Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 3

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 3
Margt smátt írskir brandarar Það var í hernum. Herlæknirinn var að kanna hvaða varúðarráðstafanir væru gerðar í sambandi við vatnið, sem var ekki allt of hreint. „Við sjóðum það fyrst,” sagði liðsforinginn, „síðan síum við það.” Læknirinn kinkaði kolli ánægður. „Og svona til frekara öryggis,” bætti liðsforinginn við, „þá drekkum við bara bjór.” Írskur skartgripasali hringdi i dauðans angist i lögregluna. „Ég hef verið rændur,” sagði hann. „Það var fill sem rændi mig.” „Hvernig fíll?” spurði lögreglu- varðstjórinn. „Indverskur fíll með stutt eyru eða afrískur með stór eyru?” „Hvernig i ósköpunum ætti ég að vita það?” sagði skartgripasalinn. „Hann var með nælonsokk yfir hausnum.” tri fór til sálfræðings. „Læknir,” sagði hann, „má ég spyrja þig tveggja spuminga?” „Auðvitað,” sagði sálfræðingurinn. „Getur maður orðið ástfanginn af fíl?” „Nei, svo sannarlega ekki,” sagði sálfræðingurinn. „Hin spurningin?” „Þekkirðu einhvern sem þarf á mjög stórum trúlofunarhring að halda?” Tveir írar voru saman með skartgripa- verslun. Dag nokkurn fóru þeir saman í hádegismat. „Guð minn góður,” sagði annar, „við skildum peningaskápinn eftir ólæstan!” -,,0g hvað með það?” sagði hinn. „Erum viðekki báðir hér?" Ung irsk stúlka var I strætó í London og enskur séntilmaður bauð henni sæti. „Nei, takk,” sagði hún, „ég er að flýta mér.” Íri nokkur hafði haldið framhjá konunni sinni í mörg ár. Loks komst konan hans að því og sagði honum frá vitneskju sinni. „Og hvað með það?” sagði hann hlæjandi. „Veistu að ég þarf að hitta litla engilinn minn í kvöld. Og veistu hver ætlar að hjálpa mér að taka til fötin? Þú! Og veistu hver ætlar aðbursta skóna mína? Þú! Og veistu hver ætlar að binda bindishnútinn fyrir mig?” „Já," sagði hún, „kistulagningarmaðurinn!" Englendingur var að hrósa fugla- hræðunum sínum. „Þær eru svo góðar að ekki einn einasti fugl hefur komið nálægt býlinu okkar þetta árið.” „Það er aldeilis,” sagði írinn, „en okkar eru svo góðar að fuglarnir komu aftur með allt kornið sem þeir stálu i fyrra.” Glaumgosi kom inn á veitingahús og barst mikið á. Hann sagði við þjónustustúlk- una: „Láttu mig nú fá steik, salat og nokkur falleg orð.” Stúlkan kom að vörmu spori með það sem pantað var. „En hvað með nokkur falleg -orð?” sagði maðurinn. „Þú ættir að sleppa steikinni,” hvíslaði stúlkan. Hvernig þekkir þú írskan blýant? Hann er með strokleðri báðum megin. Þegar lestin rann af stað sáust tveir Írar hlaupa á harðaspretti eftir brautar- pallinum. Tveir þeirra stukku upp I lestina en sá þriðji varð eftir á pailinum og ætlaði alveg að ærast af hlátri. „Að hverju ertu að hlæja?” spurði annar brautarvarðanna. „Þessum tveim þarna,” sagði maður- inn. „Þeir komu hingað til að fylgja mér I lestina.” Lögreglumaður sá Íra nokkurn sitja hátt uppi I eikartré og spurði hvað hann væri aðgera þarna uppi. „Ég veit það eiginlega ekki,” sagði maðurinn. „Ég held helst að ég hljóti að hafa sest á fræ.” Hvaðgerir þú ef Íri fleygir pinna i þig? Hleyp eins og vitlaus maður því hann er kannski með handsprengju í kjaftinum. Hvað gerir þú ef Iri fleygir handsprengju íþig? Tekur pinnann út og fleygir henni til baka. Viska af öllu tagi „Það er ekki nóg með að ég noti aill það vit sem ég hef til að bera heldur líka allt sem égget fengið að láni." „Það besta sem éggetgert fyrir þig er aö endurbœta mig." ..Það er alltaf til auðveld lausn á öllu... þægileg, einföld.. ogröngi" „Þú þarft ekki að vinna meira — heldur betur!" „ Við ættum ekki að keppa að því að verða betri en aðrir í lífmu heldur betri en við sjálf erum nú." „Ef guð þurfti að fara i felur myndi hann leita fylgsnis í manni, því þar myndi enginn leita að honum." „Ekkert er eins þreytandi og það sem maður á eftir að gera." ' \ þessarí Viku GREINAR OG VIÐTÖL: 4 Nú er þaö 3. hlutinn í Sumargetraun Vikunnar. 8 Að hjálpa öðrum til sjálfshjálpar. Sr. Bernharður Guðmundsson í viðtaíi við Vikuna. 14 Af hverju rífumst við? Álfheiður Steinþórsdóttir útskýrir. 16 Esjuberg er komið í lag. Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús. 18 Hér segir af húsinu Nýlendu sem stóð við samnefnda götu. 24 Frönsk menning á íslandi. 26 Evrópa séð af mótorhjóli. Tvær hressar stúlkur lögðu lönd undir hjói á dögunum. 32 Sólin á sínum stað og litríkt mannlíf: Vikan kynnir Spán. SÖGUR: 36 Stúlkan frá Madagaskar. 4. hluti framhaldssögunnar. 42 Mánudagur þrettándi: Willy Breinholst. 46 Sambúð. Smásagan. ÝMISLEGT: 2 Margt smátt. 22 Uppfinningar. Ýmislegt ómissandi, svo sem þægindastólar fyrir kindur og vindreiðhjól. 44 Kvenleg kyntákn. Ýmislegt smálegt um frægustu kyn- táknin fyrr og síðar. 50 Eldhús Vikunnar og Klúbbs matreiðslumeistara: Svínapottréttur. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson, Þórey Einarsdóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÓRN I SÍÐUMÚLA 23, simi 27022. AUGLÝSINGAR: Birna Kristjónsdóttir, sími 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti 11, simi 27022. Pósthólf 533. Verð í lausasölu 18,00 nýkr. Áskriftarverð 60,00 nýkr. ó mónuði, 180,00 nýkr. fyrír 13 tölublöð órsfjórðungslega eða 360,00 nýkr. fyrir 26 blöð hólfsórslega. Áskríftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar nóvember, febrúar, mai og ógúst Áskríft i Reykjavík og Kópavogi greiðist mónaðaríega. Um mólefni neytenda er fjallað i samróði við Neytendasamtökin. Forsíða Þessa mynd af mótorhjólakempun- um Valgerði og Sigurborgu tók Ragnar Th. Sigurðsson. Frásögn af ferð þeirra um Evrópu á uppáhalds- farartækinu fyrirfinnst svo á siðum 26-31. XX. tbl. Vikan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.