Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 46

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 46
Höfundur: Mervyn Jones Um þetta hafði hana alltaf dreymt — milli- veginn milli ástarævintýra og hjúskapar — hvers vegna var hún ekki ánægð? Ibúðin var allt öðruvísi en íbúðin sem Eileen hafði búið i síðustu þrjú árin. Hún var í fjölbýlishúsi og sennilega byggð þegar einstaklingsíbúðir voru nýjung. Það var lyfta jmrna og það ískraði í henni þegar hún nam staðar á fimmtu hæð. Eileen var vön að búa í húsi — heima í smábæ i Devon, seinna sem nemandi í Bristol og síðar í London — hún hafði að vísu lagt lítið af mörkum en þarna hafði hún átt heima. Henni fannst hún alls ekki eiga heima í þessari stóru blokk. Fjölbýlishúsið tilheyrði ekki henni né hún því. Hún þekkti ekki frekar fólkið í lyft- unni en fólkið sem hún hitti i lestinni. Stundum rakst hún á húsvörðinn og vissi um leið að hún hafði komið þangað undirbúningslaust og átti alls ekki heima þar. Það eina sem hún vissi var að hún bjó þarna meðColin. Henni fannst íbúðin óskemmtilega staðsett í húsinu, forstofan var dimm og bauð engan velkominn. Á hægri hönd var stór setustofa, sem aldrei varð viðkunnanleg, annað svefnherbergi, sem Colin notaði sem vinnustofu, svefn- herbergið þeirra, eldhúsið og geymsla. Þetta minnti helst á perlur á bandi. Eileen fannst þetta óheimilislegt eins og gangarnir væru á hóteli eða skrif- stofubyggingu, jafnvel í fangelsi. Ibúðin sneri út að lokuðum görðum og út um gluggana sá maður aðeins inn í aðrar íbúðir. Colin var einstaklega kærulaus. Hann kærði sig kollóttan og sagði bara: „Það er gott að vera hér. Ég hef allt sem ég þarfnast.” Hún sagði við sjálfa sig að þetta skipti engu máli. Henni liði vel hér. Stundum braut hún heilann um hvort henni liði raunverulega vel þarna. Það var þá henni sjálfri aðkenna. Hún fór til London ákveðin í að búa hjá karlmanni. Hún fékk sér tveggja herbergja íbúð en bauð engri vinstúlku sinni að búa hjá sér. Hún bjóst við því að fyrr eða síðar fengi hún karlmanns- heimsóknir og kannski kæmist hún í sambúð. Eileen fannst þetta ágætis brú milli hjónabands — sem eyðileggur allt sjálf- stæði — og ástarfunda — sem eru óöruggir og ófullnægjandi. Nokkrir ástarfundir sannfærðu hana. Færi annað þeirra á námskeið eða fund gátu þau ekki sofið saman. Eileen fannst þetta heimskulegt. Það þeirra sem færi heim til hins hlyti að vanta föt til skiptanna eða rakblað og sápu. Það hafði samt enginn boðið Eileen upp á sambúð í þrjú ár, því að hún var ein af þessum sætu stelpum sem enginn hrífst yfirmáta af, svo að hún spurði sjálfa sig hvað eftir annað: „Er hann hrifinn af mér?” Stundum þótti henni að lífið hefði verið mun auðveldara ef hún hefði verið forljót. Sumir sem hún hreifst af litu ekki við henni en samt var hún nægilega sæt og vel gefin til að líta ekki við þeim mönnum sem hún laðaðist ekki að eða þeim sem hugsuðu allt öðruvísi en hún. Hún taldi í Bristol að þetta leystist allt í London, en svo var ekki. Hún varð hrifin af Colin um leið og hún sá hann. Hann var svo ákveðinn. Hann bauð henni í leikhúsið og kom við mjöðmina á henni um leið og þau settust og sagði: „Eigum við ekki að koma heim til mín á eftir?” Henni fannst hann mjög aðlaðandi og hún var þakklát fyrir það að hann sleppti henni við öll óþægindi. Þau fóru alltaf heim til hans — kannski vegna þess að honum fannst hann eiga að bjóða upp á glas (hann átti alltaf nóg úrval drykkja), kannski vegna þess að hann grunaði að rúmið hennar og íbúðin væru lítil, kannski vegna þess að þá hafði hann ráðin. Hún fór á fætur fimmtu nóttina þeirra þar og sagðist þurfa að sækja bækur, áður en hún færi í vinnuna, en honum varð ekki orðavant því að hann sagði að vörmu spori: „Það