Vikan


Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 2

Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 2
Steinar hf. hefja útgáfu erlendra platna á íslandi Góðar fréttir fyrir ferðamenn á íslandi Samband veitinga og gistihúsaeigenda (SVG) kynnti á dögunum athyglisvcrða nýjung i sambandi við matseðil veitinga húsa vitt og breitt um landið. 26 veitingahús innan vébanda sambandsins bjóða gcstum samhliða öðru upp á sérstakan sumarmatseðil. Maturinn á seðlinum tekur mið af venjulegum „heimilismat", það cr lállaus en góður hversdagsmatur. Staðirnir 26 ntunu i hvert mál hafa á boðstólum minnst eina tvíréttaða máltíð. Klúbbur matreiðslu meistara hefur aðstoðað við gerð lisla með yfir 20 mismunandi réttum sem matseðill dagsins verður valinn af hverju sinni þannig að fjölbreytnin ælli að geta orðið næg. Margir sem lagt hafa leið sina um Island hafa kvartað undan því að lítið væri annað að fá til viðurværis en kokkteilsósu, franskar kartöflur og bras meti. En nú ættu ferðamenn i sveit, bæ og borg að eiga þess kost að fá kjarn góðan mat á viðráðanlegu veröi. Hámarksverð á tvíréttaðri fiskmáltíð cr 52 kr. (auk þjónustugjalds þar sem |rað á við) og tvíréttaðri kjötmáltíð 61 kr. (auk þjónustugjalds). Börn, 12 ára og yngri. greiða hálft gjald cn börn, 5 ára og yngri, fá frían mat. Dærni um matseðil er: Sveppasúpa og soðnar smálúðurúllur með rækjusósu og grænnteti. Sumarmat seðill SVG verður i boði frá 1. júni — 30. scptember, frá kl. 12-14 og 19-21 hið minnsta daglega. Þeir 26 staðir sent upp á þessa þjónustu bjóða i Reykjavik eru: Árberg, Brauðbær. Hótel Borg, Hótel Esja, Hótel Hekla, Hótel Loftleiðir. Hótel Saga, Hressingarskálinn, Kráin og Matstofa Austurbæjar. Á landsbyggö inni eru það: Hótel Borgarnes, Hótel Húsavik, Hótel Höfn Hornafirði, Hótel Höfn Siglufirði, Hótel KEA Akureyri. Hótel Mælifell Sauðárkróki. Hótel Reykjahlíð við Mývatn, Hótel Rcynihlið við Mývatn, Hótel Stykkishólmur. Hótel Varðborg Akureyri, Hótel Varmahiíð Skagafirði, Hverinn Hvera gerði, Hvoll Hvolsvelli, Staðarskáli Hrútafirði, Sumarhótelið Ólafsfirði og Valaskjálf Egilsstöðum. Steinar hf. gerðu i vor einkasamning við hljómplötuútgáfuna Chrysalis. Samningurinn felur meðal annars i sér öll réttindi til framleiðslu Chrysalis- hljómplatna á íslandi. Steinar hafa þegar gefið út fyrstu plöturnar með Chrysalis-merkinu en það er Autoamerican með Blondie, Crimes of Passion með Pat Benatar, Vienna mcð Ultravox og Journeys to Glory meö Spandau Ballet. Plöturnar eru pessaðar I Alfa og umslögin prentuð í Prisma í Hafnarfirði. Bein verðlækkun við að framleiða hljómplötur hérlendis er um 27%. Þannig kostar hver þessara platna 138 kr. en algengt verð á innfluttum plötum er um 190 kr. Samsvarandi kassettur cru einnig framleiddar hér á landi og kosta einnig 138 kr. Eftirfarandi brandarar koma frá Guðna Ólafssyni, Þverá I, Akrahreppi, Skagafirði: Faðirinn: Klukkan er orðin tvö. 1 Haldið þér að þér getið verið hér i alla í nótt? Biðill: Ég verða að hringja heini fyrst. Faðirinn: Setjunt svo að ég dæi allt i einu. hvað yrði þá um þig, drengur minn? Sonurinn: Ég yrði auðvitað kyrr heima — en spurningin er hvað yrði um þig- Vitið þið af hverju dýragörðunum er lokað klukkan fimrn? Þá fara fílarnir að æfa fallhlifarstökk. En vitið þið af hverju krókódílarnir eru með svona langt og breitt nef? Þeir fóru i dýragarðinn eftir fimm. Vitið þið af hverju þarf fimm þúsund og þrjá Hafnfirðinga til þess að setja pcru i félagsheimilið? Þrjá til að halda perunni og hina til þess aðsnúa húsinu. Kona var að rífast við mann um það hvort karlmenn eða konur gætu betur þagaðyfir leyndarmáli. „Engin kona getur þagað yfir leyndar- máli," segir maðurinn. „Það er þó skritið,” segir konan. „Ég hef engum sagt aldur minn frá þvi ég var tuttugu og fjögurra ára. „Þér megið vera viss um að þér segið einhverjum hann einn góðan veðurdag." „O. það held ég ekki. Ég er búin að þegja yfir þvi i tuttugu ár svo ég hugsa að ég geti gert það það sem eftir er ævinnar. Brandarar Það var cinu sinni strákur sem hét Denni. Hann átti að fara til tanniæknis. I>egar hann var kominn þangað sagði tannlæknirinn honum að opna munninn. En þá sagði Denni: Láttu mig fyrst fá sleikjubrjóstsykurinn. Það voru einu sinni systkini sem hétu Óli og Anna. Dag einn var Óli að hugsa um að fá sér nýtt rúm. „En af hverju?" spurði Anna. „Það kemst ekki meira dót undir þetta." svaraði Óli. 2 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.