Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 28
Það segir sig til dæmis sjálft að engin
aðdráttarlinsa skilar þeim áhrifum sem
ferðamaður verður fyrir á Sprengisandi
en það getur gleiðlinsa aftur á móti sé
ofurlitilli hugkvæmni beitt.
Aödráttarlinsan
Aðdráttarlinsur draga úr fjarviddar-
áhrifum vegna þess að með þeim eru
myndir jafnan teknar í tiltölulega mikilli
fjarlægð frá myndefninu. Þá er og höfufr
kostur þeirra, auk stækkunareigin-
leikans, að þær má með góðum árangri
nota til að „einangra” höfuðmyndefnið
frá umhverfi sínu og koma þannig í veg
fyrir flókinn bakgrunn í myndum.
Það hefur stundum verið sagt um
aðdráttarlinsur að þær „flytji fjöll” og
satt er það að þær má nota til að keyra
hús og bæi upp í fjallshlíðar en þau áhrif
stafa af öfugum fjarvíddaráhrifum
miðað við gleiðlinsur. Aðdráttar-
linsurnar fletja myndsviðið út auk þess
sem myndhornið er mjög þröngt og
þetta verður til þess að tilfinning fyrir
fjarlægðum milli hluta í myndsviðinu
verður hverfandi litil.
Séu til dæmis teknar myndir af
knattspyrnuleik með aðdráttarlinsu ofan
úr stúku mundi útkoman verða eins og
hver leikmaður væri ofan í öðrum og
talsverð þvaga á vellinum. Væru á sama
tima teknar myndir með gleiðlinsu frá
vallarkantinum myndi leikvöllurinn
virðast mjög stór á þeim og leikmennirn-
ir hálfeinmanalegir og langt á milli
þeirra.
Skerpusvið
Tvennt ræður því einkum að 85 til
Hér hefst ný myndröð þar sem þrjár
myndir eni teknar i nákvæmlega sömu
sporum og sést þvi gjöria hvemig
myndhomið breytist Myndin að ofan
er tekin á 28 mm linsu og þó hefur
tekist að fylla myndsviðið sem er alh
mjög skarpt
135 mm linsur eru yfirleitt taldar henta
best til portraitmyndatöku (nærmynd af
fólki). Annað er það að með aðdráttar-
linsu er hægt að halda sig í hæfilegri
fjarlægð frá persónunni sem verið er að
mynda og forðast þannig fjarvíddar-
bjögun (ofvaxna andlits- eða líkams-
hluta) auk þess sem þeim er situr fyrir
líður væntanlega mun betur að vera laus
við að hafa myndavélina alveg ofan í
sér. í öðru lagi er jiað skerpusviðið sem
ræður vali þessara linsa.
Við höfum áður fjallað um samspil
Ijósops og skerpusviðs (skerpudýptar i
myndsviðinu), nánar tiltekið í öðrum
þætti Ijósmyndaskólans. Nú er komiðað
því að geta þess að brennivíddin hefur
mikil áhrif á skerpusviðið eins og sést á
töflunni sem hér fylgir og raunar á
öðrum myndum sem fylgja ljósmynda-
skólanum I ftessari viku (sjá nánar í texta
undir töflu). Þeim mun meiri sem
brennividdin er þeim mun minna verður
skerpusviðið — og þeim mun nær mynd-
efninu sem farið er þeim mun minna
skerpusvið.
Af þessu leiðir að auðvelt er að nota
aðdráttarlinsur (85 til 135 mm) til að
draga alla athyglina að þeim sem situr
fyrir á mynd (bakgrunnur og allt annað
úr fókus). Reglan er að fókusa á augun
og oft þykir bara betra að skerpusviðið
nái ekki yfir alla fyrirsætuna.
50 mm öskubuska
50 mm standardlinsan liggur oft undir
því ámæli að vera sú linsan sem
minnstan tjáningarmátt hefur I mynd-
rænum skilningi, einfaldlega vegna þess
hversu „venjulegar” myndir hún gefur.
Þetta sjónarmið á kannski einhvern
rétt á sér en staðreynd er það samt að 50
mm linsan er ótrúlega fjölhæf og sjálf-
sagt kæmist maður lengst af með hana
ætti maður að bjargast með eina linsu.
