Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 39

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 39
Framhaldssaga STÚLKAN FRÁ MADAGASKAR kvöldið var eyðilagt. Hún gat ekki dansað, skemmt sér og verið eðlileg eftir þetta. Meira þurfti ekki til að það litla hugrekki sem hún hafði dregið saman hyrfi að nýju út í veður og vind. Höllu tókst að draga hana með sér á tvær nemendasamkomur í viðbót en Vanja fórnaði nær öllum tíma sínum til undirbúnings fyrir prófið. Launin komu líka glöggt í ljós nokkru síðar því að hún náði ágætu prófi. Þungu fargi var nú létt af þeim hjónum, Ellen og Áka. Þessu erfiða tímabili Vönju var væntanlega að fullu lokið. Á sólheitum, lognværum sumardegi, rúmum mánuði seinna, kom Þorbjörn blístrandi niður Gömlugötu. Hann var með hendur i vösum og uppbrettar skyrtuermar og horfði hrifinn út til fjarðarins sem glampaði spegilsléttur í logninu. Fjölmarga skemmtibáta með hvítum seglum bar við bláan hafflötinn og nú sást ekki að þeir hreyfðust á þessum lygna, unaðslega degi. Það var sem öll veröldin hefði numið staðar og gæti ekki dregið andann í þessum mikla, óvænta hita. Hugsa sér ef hann hefði átt svona bát! Hugsa sér ef hann hefði getað verið þarna út frá, getað næstum sameinast bláum himni og bláu hafi, langt utan áhrifasvæðis símasandi mæðra, já, næstum því eins og í öðrum heimshluta. Faðir hans hafði eitt sinn minnst á að hann gæti vel hugsað sér að kaupa svona bát en þá hafði móðir hans alveg tapað sér. Þá gerði hún víst ráð fyrir að hún hefði ekki lengur nein tök á honum. Þorbjörn hætti að blístra um stund og andvarpaði. En svo byrjaði hann brátt á ný. Það þurfti, þrátt fyrir allt, meira til að hefta hans léttu lund. Nú átti hann innan skamms að gegna herþjónustu, leysa af hendi þá skyldukvöð norskra pilta. Þá hefði hann þó frið fyrir mali móður sinnar þann tíma. Það voru alls staðar ljósgeislar á leið hans. En hvað átti hann eiginlega að gera þessar vikur sem eftir voru? Hann sá eftir að hafa lofað mömmu sinni því að fara ekki í vinnu. Hún hafði ekki getað hugsað sér að hann gerði það því að þá gæti hann ekki hjálpað henni. Og svo hafði hann þá eins og venjulega látið ^ undan þegar hún fór að gráta og góla, en það var ætíð hennar áhrifaríkasta úr- ræði. Kvenfólk — og tár kvenna ... var nokkuð verra til í heiminum? Þær voru allar eins, eigingjarnar og taugaveikl- aðar. Það var gott að hann var ekki með neinni sérstakri stelpu núna. Hann var i rauninni þreyttur og leiður á þeim öll- um. Nei, hann hefði þurft að eiga bát. Hann starði með eftirvæntingu út á fjörðinn. Allt í einu var hann kominn á móts við garðshlið Vasstadshjónanna. Af gömlum vana leit hann inn í garðinn og sá þá að Vanja hafði komið sér þar fyrir i ruggustól í skugga og var að lesa i bók. Furðulegt að hún skyldi ekki heldur kjósa að sitja í sólskininu. Aðrar stelpur kepptust yfirleitt við að reyna að verða sem brúnastar. Hann leit til baka og hélt í áttina að sínu eigin hliði. Það var engin sérstök ástæða til að nema staðar, spjalla við hana um stund og trufla hana við lesturinn. Ef hann ætti að vera fyllilega hreinskilinn við sjálfan sig hafði hann ekki heldur neitt sérstakt til að ræða um við hana. En nú varð honum allt í einu hugsað til þess hve hún hafði fjarlægst hann mikið. Hann hafði aldrei átt í neinum erfiðleikum með að tala við hinar stelpumar en Vanja var orðin svo ótrúlega fjarlæg, kuldaleg og furðuleg miðað við það sem áður var, alltaf svo þögul og feimnisleg. Af þeim ástæðum gat hann þá ekki heldur komið fram við hana eins og fyrr. Strákarnir höfðu lika tekið upp á að kalla hana ísspöngina eða ungfrú Isspöng. Furðulegt að Vanja skyldi breytast svona mikið! Hún sem hafði verið svo glöð og kát, með glitr- andi augu og alltaf í góðu skapi. Hann minntist með gleði þeirra tíma þegar