Vikan


Vikan - 28.05.1981, Síða 28

Vikan - 28.05.1981, Síða 28
Litmyndirnar i opnunni tóku ferðalangarnir sjálfir. Að hafa augun opin er það eina sem gildir. Eg hef alltaf haft áhuga á mótor- hjólum og reyndar átt hjól sjálf frá 18 ára aldri. Ferðina gekk ég með i maganum ansi lengi og í upphafi astlaði ég með vini mínum árið áður. En hann komst ekki þá og ég fór að tala um ferðina við Boggu, en hún er systir vinkonu minnar. Það varð úr að við fórum þetta saman og sjáum alls ekki eftir því. Ferðalagið var í sjálfu sér ekkert erfitt en það hefði verið betra að við gætum báðar stjórnað hjólinu. Svona stíf ferð getur orðið þreytandi fyrir þann sem ekur ef farin er löng leið í einu. En það varð að hafa það, ég ók alla leiðina og Bogga sat bara og hélt sér fgst. Aðalatriðið er maðurinn sjálfur Það skiptir engu meginmáli þegar þú ferðast hvort þú ert kvenmaður eða karl- maður og því getur kvenfólk fullvel bjargað sér á slíku ferðalagi. Aðalatriðið er maðurinn sjálfur og að fólk viti hvað það er að gera, ani ekki hugsunarlaust áfram. Fyrir ferðalag sem þetta er nauðsyn- legt að verða sér úti um alþjóðlegt öku- skírteini og þar þarf að koma fram að viðkomandi hafi próf á mótorhjól. AIK & sínum stað I upphafi ferðar — ð bllsi Helstu hlutir í far- angurinn Göngutjald, vindsæng, svefn- poki, góð ferðahandbók (td. Europe Touring), breska blaðið Sports Calendar, uppsláttarritið Camping and Caravanning in Europe, tryggingaplögg, puncture pilot (efni til þess að sprauta í spmngið dekk til að komast hjá skiptingu á staðnum). Mikilvægt er að hafa hjálm á höfðinu þegar ferðast er um á mótorhjóli og þá hvort sem um stutta eða langa leið er að ræða. Það þarf fyrst að setja upp hjálm- inn og síðan leggja af stað í öllum tilvikum. Á ferðum erlendis er best að hafa peninga í ferðatékkum og bera þá alltaf á sér. Á mörgum tjaldstæðum eru verðir eða einhverjir staðir þar sem hægt er að láta geyma fyrir sig verðmæti og sjálfsagt að notfæra sér slíka þjónustu. Skartgripi er best að skilja eftir heima, en klukka verður þó að vera með í ferðinni. Gisting á farfuglaheimilum og tjaldstæðum er háð tíma, því þar þarf bæði að mæta innan ákveðinna tíma- marka og einnig að losa plássið. Því er víst betra að vita hvað tímanum líður. Gott getur verið að hafa í fórum sínum vasaorðabækur i málum þeirra landa, sem ferðast er um, ef maður er ekki sjálfur sleipur í málinu. Enskan og þýskan fleytti okkur þó nokkuð í þessu ferðalagi og danskan hjálpaði í Danmörku. En það segir sig sjálft að farangur allan þarf að skera mjög við nögl og við tókum svo sannarlega ekki blómakörfurnar með okkur. 28 Vlkan 22. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.