegar hún var mikið á ferðinni með hinum og þessum til þess að reyna að gleyma ástarsorgum sínum. Hún gerði sér fljótt grein fyrir að lesturinn var besta meðalið sem hún gat fengið og leit tæpast upp tímum saman. Hann varð einnig til þess að hún fór að sjá viðburðinn á Hótel Holti frá öðru sjónarhorni. Sársaukinn fór smám saman að réna og að lokum kenndi hún aðeins í brjósti um Leif og móður hans sem var svona taugaveikluð. Ekki varð þessi hugarfarsbreyting vegna þess að vandamál hennar minnkaði heldur varð henni smám saman ljóst að hún hafði tekið þessari reynslu með röngum hætti. Það hafði verið heimskulegt af henni að taka þetta svona nærri sér þar sem hún hafði ekki einu sinni verið skotin í Leifi. Einhvern tima í framtíðinni hlyti henni að takast að hitta pilt sem væri nógu sjálfstæður og frjáls til að þora að standa fast við sínar eigin skoðanir en ekki móður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.