Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 28

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 28
Litmyndirnar i opnunni tóku ferðalangarnir sjálfir. Að hafa augun opin er það eina sem gildir. Eg hef alltaf haft áhuga á mótor- hjólum og reyndar átt hjól sjálf frá 18 ára aldri. Ferðina gekk ég með i maganum ansi lengi og í upphafi astlaði ég með vini mínum árið áður. En hann komst ekki þá og ég fór að tala um ferðina við Boggu, en hún er systir vinkonu minnar. Það varð úr að við fórum þetta saman og sjáum alls ekki eftir því. Ferðalagið var í sjálfu sér ekkert erfitt en það hefði verið betra að við gætum báðar stjórnað hjólinu. Svona stíf ferð getur orðið þreytandi fyrir þann sem ekur ef farin er löng leið í einu. En það varð að hafa það, ég ók alla leiðina og Bogga sat bara og hélt sér fgst. Aðalatriðið er maðurinn sjálfur Það skiptir engu meginmáli þegar þú ferðast hvort þú ert kvenmaður eða karl- maður og því getur kvenfólk fullvel bjargað sér á slíku ferðalagi. Aðalatriðið er maðurinn sjálfur og að fólk viti hvað það er að gera, ani ekki hugsunarlaust áfram. Fyrir ferðalag sem þetta er nauðsyn- legt að verða sér úti um alþjóðlegt öku- skírteini og þar þarf að koma fram að viðkomandi hafi próf á mótorhjól. AIK & sínum stað I upphafi ferðar — ð bllsi Helstu hlutir í far- angurinn Göngutjald, vindsæng, svefn- poki, góð ferðahandbók (td. Europe Touring), breska blaðið Sports Calendar, uppsláttarritið Camping and Caravanning in Europe, tryggingaplögg, puncture pilot (efni til þess að sprauta í spmngið dekk til að komast hjá skiptingu á staðnum). Mikilvægt er að hafa hjálm á höfðinu þegar ferðast er um á mótorhjóli og þá hvort sem um stutta eða langa leið er að ræða. Það þarf fyrst að setja upp hjálm- inn og síðan leggja af stað í öllum tilvikum. Á ferðum erlendis er best að hafa peninga í ferðatékkum og bera þá alltaf á sér. Á mörgum tjaldstæðum eru verðir eða einhverjir staðir þar sem hægt er að láta geyma fyrir sig verðmæti og sjálfsagt að notfæra sér slíka þjónustu. Skartgripi er best að skilja eftir heima, en klukka verður þó að vera með í ferðinni. Gisting á farfuglaheimilum og tjaldstæðum er háð tíma, því þar þarf bæði að mæta innan ákveðinna tíma- marka og einnig að losa plássið. Því er víst betra að vita hvað tímanum líður. Gott getur verið að hafa í fórum sínum vasaorðabækur i málum þeirra landa, sem ferðast er um, ef maður er ekki sjálfur sleipur í málinu. Enskan og þýskan fleytti okkur þó nokkuð í þessu ferðalagi og danskan hjálpaði í Danmörku. En það segir sig sjálft að farangur allan þarf að skera mjög við nögl og við tókum svo sannarlega ekki blómakörfurnar með okkur. 28 Vlkan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.