Hún hefur auk þess þá kosti að vera ein-
földust í smíði, ódýrust I innkaupum,
tiltölulega laus við bjögun og hefur auk
þess mjög stórt ljósop (1.4 til 2). Þetta
síðastnefnda hefur miklu meiri þýðingu
en margur hyggur. Stærsta Ijósop
linsunnar ræður ekki aðeins úrslitum
um hversu mikla lýsingu þarf til að geta
tekið myndir án flass heldur hefur það
ótrúlega mikil áhrif á hversu auðvelt er
að fókusa á skiptilinsuvél. Slíkar vélar
mæla venjulega ljósið og hleypa því inn
á spegilskoðarann á stærsta ljósopi sem
linsan býður upp á og fókusun verður að
mun auðveldari sé ljósopið nógu stórt
(myndskoðarinn verður bjartari).
Sú var tíðin að algengt linsusett
Þriðja víddin inn í fjölskyldumyndat
A lltaf öðru hvoru liafa verið að koma á
markaðinn þriggja vídda myndir.
einkum fyrir börn að skoða með sér
stökum gleraugum eða kíkjum en einnig
póstkort fyrir bæði börn og fullorðna.
Nú í sumar mun þó liklega verða bylting
á þessu sviði þrividdarmynda, það er að
segja þegar bandariskur almenningur
tekur að taka slíkar myndir af fjölskyld
unni i sumarleyfinu og setja í fjölskyldu
albúmin til að skoða með berum augum,
án nokkurra hjálpartækja.
Það eru kínverskir tæknifræðingar
starfandi i Bandaríkjunum og eigendur
Nimslo-fyrirtækisins sem eiga heiðurinn
af þessu kerfi. Mikil vinna og fjármagn
hefur farið i hönnun Nimslo-kerfisins
undanfarin ár en fyrr á þessu ári var
fyrstu 100 Nimslo-myndavélunum dreift
til reynslu i Bandarikjunum. Ef allt
gengur að óskum mun sala á vélunum
hefjast fyrir alvöru nú I júli og ágúst en
þar sem ekki er gert ráð fyrir að
verksmiðjurnar (Timex-úraverk-
smiðjurnar) hafi undan eftirspurninni
framan af er ólíklegt að útflutningur frá
Bandarikjunum geti hafist á þessu ári.
Íslendingar sem áhuga hafa þurfa því
liklega að bíða um sinn. Myndavélin
niun kosta tæplega 200 dollara í Banda-
ríkjunum sem eftir minni reynslu að
dæma mundi þýða um 3.000 krónur út
úr verslun hér.
Nimslo-myndavélin er (alsvert annar-
leg að sjá, á stærð við litla 35 mm
myndavél með fastri linsu og tekur
raunar á venjulega 35 mm negatíva lit-
filmu, en hún er ekki búin einni fastri
linsu heldur fjórum. Áður en við tökum
að lýsa tæknihliðinni, fyrir þá sem henni
Þrividdarmyndavólin
Eins og sjá má er
meðfærileg.
Nimslo.
lítil og
vilja kynnast, er rétt að geta þess að
þegar menn hafa tekið á alla filmuna
sína geta þeir sent hana i framköllun og
stækkun í sérstökum filmupokum sem
þeir greiða fyrir og hafa þá jafnframt
greitt fyrir framköllun og stækkun. Til
baka fá menn filmur sínar og þrividdar-
stækkanir á „pappir" (réttar: plast-
myndir á hvítum pappirsgrunni) sem
þykja taka póstkortunum áðurnefndu
mikið fram um skerpu og þrividdargæði.
Jafnvel þó menn hreyfi myndimar fyrir
augum sér við skoðun verður ekki vart
við neinn óskýrleika né móðuáhrif eins
og þótt hefur loða við þrívíddarpóst-
kortin. Heimildir okkar herma og að
myndirnar séu ótrúlega „lifandi”.
Verðið fyrir hverja mynd
stærðl er um einn dollar
ríkjunum.
(venjuleg
í Banda-
En víkjum
Hingað til
þá að tækriihliðinni.
hafa þrivíddarmyndir
28 Vikan 28. tbl.