Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 42
Mánudagur
þrettándi
Ég get alveg sagt ykkur hvers
konar dagur gærdagurinn var.
Ég vissi fyrirfram vel hvernig
dagurinn yrði en til að vera viss
fletti ég upp í stjörnuspár-
bókinni á deginum, mánudegi
þrettánda . . ..! Þar stóð: Þetta
verður dagur þegar allt gengur
á afturfótunum og eitt óhappið
tekur við af öðru.
Þannig stóð það og þannig
varð það. Það byrjaði með þvi
að ég fór í bæinn til að láta
útgefandann minn fá handritið
að skáldsögunni sem ég hafði
unnið að seinustu sjö árin.
Hann vildi það ekki. Hann
sagði að ekki fengjust peningar
í svoleiðis lagað lengur. Þegar
ég kom niður frá honum og út í
bíl, með handritið mitt
forsmáða, hafði ég fengið
stöðumælasekt. Ég stakk
lyklinum argur í skráargatið á
bílhurðinni, og ætlaði að drífa
mig heim, en þá var
hurðin hrokkin í baklás. Ég
varð að skilja bílinn eftir og
taka leigubíl. Skapið var orðið
hrikalegt.
— Jæja, sagði Maríanna,
— hvernig gekk þá? Fékkstu
þessi tíu þúsund sem þú ætlaðir
í fyrirframgreiðslu?
Ég urraði eitthvað óskiljan-
legt og skellti frakkanum í fata-
skápinn. Siðan lokaði ég mig
inni á skrifstofu. Ég vildi vera
einn með harma mína, slæma
skapið. Því miður hafði ég ekki
lokað dyrunum almennilega.
Ég heyrði hvert einasta orð sem
sagt var frammi á gangi. Það
var Maríanna sem talaði fyrst:
— Þetta var það versta sem
komið gat fyrir, sagði hún
áhyggjufull. — Ég þori ekki að
fara inn til hans strax.
— Úha, sagði Dóra, — fyrst
hann er í þannig skapi skal ég
lika láta sem ekkert sé.
— Við vorum öll búin að
samþykkja að fara inn til hans
um leið og hann kæmi heim,
sagði Benni, — og svo eruð þið
bara með undanslátl. Ég fer
beint inn!
Benni birtist i dyrunum.
— Er ég að trufla?
— Já, snáfaðu!
Hann kom nær.
— Það er út af einkunnunum
mínum, sagði hann og skellti
einkunnabókinni niður á
borðið fyrir framan mig. — Þú
þarft bara að skrifa nafnið þitt
hér. Ég veit að þær eru heldur
lágar í þetta sinnið en það
lagast aftur, næst. Ég hef verið
á erfiðum fótboltaæfingum en
þær eru búnar því boltinn er í
gíslingu hjá Friðriki
kaupmanni, eftir að ég braut
stóru rúðuna hjá honum í
glæsilegu vinstrifótarskoti . . .
og fyrst við erum að tala um
kaupmanninn, pabbi, þá er
reikningurinn fyrir nýju
rúðunni hans hérna. Þetta er
eitthvað sérstaklega þykkt gler
og þess vegna er það svona dýrt
og .. .
Ég skrifaði undir einkunn-
irnar. Ég skrifaði ávísun á
Friðrik kaupmann. Ég lét
Benna skiljast með handa-
hreyfingu að hann ætti að
hypja sig. Drífa sig. ÚT!
Stjörnuspá
llnilurinn 2l.m;irs 20.afjríl
Það gerist fremur fátt
merkilegt þessa viku og
það veldur þér von-
brigðum. Líttu betur í
kringum þig, þú
verður að leita ævintýr-
in uppi. Það er ómögu-
legt að ætlast til að þau
komi ávallt hoppandi
upp í fangið á þér.
Nú er kominn tími til
að binda enda á eilíft
flandur úr einu í annað.
Ljúktu hverju verkefni
fyrir sig án þess að
byrja jafnframt á tíu
öðrum. Óvæntur
atburður getur sett strik
í reikninginn varðandi
einhverjar áætlanir.
\;iulið 21.-ripríI 2l.m;ií
Mál nokkurt sem hefur
lengi valdið þér áhyggj-
um og ama leysist á
óvæntan og ágætan
hátt. Þú átt býsna auð-
velt með að umgangast
annað fólk um þessar
mundir. Notaðu tæki-
færið og vingastu við
gamla kunninga.
Sporódrckinn 24.okl. 2.4.no\.
Fjármálin vefjast mikið
fyrir þér þessa dagana.
Rétt er að gera
nákvæma úttekt á stöðu
mála áður en þú steypir
þér út í miklar fram-
kvæmdir sem hafa
fjárhagslegar skuld-
bindingar i för með sér.
T\íhur;irnir 22.mai 21. júní
Tíminn líður hjá í
amstri og áhyggjum út
af einskis verðum hlut-
um. Óróleiki þinn og
nöldursemi angrar
fólkið sem þú umgengst
mest. Það hafa ekki allir
jafnmikinn áhuga á þér
og þínum málum.
Knijniaöurinn 24.nó\. 2l.dcs
Ætlaðu einkalífinu
góðan tíma. Sumum þér
nákomnum finnst þeir
hafa verið vanræktir
undanfarið og nú er rétt
að bæía úr því. Helgin
er heppileg til þess að
brydda upp á spennandi
nýjungum I sambandi við
skemmtun eða ferðalag.
kr.'hhinn 22. júni 2.4. júli
Það kemur þér á óvart
hve margir eru boðnir
og búnir til þess að rétta
þér hjálparhönd. Vertu
ófeiminn við að þiggja
hjálpina því hún er
boðin fram af velvilja til
þín.
Slcingcilin 22.dcs. 20. jan.
Hættu að amast yfir
göllum þinum og leggðu
i stað þess rækt við
kostina sem eru margir
og góðir þrátt fyrir allt.
Beittu persónutöfrunum
við lausn á erfiðu
vandamáli en láttu það
ekki á þig fá þó ekki
gangi allt að óskum.
I.jonió 24.júlí 24. áiíú'l
Þér hættir til þess að
halda skoðunum þínum
á lofti. Ekki eru allir
jafnsælir með það og
hætta er á að þú glatir
góðum kunningja vegna
þessarar sjálfumgleði.
\alnshcrinn 2l.jan. I'í.fchr.
Einhverjar blikur eru á
lofti varðandif einka-
málin. Sambandið við
þína nánustu gengur
eitthvað brösótt og þér
finnst þér kennt um.
Athugaðu gaumgæfilega
hvort ekki getur verið
einhverja sök hjá þér að
finna.
Ný og spennandi
viðfangsefni fanga hug-
ann. Gerðu það sem þig
langar til þessa vikuna
og láttu það ekki á þig
fá þó ýmislegt smálegt
sitji á hakanum. Ekki er
víst að þér gefist annað
eins tækifæri í bráð.
Kiskarnir 20.fchr. 20.mars
Það virðist sem margt
sé að gerast i kringum
þig og að þú fáir ekki
ráðið við eitt eða neitt.
Þér finnst þú óskaplega.
vanmáttugur. Hertu
upp hugann og gerðu það
sem í þínu valdi stendur
og gerðu þér ekki
of mikla rellu út af öðrum.
42 Vikan 22. tbl.