Vikan - 09.07.1981, Síða 51
Draumar
Á stærd vid
minnsta dúkku-
strípaling
Kæri draumráöandi.
Mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir nokkru. Mér
þótti sem ég væri stödd í
gömlu húsi, í rishæð þess var
eldhús í gömlum stíl. Ég stóð á
gólfinu en til hliðar við mig
stóð maður sem oft er nálægt
mér I draumum mínum en sem
ég aldrei get séð framan I.
Ég sá hvar lá ofurlítið barn á
eldhúsborðinu. Það var á stœrð
við minnsta dúkkustrípaling,
um 15 cm á lengd, en þetta var
alskapað barn með aftur
augun. Þá fmnst mér maðurinn
sem hjá mér stóð segja: Þetta
var í fylgjunni. Ég horf á
barnið og segi: Á ekki að
feygja þessu í ruslafötuna. Mér
sýndist það lífaust. Ég sá að
maðurinn hristi höfuðið. ísömu
andrá sé ég barnið opna augun.
Þá segi ég: Nei, auðvitað ekki,
það er lifandi.
Amma
E.S. Mig langar að spyrja þig
hvað merki að ganga fyrir-
horn, til dæmis á bryggju eða
húsi. Mér láðist að segja þér
frá þvi síðast þegar ég sendi þér
draum á síðasta ári.
Þú mátt eiga von á gesti í
heimsókn, vini eða vandamanni,
sem þú hefur ekki séð í langan
tíma og mun sá vera meir en lítið
forvitinn um þína hagi.
Skemmst er frá því að segja að
gesturinn verður mjög glaður
við heimsóknina og hún mun
hafa góð áhrif á hagi hans, þótt
ekki treysti draumráðandi sér til
að segja hvers vegna. Annars er
draumurinn þér fyrir farsælu
heimilislífi en ekki miklum fjár-
hagsávinningi. Það má kannski
segja að einkenni heimilislifsins
sé að þar sé gróðakapphlaupinu
hafnað en hugsað meir um
manngildið. Hvernig þetta
snertir svo gestinn er ekki gott
að segja en þó mætti ætla að
hann gæti orðið viðloðandi
heimilið um nokkurt skeið.
Að ganga fyrir horn merkir
stefnubreytingu í lífinu, fyrir
horn á húsi bendir til bætts efna-
hags en á bryggju að líkindum
ferðalags sem ber óvænt upp á.
Holdsveiki
Kæri draumráðandi.
Ég hef aldrei skrifað þér
áður svo að ég vona að þú
gefr mér svar. Ég er I litlum
kaupstað norðanlands, hjá afa
og ömmu. Hér kemur
draumurinn: Mig dreymdi að
ég væri með ökklaband (ég er
ekki með ökklaband). En svo
tók ég það af mér og sá að það
var komið sár (gat) inn í fótinn
á mér og á fleiri stöðum en
bara á fótunum. Sum götin
voru svo djúp að það sást
alveg inn í kjötið og beinin og
allt það.
Svo átti ég að fara á spítal-
ann hérna en ég sagðist heldur
vilja láta mér blæða út en fara
á spítalann. (Afi ogamma voru
mjög góð við mig og það
blœddi lítið eða ekkert.) Síðan
var ég send suður og á Borgar-
spítalann. Læknarnir héldu að
þetta væri holdsveiki. En svo
var mér allt í einu batnað og
ég var komin I Þjóðleikhúsið.
Áður en égfór á spítalann var
ég með bómull og vafði henni
utan um stærsta sárið. Þannig
endaði draumurinn.
Ein fyrir norðan
Draumur þessi boðar þér það
að þú munir hafna einhverju
tilboði sem þú færð, jafnvel
þótt það yrði þér mikill
fjárhagslegur ávinningur. Þú
tekur frekar áhættu að lifa í
fjárhagslegu óöryggi, jafnvel
fátækt, en sem betur fer bendir
flest til að þú munir
ekki þurfa að kynnast slíku.
Það sem hins vegar kemur
skýrt fram í draumnum er að
þú hikar hvergi að / taka þessa
áhættu og munt verða
gagnrýnd talsvert fyrir það, því
sá kostur sem þú velur er að
flestra mati mikil áhætta og
hreint ekki góður.
Blómakarfa á
legsteini
Kæri draumráðandi.
Mig langar að biðja þig að
ráða fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir tæpri viku. Þessi
draumur hefur setið svo lengi í
mér og mér finnst eins og ég
verði að fá ráðningu á honum
og ég leita þess vegna til þín.
En hann er svona:
Mér fannst að ég og systir
mín, sem er 24 ára (ég er 17
ára), værum að skreyta blóma-
körfu uppi á legsteini sem
komið hafði verið fyrir við end-
ann á stéttinni sem liggur upp
að húsinu heima. Og á
steininum stóð nafn afa míns.
sem er dáinn fyrir 17 árum, og
ömmu, sem er enn á lífi, og
nafn á bróður mínum sem dó
aðeins nokkurra daga gamall.
Þegar við höfðum lokið við að
skreyta körfuna fór systir mín í
burtu en ég gekk að tveim
strákum og fór að skoða Ijós-
myndir (ég hef mikinn áhuga á
Ijósmyndun).
En svo vaknaði ég. Með
fyrirfram þökk fyrir ráðningu á
draumnum.
Lilja
Ég vil þakka Vikunni fyrir
skemmtilegt efni og gott blað
og fjölbreytt.
Því miður getur draumráðandi
ekki sagt þér margt um þennan
draum. Til þess vantar
tilfinnanlega nöfn afa þíns og
ömmu og einnig bróður þíns.
Þó er hætt við að hann sé ekki
fyrir neitt sérlega góðu, ein-
hverri sorg í fjölskyldunni, og
einnig eru viss teikn um
ævintýr sem þú kannt að lenda
í (ástarmál) sem bæði hafa
jákvæðar og neikvæðar hliðar.
Ráðningin kemur það seint að
líklega er flest komið fram nú
þegar sem í honum er.
Draumráðandi kemst ekki yfir
að ráða alla draumana sem
berast og sumir eru nokkuð
seint á ferð en hann reynir að
ráða sem flesta sem virðast
vera mikilvægir dreymendum.
Skop
Ert þaö þú, Lilja? Elsku litli álfa-
kroppurinn mjói? Veistu að hér eru öll
gömlu ástarbréfin okkar?
28. tbl. Vtkan 51