Vikan - 09.07.1981, Side 16
mikli spenningur, hin mikla eftirvænt-
ing, áttu sinn virka þátt í þessu ástandi
hennar.
<Steinar veitti þessari öru breytingu í
fari Vönju athygli og leit oft til hennar
með áhyggjusvip. Hann skildi ekki hvers
vegna hún hafði breyst svo skyndilega.
Hann var oft að því kominn að fara til
hennar og tala um það við hana en fékk
aldrei nógu gott tækifæri til þess.
Svo var það loksins á fimmta degi,
klukkan hálfsex eftir staðartima, að Kat-
arína varpaði akkerum skammt utan við
höfnina í Fort Dauphin.
Þegar skipið nálgaðist land gekk
Vanja upp i loftskeytaklefann til að fá
sem besta yfirsýn þaðan yfir bæinn og
umhverfið. Allt frá því að hún sá fyrst
móta fyrir dökkum, háum fjöllum úti við
sjóndeildarhring var hún sem berg-
SENDUMGEGN PÓSTKRÖFU
m if
ÁRMÚLI 4 SÍMI8 2275
Lifa — Svefnsófi
(Stærðá útdregnum sófa 1,30x1,90)
Lifa — Svefnsóf asett
Verð:
Svefnsófi kr. 5.700
2jasætasófi kr. 4.060
Stóll kr. 3.030
— Staðgreiðsluafsláttur —
LÍTIÐ í GLUGGANA UM HELGINA
numin. Madagaskar — þarna var Mada-
gaskar. föðurland hennar, draumaeyjan
hennar. Hún klökknaði, reyndi i fyrstu
að sporna gegn því en eftir skamma
stund runnu tárin í stríðum straumum
niður kinnar hennar.
Enginn maður fékk leyfi til að fara i
land. Uppskipun hófst næstum því strax
og reyndist erfið af ýmsum ástæðum.
Vönju hreint og beint hryllti við þegar
hún virti fyrir sér verkamennina inn-
fæddu sem komu þarna til starfa. Þeir
voru kolsvartir, næstum þvi alveg nakt-
ir, með grannan spotta um mjaðmirnar
og litinn lepp framan á sér.
Þessi litli bær var að nokkru hulinn
inni i víkinni bak við hæðir og hávaxin
pálmatré. Alllangt að baki hans teygðu
sig há og tignarleg fjöll til himins — fjöll
sem minntu að nokkru á Noreg.
Framundan þorpinu og til beggja hliða
við það blasti við hvit og einkar geðþekk
sandströnd. Þetta voru fyrstu áhrifin
sem Vanja varð fyrir af landinu og þau
voru allt öðruvisi en hún hafði gert sér i
hugarlund. Að vísu var Nossí Be á allt
öðrum stað í landinu, langt i norðvestri,
og það var Nossí Be sem hún hafði alltaf
séð í huga sér eftir lýsingu móður sinnar.
Það var sem landslagið á þessum stað
ætti ekkert skylt við landið hennar.
Hún gekk snemma til náða og opnaði
skáldsögu sem hún var að lesa. En hún
festi ekki hugann við lesturinn. Hann
reikaði langt, langt burtu þangað sem
tvö hamingjusöm börn voru i Ijúfum
leik á skrítnu skipi sem þau höfðu búið
STÚLKAN
FRÁ
MADAGASKAR
til úr gömlum plönkum. Ennþá mundi
hún eins og það hefði gerst í gær hve
mjög hún naut ferðarinnar yfir hafið
með Þorbimi og hvernig hann hafði leitt
hana með sér inn í æsispennandi ríki
ævintýranna. Léttu brosi brá fyrir á and-
liti hennar þegar hún minntist hinnar
eftirminnilegu komu þeirra til Mada-
gaskar. Þorbjörn hafði verið ákaflega
hreykinn af því að hafa ratað þangað en
hún stappaði niður fótunum og grét af
gremju af því að hún vildi strax fara
aftur heim. En óánægja hennar hafði
aldrei varað lengi því að Þorbjörn fann
alltaf upp á einhverjum nýjum leikjum
svo að hún tók fljótt gleði sína á ný. Hve
glöð og áhyggjulaus hún hafði þá verið!
Hve takmarkalaust traust hún hafði allt-
af borið til hans og hve örugg hún hafði
alltaf verið i návist hans! Þá var hann
bæði stoltur af henni og hreykinn og
gortaði meira að segja af uppruna
hennar. í sumar hafði hann kallað
áhyggjuefni hennar heimskulegt rugl og
fullvissað hana um að hann elskaði hana
án tillits til þess hvaðan hún væri ættuð.
Hvers vegna hafði hann svona fljótt
skipt um skoðun? Hafði hann kannski
ekki verið heiðarlegur gagnvart henni?
... Jú, Þorbjörn var alltaf heiðarlegur,
’fULL BÖÐ
fjNÝJUMVÖRU^,,
Ýmsar skemmtilegar og þægilegar vörur
fyrir heimilisketti og hunda:
Kattatoilet í miklu úrvali *Töskur
Burstar • ólar • Sjampó
Leikföng • Vítamín — færir
dýrunum vellíðan og
hraustlegt útlit • Og margt
fleira— m.a. efni til að bægja
köttum frá húsgögnum.
^lrskajfI
Aðalstrætí 4,(Fischersundí) Talsímí:! 1757
X* Vikan 28. tbl.