þau léku sér saman hér í garðinum og fóru í ævintýraferðirnar löngu og skemmti- legu. Og hvað hann hafði þá dáðst mikið að henni, jafnvel öfundað hana. Hann brosti þegar hann hugsaði til þessara hamingjustunda sem nú hópuðust að honum hver af annarri. Vanja sem alltaf hafði verið fallegasta og besta stelpan í bekknum, duglegust af öllum í dansskól- anum og ýmsu öðru, Vanja sem alltaf var broshýr og glöð. Hvað gat það eigin- lega verið sem hafði breytt henni svona? Furðulegt að hann skyldi ekki hafa hugsað um þetta fyrr. Það var eins og hún hefði horfið úr lifi hans eins og mynd í draumi. Hann vissi ekki einu sinni hvenær það hafði gerst. En eftir það hafði hann aðeins litið á hana sem leiðinlega stelpu sem kom honum alls ekkert við. Hann minntist að vísu veisl- unnar hjá Leifi þegar hann hafði veitt henni athygli í dansinum og hún brosti blíðlega til hans eins og hún hafði gert svo oft fyrr. Þá varð hann skyndilega snortinn einhverri annarlegri, ókunnri kennd og fannst um leið sem hann hefði týnt einhverju. En þetta stóð yfir aðeins örskamma stund og var svo horfið á ný. Hann var Staddur við útidyrnar og að því kominn að ganga inn fyrir þegar honum datt skyndilega nokkuð í hug. Vanja! Já, því ekki það? Hvers vegna ekki? Það gat ekki orðið leiðinlegra en að húka einn heima. Hann gæti spurt hana hvort hún vildi ekki verða sam- ferða og fá sér sundsprett. Það væri áreiðanlega ekkert skrítið við það? Hann gekk hægt og hikandi spölkorn til baka, tók hendurnar úr buxnavösun- um og hljóp upp fyrstu bröttu brekkuna. Þegar hann var kominn svo hátt að hann mundi bráðlega sjást gekk hann aftur rólega. Að lokum var hann alveg kominn að girðingunni. Ruggustóll Vönju var aðeins fáa metra fyrir innan en hann hikaði ofurlitla stund áður en hann ávarpaði hana. Hún hafði ekki enn veitt honum athygli. Bókin sem hún var að lesa var vafalaust mjög spennandi. Hann virti hana fyrir sér stundarkorn. Það var harla litið yfirlæti og sjálfsör- yggi sem birtist í þeirri persónu sem þarna var samanhnipruð. Hún leit nán- ast út eins og hrætt og óhamingjusamt barn. Eitthvert furðulegt sambland af meðaumkun og verndarþrá kom fram í huga hans. En það væri heimskulegt að hugsa þannig. Þegar hún stæði á fætur mundi hún áreiðanlega vera sama kalda og fjarlæga persónan og hún hafði alltaf verið þessi síðustu ár. „Vanja!” Hann mælti víst nafn hennar nokkru hærra og hrjúfara en hann hafði ætlað og áhrifin urðu svo sterk að hann gat ekki varist hlátri. Hún hrökk saman af hræðslu, bókin féll niður í grasið og um stund mátti helst ætla að hún hefði séð draug. Þegar svo virtist sem hún hefði náð sér eftir fyrstu hræðsluna var líkt og hún lokaði sig inni í einhverri skel eða skurn og hún var harla lítið aðlaðandi þegar hún svaraði: „Var það eitthvað sérstakt sem þú vildir mér?” Hún sat áfram í stólnum. Þorbirni bjó ekki lengur hlátur í huga. Hann var nánast ergilegur. Hvað hafði hann eiginlega brotið af sér? Hann ætlaði að reyna að láta sér detta í hug einhverja góða afsökun fyrir því hvers vegna hann kallaði á hana en það var sem heilabú hans væri alveg þurrausið öllum góðum hugmyndum. „Mér datt í hug hvort þú vildir ekki koma niður eftir með mér og fá þér sundsprett?” Hann sagði þetta víst Viltu byggja sumarhús eða einbýl- ishús í sumar? Húseiningaverksmiðjan SAMTAK HF á Selfossi fram- leiðir margar gerðir einbýlishúsa úr völdum viðar- tegundum. Húsin em 80-160 fermetrar. Auðflytjanlegthvert á landsem er. Höfum einnig hafið framleiðslu á mjög vönduðum sumarhúsum með bandsagaðri standandi klæðningu, loft og veggir eru klædd grenipanel. Geríö verðsamanburð áður en kaupin erugerð Sýningarhús á staðnum KVÖLD- OG HELGARSÍMI: 99-1779 SÍMI: 99-2333 AUSTURVEGI 38 800 SELFOSSI U. tw. Vlkaa M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.