Vikan - 09.07.1981, Qupperneq 17
Framhaldssaga
það hlaut að vera eitthvað annað sem
hafði komið honum til að skipta um
skoðun.
Og nú var hún komin hingað . . .
Utan við gluggann hennar blikaði á litil
ljós frá þorpi nokkru á Madagaskar.
Hún var að því komin að ná takmarki
sínu. En hvað mundi það þýða — enda
lok eða upphaf? Endalok á draumi lífs
hennar eða svar við mikilvægustu spurn-
ingunni sem bjó í brjósti hennar? Algjör
uppgjöf eða opin, frjáls leið til lífsins?
„. . .Það er aðeins þetta eina sem ég
bið um,” sagði hún í hálfum hljóðum.
„Leyfðu mér að komast að því hver ég
er! Þorbjörn hef ég misst frá mér... og
örlögin geta ekki verið svo grimm að
ætla að ræna mig öllu?"
Eftir tæpa viku mundi hún verða
komin til Nossí Be. Þegar hún hugsaði
til þess varð hugur hennar gripinn
hljóðri von og mikilli eftirvæntingu.
Morguninn eftir vaknaði Vanja við
það að ferskur blær barst til hennar inn
um gluggann og strauk vanga hennar.
Það var kominn stinningskaldi sem
Katarína þurfti að stritast gegn. Annars
var himinninn heiður og blár og nijög
heitt i veðri.
Steinar var þegar kominn á fætur og
sat í borðsalnum þegar Vanja kom þang-
að til að framreiða morgunmatinn.
Hann brosti og var léttur á brún og brá.
Vanja brosti á móti og lét gamanyrði
fjúka.
Það var létt yfir öllum þennan
morgun eins og jafnan þegar lagt hefur
verið úr höfn og nýr dagur á hafi fram
undan. Steinar varð strax I sínu besta
skapi þegar hann hafði náð sér að nýju
og reyndi að vera sem mest i návist
hennar allan daginn. Milli miðdegis-
verðar og siðdegiskaffis var lítið að gera.
Vanja var þá með Steinari í sólbaði uppi
á efsta þilfari.
Steinar var órólegur og gerði sér grein
fyrir að hann talaði mikið — var raunar
alltaf símalandi. Það var svo erfitt að
vera einn svona nærri henni og vera
jafnástfanginn og hann. Hún var svo
frábær, svo fágætlega fögur og vel vaxin
að hann átti erfitt með að anda. Þess
vegna varð hann að tala og tala, vera
símalandi til þess að reyna að halda
þessum hugsunum I fjarlægð og reyna
að verða rólegur að nýju. Þetta var ekki
í fyrsta sinn sem hann þurfti að ganga
undir próf í sjálfsstjórn, og nú varð hann
aðstandast það.
Vanja var vingjarnleg og frjálsleg og
gerði sér ekki grein fyrir hugsunum hans
og tilfinningum. Einlæg og saklaus
framkoma hennar olli þvi að hann
skammaðist sín fyrir girnd sína. Og þó
að það væri hans innsta ósk og þrá að
vera aleinn með henni létti honum veru
lega þegar annar stýrimaður klöngraðist
upp stigann til þeirra og settist að hjá
þeim.
Það var fimm sólarhringa sigling frá
Dauphin til Majunga, en sá var síðasti
viðkomustaðurinn áður en komið var til
Nossí Be. Það var gott i sjóinn og þetta
voru ánægjulegir dagar. Þótt Vanja
væri spennt og óþolinmóð og fyndist
tíminn aldrei ætla að líða reyndi hún að
láta sem minnst á því bera. Það var sem
hana grunaði að niðurstaðan — þótt það
væri einmitt hún sern hún hafði þráð frá
því að hún komst til vits og ára — gæti
orðið verri en von. En ennþá hafði hún
leyfi til að láta hugann reika um
draumalönd sin. Hvað svo sem gerðist i
Nossí Be og hvað sem hún fengi að vita
varð hún að taka svarinu eins og viti
borin manneskja.
Að kvöldi hins fimmta dags komu þau
til Majunga. Þótt ýmsuni þætti furðu
legt vildi Vanja ekki fara í land um
kvöldið. Að sjálfsögðu þráði hún að
finna'jörð Madagaskars undir fótum sér
en hún hafði fyrir löngu ákveðið að fara
ekki i land með neinunt úr áhöfn skips
ins og ein gat hún ekki farið i myrkrinu
um kvöldið. Hún kom sér ekki að því,
gat hreint og beint ekki gengið um með
þeim hinum og tekið undir með þeim að
þetta væri bara geðþekkt, framandi
land.
Daginn eftir, fyrir hádegi, leit Steinar
inn í borðsalinn og sagði að hann þyrfti
að fara í þvottahús sem væri í útjaðri
bæjarins. Þar sem enginn sími væri
þarna yrði hann að fara þangað sjálfur
og biðja einhvern úr starfsliðinu að
sækja allan óhreina þvottinn sem yrði að
vera hreinn og strokinn daginn eftir.
Hann spurði hvort Vanja vildi koma
með, hún gæti fengið fri ef hún aðeins
óskaði þess.
Vanja var unt stund á báðum áttum
en ákvað siðan að þiggja boðið þrátt
fyrir ákvörðun sína að fara ein i land.
Þetta var að sjálfsögðu kostaboð þvi að
annars hefði hún ekki fengið fri fyrr en
klukkan fimm og hér settist sólin
snemma. Þær voru dýrmætar, stundirn
ar sem þau dvöldu á Madagaskar.
Þegar Vanja hafði ákveðið að fara i
land með Steinari og gerði sér Ijóst að
hún mundi strax fá að komast i nána
snertingu við Madagaskar lauk hún
morgunverkum sínum og tók sig til i
skyndi.
Majunga virtist vera fallegur bær með
miklum trjágróðri. Þau gengu upp frá
bryggjunni, undir fögrum og skuggasæl-
um pálmatrjám, og beygðu siðan inn á
strandveginn breiða. Bananatrén voru
þakin stórum, gulum klösum og neðst á
hverjum klasa hékk stórt og fallegt
blóm.
Þau leigðu sér tvíhjóla vagn sem
heimamaður dró. Vagninn var furðu
vandaður, með nýju, hvítu léreftsþaki,
bjöllu og sætum handa tveimur.
Fólkinu fjölgaði á götunum jafnt og
þétt því lengra sem þau komu inn i
borgina. Þetta var fólk á öllum aldri,
karlar, konur og ungmenni, og flestir í
sérstæðum, litríkum fatnaði. Ýmsir voru
meðgullog glingurínefiogeyrum.
I
ISLENSK
FRAMLEIÐSLA
apar
si
styttri afgreióslutími “ lægra verð
Einn skápur, tveir skápar eða tíu skápar. Þú getur alltaf bætt við eftir
eigin hentisemi. Staðlaðar einingar lækka verð og stytta afgreiðslutíma
□□□□mmcn
1 ns
smunandi breiddir- fjöldi viðartegunda
legar innréttingar - hagkvæm nýting
Útborgun 1/3
- eftirstöðvar á 6 mánuðum
Sterkar
innanáfelldar lamir
Vinsamlegast sendiö mér nánari upplýsingar um
Syrpuskapa.
Nafn -----------------------------------------
Heimili .
Sendum um allt land
28. tbl. Vlkan 17