Vikan


Vikan - 09.07.1981, Side 5

Vikan - 09.07.1981, Side 5
Áhorfendur skemmtu sér konunglega og hér á myndunum má þekkja ýmsa, bæði þekkt sýningarfólk, lifsreynd andlit úr íslenskrí blaðamannastétt og aðra gesti VNoinnar á úrslita- kvöldinu í Hollywood. Vilcan vclur Það var ekkert lítið að gerast á úrslitakvöldinu í Hollywood þar sem Vikan kynnti tíu efnilegustu módelin úr keppninni Vikan velur módel. Keppni þessi er sérstök að tvennu leyti: nú er í fyrsta skipti jafnrétti kynjanna í hávegum haft í keppni sem þessari og því gamla góða kvenímyndin nokkuð tekin að láta á sjá og þetta er líka í fyrsta sinn sem gengið er fram fyrir skjöldu til að opna starfstækifæri svo sem hér var gert. Þessi tíu úr úrvalshópnum fá að launum námskeið hjá Módelsamtökunum og sérstaka myndatöku hjá ímynd, og þau tvö þeirra, sem standa sig best, fara síðan til New York í haust. í þeirri ágætu stórborg dvelja þau í viku og verður kapp- kostað að kynna þeim sem allra best björtu hliðarnar á stór- borginni. í næstu Vikum kynnum við svo hvern keppanda fyrir sig, bæði með forsíðumynd og viðtali. Þetta eru allt saman ný andlit og Vikan vonar að draumar þeirra um frekari tækifæri á þessari braut rætist.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.