Vikan


Vikan - 28.05.1981, Page 37

Vikan - 28.05.1981, Page 37
4. hluti Framhaldssaga fara til Madagaskar. Hún ætlaði að fara þangað og tala við þennan Dassak — sýna sig og heyra hvað hann segði. Vel var hugsanlegt að hann vissi meira en hann vildi segja foreldrum hennar. Ef vil vill hafði hann verið hræddur um að særa þau. Lengra vildi hún ekki hugsa. En nú komst ekki annað fremur að í huga hennar um stund en þessi fyrirætlun: að fara til Nossí Be og fá að vita sannleik- ann. Hvað gerast mundi síðar gat hún ekki hugsað um nú. Fyrst varð hún að Ijúka stúdentsprófinu í vor, því næst ætlaði hún að vinna fyrir fargjaldinu suður eftir hvað sem foreldrar hennar segðu. Þeir hlutu að geta skilið að það mikilvægasta af öllu fyrir hana var að fá að vita sannleikann um hana sjálfa. NÆSTU MÁNUÐI var Vanja önnum kafin. Hún gerði sér fyllilega ljóst að hún þurfti að lesa margt sem hún hafði vanrækt á glaumgosaskeiði sínu, eins og hún kallaði það sjálf, þegar hún var mikið á ferðinni með hinum og þessum til þess að reyna að gleyma ástarsorgum sínum. Hún gerði sér fljótt grein fyrir að lesturinn var besta meðalið sem hún gat fengið og leit tæpast upp tímum saman. Hann varð einnig til þess að hún fór að sjá viðburðinn á Hótel Holti frá öðru sjónarhorni. Sársaukinn fór smám saman að réna og að lokum kenndi hún aðeins í brjósti um Leif og móður hans sem var svona taugaveikluð. Ekki varð þessi hugarfarsbreyting vegna þess að vandamál hennar minnkaði heldur varð henni smám saman ljóst að hún hafði tekið þessari reynslu með röngum hætti. Það hafði verið heimskulegt af henni að taka þetta svona nærri sér þar sem hún hafði ekki einu sinni verið skotin í Leifi. Einhvern tima í framtíðinni hlyti henni að takast að hitta pilt sem væri nógu sjálfstæður og frjáls til að þora að standa fast við sínar eigin skoðanir en ekki móður

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.