Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 16

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 16
Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahúsin Furöu notalegur staður Matreiöslan á Esjubergi er orðin frambærileg, ef marka má heimsókn mína þangað í vor. Allur matur var að þessu sinni frambærilegur. Er það mikil breyting frá því, sem áður var, þegar ég nálgaðist Esjuberg með hálfum huga. Esjuberg er furðanlega notalegur staður, þrátt fyrir stærðina og sjálfsaf- greiðsluna. Umhverfið hefur batnað við aukna skilveggi og einkum þó við hinar miklu blómakörfur, sem standa á veggj- unum og hanga í loftum. Ekki má gleyma barnahorninu, sem er hið rúmbesta og best útbúna, sem ég hef tekið eftir. Fyrir fjölskyldur með ungviði er allt annað líf að fara út að borða, siðan barnahorn komu til sögunnar í Esjubergi, Laugaási og Stillholti. Verðið orðið hagstæðara Besta breytingin á Esjubergi er þó sú, að verðlagið er ekki lengur hið sama og á litlu milliverðstöðunum, sem veita fulla þjónustu, heldur nokkru lægra. Sú breyting var bráðnauðsynleg, en hefur enn ekki gengið nógu langt. Á nýjum matseðli Esjubergs var meðalverð forrétta 31 króna, súpa 10 krónur, fiskrétta 48 krónur, kjötrétta 90 krónur, sæturétta 13 krónur. Þriggja rétta máltíð með víni og kaffi kostaði að meðaltali 140 krónur. Réttur dagsins með súpu kostaði að meðaltali 59 krónur. Fyrir örlitlu hærra verð vildi ég þó heldur sitja í rólegheitum við dúkað borð en vera í stöðugum viðskipta- ferðum til að panta hjá kokkum og sækja mat á einum stað, tala við vínþjón á öðrum og borga við klingjandi kassa á hinum þriðja. Eina þjónustan, sem veitt er í Esju- bergi, er, að létt vín eru borin á borð. Enginn vínlisti er á staðnum, en með nokkurri fyrirhöfn tókst mér að komast að því, að tvö frambærileg hvítvín voru á boðstólum, Gewiirztraminer og Wormser Liebfrauenstift. Rauðvínin láðist mér að skoða í gönguönnum mínum um salinn. Salatborð ílagi Kjúklingasúpa dagsins var fremur góð hveitisúpa með nokkrum kjúklinga- bitum og blönduðu dósagrænmeti. Esjuberg er komiö í lag Humarhalar americaine voru meyrir, en bragðkæfðir í kryddsósu. Með þeim fylgdu hæfilega lítið soðin hrísgrjón. 1 salatvagninum var að þessu sinni hvítkál, ísberg, gúrkur, sítrónur, appelsínur, dósaananas, tvær amerískar sósur, léttsýrðar gúrkur, grænmetissulta og soðið rauðkál. Allt var þetta fram- bærilegt, en lítið var hugsað um að bæta í tómar skálar. Franskar kartöflur, sem fylgdu ýmsum réttum, voru ekki góðar, allt of linar og þesslegar, að búnar væru til úr dufti. Djúpsteiktar gellur voru ekki til að þessu sinni. 1 staðinn var pantaður djúp- steiktur fiskur í hvítvínssósu. Bæði fiskurinn og hjúpurinn voru ágætir, en hjúpurinn þó of þykkur. Sósan var mild og góð og tiltölulega hveitilítil. Svínakótilettur Calcutta voru þurrar og bragðlitlar, með fremur miklu fitu- lagi, bornar fram með mildri og góðri karrísósu út á hrísgrjón. Kjúklingaborgari! Kjúklingaborgari að hætti Esju reynd- ist vera hakkað kjúklingakjöt með skemmtilega mikið sýrðum gúrkum og hlutlausri salatsósu. Kjötið sjálft var bragðlaust og ætti því að höfða til hamborgaraliðsins. Lambakótilettur voru mjög feitar, mikið grillaðar og mikið kryddaðar, fremur bragðdaufar, en sæmilega meyr- ar. Með þeim fylgdi sveppasósa úr hveiti. Ofnsteikt lambalæri var hins vegar hæfilega feitt og tiltölulega lítið steikt um of. Með því var borin skemmtileg laukblanda og þunn og bragðgóð sósa, líkust soði. Nautaplanksteik að hætti Esju reyndist vera pönnusteikt nautafilet, framreitt á trébakka með kryddsmjöri, grilluðum tómat og spergli. Tómaturinn var afhýddur, hæfilega lítið grillaður og bragðgóður. Spergillinn var úr dós Kryddsmjörið hafði mjög svo eindregið sítrónubragð. Beðið var um kjötið hrá- 16 Vlkan XX. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.