Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 25
Kvikmyndir
Dóttirin (úr myndinni Ma Chérie — Elskunni minni).
Móðirin á sjans (úr sömu mynd).
einnig nokkrir Frakkar búsettir hér á
landi og fólk af öðru þjóðerni. Allt að
100 manns hafa sótt best sóttu
myndina, Que la fete commence eftir
Bertrand Tavernier, og var hún sýnd
bæði í Háskólanum og í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
Philippe Cerf er ættaður úr austur-
hluta Frakklands, nálægt Luxemburg.
„Hentugt fyrir mig, þvi samgöngur eru
svo góðar milli íslands og Luxemburg-
ar,” segir hann sposkur. Hann er 26 ára
gamall, háskólagenginn bæði frá
Frakklandi og Oxford og hefur mikinn
áhuga á menningarmálunum. „Það má
eiginlega segja að ég sé svarti sauðurinn
í fjölskyldunni því ég er sá eini sem gekk
menntaveginn.”
Hann er einmitt maðurinn sem
íslenskir stúdentar, sem hyggja á nám í
Frakklandi, snúa sér til. Frönsk stjórn-
völd hafa verið órlát á styrki til handa
íslenskum stúdentum, 27 íslendingar
munu stunda nám sem franskir styrk
þegar í Frakklandi á komandi hausti.
Þeir eru yfirleitt sæmilega frönsku-
mælandi þegar þeir leggja i námið en þó
eru dæmi þess að stúdent hafi farið lítt
undirbúinn í frönskunám í Frakklandi.
og fengið styrk. Auk þess eru nokkrir
Islendingar á eigin vegum við nám í
Frakklandi.
Einn Frakki er að jafnaði við íslensku-
nám í Háskóla íslands á íslenskum styrk
en nokkrir á eigin vegum.
Þeir sem hyggja á nám og vilja reyna
að komast á styrk til Frakklands þurfa
fyrst að snúa sér til íslenska mennta-
málaráðuneytisins en siðan liggur leiðin
til hans Philippe Cerf, það er að segja
meðan hans nýtur hér á landi, en . . .
„það verður nú ekki svo lengi, þvi
miður,” segir hann.
Hann sér um fleira en að senda kvik-
myndir og stúdenta milli landa. Öll
menningarsamskipti landanna, mynd-
list, tónlist og annað slíkt, er á hans
snærum.
Það er ekki svo langt í franska
menningu sem margur hyggur, þótt
maður búi nyrst í höfum.
22. tbl. Vikan 25