Vikan


Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 32

Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 32
Texti: Anna Sólin á sínum stað og litríkt mannlíf Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fara að kynna Spán fyrir íslendingum. Svo stór hluti þjóðarinnar hefur komið til Spánar, flatmagað á ströndinni, setið grísa- veislur og skoðað eitt og annað merkilegt. Vetrarhrjáðum íslendingum er sannar- lega ekkert of gott að sækja sólarlönd í sumarfríinu sinu, ná sér í svolítið D-víta- mín fyrir veturinn og slaka á. Sólarferðir þurfa í sjálfu sér alls ekki að vera annað en hvíld, hressing og skemmtun. En það eru alltaf einhverjir sem ekki geta verið kyrrir, einhverjir sem þurfa að litast um fyrst þeir eru á annað borð komnir yfir hartnær þrjátíu breiddargráður. Þessu fólki ætlum við fyrst og fremst að liðsinna í þessari Viku, kannski er verðlaunahafi í Sumargetraun Vikunnar einmitt að lesa þessa grein núna og hann kynni að hafa gagn af ýmsum ábendingum ef hann kýs sólarferð til annars hvors þeirra tveggja staða sem Útsýn býður verðlaunahafa á Spáni. Hvernig er best að komast þangað? Því er fljótsvarað. Við erum ekki í nokkrum vafa um að langbest, fljótleg- ast og ódýrast er að notfæra sér sólar- landaferðir og fargjöld til Spánar. Úrval ferða er gott og ferðatíminn nær allt sumarið og á vetrum er svo hægt að komast bæði til Kanaríeyja (sem eru hluti Spánar þó þeirra verði ekki sérstak- lega getið í þessari kynningu) og einnig hefur fólki af eldri kynslóðinni staðið til boða að komast í sólina utan aðalferða- mannatimans. Þá þykir loftslag oft milt og gott þótt skærasta sólin sé i fríi. Það sem fyrst og fremst mælir með því að menn nýti sólarferðir, þótt þeir hafi annað i hyggju en að flatmaga á ströndinni, er verðið. Þó fólk nýti ekki hótelherbergið allan timann, heldur leggi land undir fót, er langlíklegast að það borgi sig fjárhagslega að halda sig við sólarfargjöld. Það eru helst ungir ferðalangar á flandri um Evrópu sem gætu haft gaman af að vita hvað kostar með lest, til dæmis frá Kaupmannahöfn til Valencia, sem er á móts við Mallorka, á austur- strönd Spánar. Með Eurotrainfargjöld- um (þeirra sem eru yngri en 26 ára) er hægt að komast með lest fram og til baka frá Kaupmannahöfn (48 tíma ferð hvora leið) fyrir 1345 krónur eða því sem næst. Norðar við ströndina er Barcelona og samsvarandi verð (33 tíma ferð) væri 1218 krónur. Þeir sem leggja leið sina inn i mitt land, til höfuðborgar- innar Madrid, kæmust frá Kaupmanna- höfn og til baka, 45 tíma ferð, fyrir 1427 krónur. Og 14 daga Tjæreborgarferð með rútu til Costa Brava væri á tæpar tvö þúsund krónurfrá Kaupmannahöfn. Auðvitað er hægt að fljúga til allra stærstu borga á Spáni um einhverja stór- borgina og þeir sem það vilja leita bara 32 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.