Vikan - 09.07.1981, Side 45
I
Framhaldssaga
^oSuba
örbylgjuofnarnir eru heimsþekktir fyrir gæði og öryggi og
við bjóðum upp á fullkomna matreiðslukennslu hjá hús-
mæðrakennara, sérmenntuðum í meðferð örbylgjuof na.
EINAR FARESTVEIT &, CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI 10 A
Sími 16995.
3 gerðir af ofnum.
Verðfrá 3.180,-
Greiðslukjör.
fölbláu augu færðust frá hálsi hennar að
brjóstunum. Henni varð snögglega litið
niður um sig. Hún var brjóstamikil og
brjóst hennar risu og hnigu. Þá leit von
Haaz á mitti hennar og ypplegar mjaðm-
ir. Siðast leit hann meðal fóta hennar.
Hún færði lakið frá svo að hann sæi
betur. Hún leit framan í hann og beið
eftir úrskurði hans.
„Þú ert hörundsfríð,” sagði hann.
Ekkert annað, og hún reiddist. Skrítið að
muna eftir þessu eftir sex mánuði. Allt
var breytt. Hún var líka breytt þvi að nú
elskaði hún hann og óttaðist þó fortíðina
og framtíðina i senn. Stundum vakti
augnaráð hans henni ótta. Og hún kall-
aði ekki allt ömmu sína. Samt yrði hún
hrifin ef hann kæmi heim í kvöld.
Þá vill hann fá kaffi, hugsaði hún.
Kannski við getum ... Hún leit i spegil-
inn og sá bros leika um varir sér. Munn-
vikin sveigðust upp eins og vængbroddar
og það blikaði á spékopp.
Hún fór inn í eldhús. Hún setti kalt
vatn i kastarholu og hellti þvi í hvítu
kaffikönnuna. Hún kveikti á henni og
leit yfir blettlaust eldhúsið. Karl hafði
sagt henni að þetta stæði ekki lengi. Karl
hafði sagt að það versta yrði afstaðið á
morgun, að minnsta kosti hættan. Það
yrðialltílagi.
Auðvitað yrði allt i lagi. Þau voru
aðeins fáeina metra frá landamærunum.
Hún slökkti á kaffivélinni og fór inn í
setustofuna. Það hafði verið svo dimmt
allan daginn að hún hafði ljósin kveikt.
Hún gekk að glugganum og dró tjöldin
frá í hugsunarleysi. Fannimar hrúguð-
ust upp fyrir utan.
Nú minntist hún þess hvernig hún sat
sem barn við gluggann í stofunni heima
og horfði á snjóinn falla til jarðar. Þá
blés á norðan eins og nú og himinninn
var svo grár að hún áleit að ísjöklarnir
væru á leiðinni, þungir og kaldir, en
aldrei ónáðuðu þeir hana. Hún elskaði
þegar veturinn kom og hún þurfti að fara
i hlý föt, vettlinga og fékk frostbólgna
fingur. Svo kom hlákan þegar henni
fannst næstum nóg um lauflaus trén.
Litli lækurinn varð að straumi í garðin-
um og flutti með sér klaka og óhreinindi
sem höfðu frosið um veturinn. Einu
sinni flaut hattur eftir læknum. Stúlkan
brosti við tilhugsunina. Billjós lýstu upp
veginn, hún hvarf aftur til veruleikans
og brosviprurnar hurfu úr augnakrókun-
um þegar hún gekk frá glugganum.
Karl von Haaz hneppti að sér tvíd-
jakkanum, tók upp töskuna og gekk að
svarta Ford-bílnum. Hann opnaði bíl-
dyrnar og leit í síðasta skipti að dyrum
hreysisins. Hvergi blikaði á ljós enda
hafði Nogronsky varað hann við að
kveikja ljós fyrr en hann væri kominn að
Thorold Stone Road.
Þetta var eyðilegur staður. Vindurinn
næddi umhverfis húsin og útihúsin og
hvein eins og barn gréti. Von Haaz fann
ekki fyrir kuldanum. Hann opnaði bíl-
dyrnar og lagði ferðatöskuna í hliðarsæt-
ið. Svo settist hann inn.
Hann kveikti á vélinni og ók hægt
eftir holóttum veginum. Það var ekki
auðvelt að rata í snjónum en þó voru
vörður beggja vegna vegarins. Von
Haaz fylgdist með þeim. Á hægri hönd
sá hann framljós bíla sem voru á leiðinni
til Toronto. Þeir vilja víst komast heim
áður en meira snjóar, hugsaði Karl. Það
hefði komið honum vel ef meira hefði
snjóað.
Hann beygði til hægri við Thorold
Stone Road og kveikti á Ijósunum.
Umferðin var lítil þvi að færið var
slæmt. Það var ekki gott að vera á ferli
þó að það væri nýársnótt.
Framhald í næsta tölubladi.
Trúirðu því
að í Toshiba-örbylgjuofninum geturðu matreitt Soðið —
hitað — steikt — bakað og jafnvel poppað á allt að 5 sinnum
styttri tíma en á venjulegri eldavél? Og samt notað aðeins
600 wött af rafmagni? — Nei, nú trúirðu ekki: En þetta er rétt
Komdu til okkar og sjáðu of ninn í gangi. Ræddu við okkur og
þú færð fullkomna kennslu á Toshiba-ofninn. — Og matur-
inn, í langflestum tilfellum, miklu betri.
__ „„„ __ ... ... Verð: kr. 3.740,-
ER-638 ET með snunmgsdisk. (|V|iðað Vlð 116/81).
*a. tkl. Vlfcaa 4f