Vikan - 09.07.1981, Síða 37
Ítalía
vegar eru þær að einhverju leyti for-
senda þeirrar ótrúlega miklu byggðar
sem er á þessum slóðum, því varla geta
margir lifað á gæðum landsins óunnum.
Vínrækt nær þó furðu langt upp í hlíðar
og gróskan teygir sig langt upp i hlíðar
fjallanna.
Nei, þeir geyma ekki lik undir
altarinu i kirkjunni í Cortinu. Þetta er
líkneski i gierskáp.
Bölvuð hlýindin
Leiðin frá Lignano til Cortina er full
af ævintýrum, jafnvel þótt maður sé á
ferð á þeim tíma árs sem síst þykir til
Alpaferða fallinn, i vorrigningunum. Þá
liggur borgin í hálfgerðu dái, kláfarnir
eru ekki farnir að fara með ferðamenn
upp eftir öllum hliðum og vetraríþrótta-
fólkiðerfarið.
Siðastliðinn vetur kom það reyndar
varla svo nokkru næmi því upp kom
sérkennilegt vandamál og litt sann-
færandi sem slíkt fyrir Íslendinga:
hlýindi! Hlýjan var þeim síður en svo
kærkomin sem Cortinu byggja því henni
fylgdi snjóleysi svo þriggja mánaða
vetrarvertíð skíðafólks varð að mánuði.
Ekki er víst að allir setji ítaliu og ítali í
samband við vetrariþróttir, snjó og
skautaiðkun. Sannleikurinn er þó sá að
vetrariþróttir eru mjög vinsælt sport á
ítaliu og margir sækja í fjöllin i snjóinn,
sem manni gleymist oft að kemur lika á
ítaliu.
Straumur í báðar áttir
Á sumrin liggur straumurinn síðan í
báðar áttir. Fjallabúarnir leggja leið sina
niður til strandarinnar og sleikja sólina
og flatmaga í gullnum sandinum, rétt
eins og vetrarhrjáðir íslendingar.
Það vill einmitt svo til að Alpabúar,
bæði italskir og norðar að komnir, eru
fjölmennir á þeim sólarströndum sem
tslendingar sækja i Lignano.
Alpar á stríðstímum
í fyrri heimsstyrjöldinni voru
mannskæðir bardagar háðir í itölsku
Ölpunum og eftir hana fengu Ítalir
svæði sem áður höfðu tilheyrt stórveldi
Austurríkismanna. Enn er víða töluð
þýska í þessum hluta Ítalíu svo það getur
allt eins verið að þýskumælandi ferða-
menn i Lignano séu ítalskir borgarar,
eins og austurrískir eða þýskir. Það ber
nefnilega mikið á þýsku i þessum
austasta hluta Ítalíu allt til strandar. í
siðari heimsstyrjöldinni voru ibúar
þessara svæða lánsamari, þvi þá sluppu
þeir að mestu við ófriðinn, eins og við
Islendingar.
Eitt margra fallegra húsa i borginni
Cortina d'Ampezzo — leigubílar og
hótelherbergi.
Altari — «Ht af mörgum fallegum — í
dómkirfcjunni I Cortina.
28. tbl. Vikan 37