er best að þú komir og búir hér.” Það lá við að þakklætið og hrifningin bæru hana ofur- liði. Henni fannst einhvern veginn að hús- vörðurinn væri ekki hrifinn af svona framkomu en það skipti litlu máli. Hún hafði sagt foreldrum sínum allt af létta í einni af heimsóknum þeirra til London; þau höfðu hitt Colin og litist vel á hann. Hún hafði líka verið sannfærð um það fyrirfram því að hann var heiðursmaður og alltaf kurteis. Sennilega létu þau sér þetta lynda eins og eitthvað slæmt sem ekki varð hjá komist en Eileen tók eftir því að móðir hennar minntist alltaf bestu vinkonu hennar, Rosemary, sem hafði gifst tvítug. Colin var heimsmaður — sumpart vegna þess að hann var innfæddur Lundúnabúi, sumpart vegna starfsins. Hann vann á fasteignaskrifstofu i West End. Eileen var viss um að hann stæði sig vel, þó að hann gortaði aldrei. t vinnuherberginu heima var hann með skjalaskápa og síma og yfirleitt var hann einhvern hluta kvöldsins þar inni að vinna. Eileen vissi aldrei með vissu hvort hann fékk aukaborgun fyrir eftir- vinnuna eða hvort hann vann sjálfstætt heima. Hann vann að minnsta kosti fyrir meira en venjulegum launum því að stundum þegar hún kvartaði yfir eyðslusemi hans sagði hann róandi: „Mér gekk svo vel þennan mánuðinn.” Colin vildi, jafnvel þurfti að lifa góðu lífi. Hann gekk í klæðskerasaumuðum fötum, drakk vín með matnum, sat á besta stað i leikhúsum, tók alltaf leigu- bil. íbúðin var líka dýr. Enginn fyrri vina hennar í London — tveir kennarar, félagsfræðingur, óbóleikari og blaða- maður — hafði verfð jafnefnaður, og henni varð stundum um og ó. Elskaði hún Colin? Elskaði Colin hana? Oft komu þessar tvær spurningar upp í huga hennar þó að hún reyndi að hugga sig við að þau hefðu það gott saman. Hún var nær sannfærð um að hún hefði aldrei verið ástfangin áður. Þess vegna var það einhvern veginn nauðsynlegt að hún væri ástfangin af Colin. Það sló út um hana köldum svita við tilhugsunina um að missa hann, og væri það ekki ást, hvað var það þá? Hún komst loks að þeirri niðurstöðu að Colin elskaði hana líka. Maður eins og Colin hafði stúlku á hverjum fingri svo að hann þurfti ekki að halda áfram að búa með henni eða réttara sagt leyfa henni að búa hjá sér. Hann vildi gjarnan eyða hverju kvöldi með henni svo að hún hálfskammaðist sín ef hún fór á fyrirlestur. Hann var aldrei meira en kurteis og elskulegur við hinar stúlkurnar ef þau fóru saman í boð. Hann virtist njóta þess að vera með henni. Hann gat auðveld- lega náð sér í fallegri stúlkur, skemmti- legri stúlkur, girnilegri stúlkur, en hann virtist ánægður með hana, ást var eina skýringin. Eftir nokkra mánuði varð Eileen vör við andstæður í skapgerð hans. Hann var alltaf viss um hvað hann vildi en hann þráði það ekki sérlega heitt. Það hafði lítil áhrif á hann ef ekki fengust miðar á eitthvert leikrit sem hann langaði til að sjá. Þá varð henni hugsað til orða hans, sem höfðu vakið gleði í huga hennar forðum, eins og: „Viltu koma með mér í leikhúsið?” „Eigum við að fara heim til mín á eftir?” og „Ég held að þú ættir að flytja hingað.” Henni virtist nú sem þessi orð hefðu verið töluð í stundar- hrifningu. Henni fannst einnig að honum hefði verið næstum sama ef hún hefði bara svarað neitandi. Hún fór að leggja eyrun við tali Colins. Allt benti til þess að hann væri umburðarlyndur og hálfánægjulega leiður á öllu. Ný mynd af honum skapaðist í huga hennar — mynd af kurteisum og góð- lyndum manni sem tók hlutunum eins og þeir voru; það sást á kæruleysi hans yfir íbúðinni og vinnunni. Þess vegna var honum sama þó að hún væri ekkert glæsikvendi. Hann hafði tekið hana upp á sína arma og hann stóð við sinn hluta samningsins. 46 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.