Vikan


Vikan - 09.07.1981, Qupperneq 15

Vikan - 09.07.1981, Qupperneq 15
Framhaldssaga að hún missti jafnvægið og féli illa niður á gólf. Logi brá við leifturhratt og tókst að verja hana versta fallinu. En þrátt fyrir það fékk hún vont höfuðhögg og rak bakið fast i skrifborðsbrúnina. Hún féll um stund í öngvit en kom til sjálfrar sín á ný þegar Logi var að lyfta henni upp með mikilli gætni. Hún fann mikið til, einkum í bakinu, og var svo utan við sig að hún véitti því enga athygli í fyrstu að Steinar var kominn inn í loftskeyta- klefann. Logi hélt ennþá á henni i fang inu meðan hann kallaði hátt til Steinars til að yfirgnæfa óveðursgnýinn og skýrði honum frá þvi hvað gerst hafði. Þá fyrst varð Vanja vör við hann og reyndi að brosa til þess að hann yrði ekki hræddur. En Steinar var hvorki hræddur né sýndi minnsta vott um meðaumkun. Svipur hans varð ekki misskilinn — augu hans báru augljósan vott um tortryggni. Þegar Vönju varð þetta Ijóst fór hún að hágráta. Hugsa sér að hann skyldi geta verið svona andstyggilegur! Jafnvel undir svona erfiðum kringumstæðum gat hann ætlað henni allt það versta! Steinar var þarna aðeins stutta stund, stjarfur og þögull. Þvi næst sneri hann sér við og fór út úr klefanum án þess að segja neitt. „Taktu þetta ekki nærri þér, Vanja,” sagði Logi hughreystandi. „Steinar er á margan hátt góður náungi en hann er sjúklega afbrýðisamur og það er best ég segi þér þaðstrax af þessu tilefni.” „Hvernig hefurðu komist að því — ég á við án tillits til þess sem nú gerðist?” Vanja reyndi að standa ein en studdi sig við skrifborðið. „Við höfum siglt saman i tvö ár. Hann var líka með annarri þernunni i fyrri ferðinni.” Þetta voru nýjar fregnir en í rauninni ekkert undarlegar. Steinar var þritugur að aldri og hafði vafalaust lent í ein- hverjum ævintýrum en henni hafði aldrei dottið í hug að Steinar hefði verið með annarri stúlku. Og svona afbrýði- semi var hreint og beint sjúkleg. Hún mundi aldrei geta unað slíku. Nokkru seinna varð Logi að hjálpa Vönju niður í klefa hennar. Þrautirnar í bakinu uxu og urðu sárari svo að hún gat alls ekki klöngrast niður stigana hjálparlaust i slikum öldugangi. DAGINN EFTIR varð Vanja að halda kyrru fyrir í kojunni. Þrautirnar voru nokkru minni og væntu allir að það væri vottur þess að hún hefði ekki hlotið alvarleg meiðsl. Yfirstýrimaðurinn kom með kvalastillandi töflur, Gunnhildur færði henni ljúffenga rétti og Logi kom alltaf öðru hverju og sagði þá ætíð eitt- hvað í léttum tón henni til ánægju og hughreystingar. Steinar lét líka sjá sig um stund. Vanja hafði beðið þess með eftirvænt- ingu að hann kæmi og hafði undir niðri búist við að hann hefði vonda samvisku og mundi biðja hana afsökunar á franv komu sinni. Hún hafði kviðið fyrir þvi að reyna að láta sem hún skildi hvers vegna hann kom fram eins og hann gerði. Henni var að vísu Ijóst að afbrýði semi var þarna að verki en sú ástæða var svo vanhugsuð og sjúkleg að hún gat ekki kennt í brjósti um hann. Og þegar hann loksins kom var hann allt öðruvísi en hún hafði hugsað sér. Hann var hjá henni aðeins stutta stund, gaf henni súkkulaðipakka og þótti leitt að hún skyldi hafa orðið fyrir þessu óhappi. Hann var kurteis og framkoman slétt og felld en hann vék ekki nánar að því sem STÚLKAN FRÁ MADA GASKAR gerðist í gær og afsakaði ekki framkomu sína á nokkurn hátt. Daginn eftir var hún mun betri og ákveðin í að fara á fætur. Engu að síður fann hún samt enn svo mikið til i bakinu að hún gat ekki gengið upprétt en hún herti sig upp og beit á jaxlinn. Steinar skyldi ekki þurfa að segja að hún lægi að ástæðulausu í kojunni, en vafalaust taldi hann svo vera. Raunar hefðu þau átt að koma síðdegis til Fort Dauphin, sern er hafnar bær á Madagaskar, en óveðrið og sá mikli mótbyr sem skipið hafði fengið seinkaði þvi um næstum heilan sólar- hring. Vanja þráði nú mjög að komast sem fyrst til Nossí Be, sem var hið mikla takmark ferðar hennar, og varð því stundum fremur ör I framkomu og ólik því sem hún var vcnjulega. Henni fannst tíminn aldrei ætla að liða og heill sólar hringur á hafinu í viðbót væri næstum óbærilegur. Sárindin i bakinu og hinn IIÁLTI IIANDÍN OPNAR AFTUR Höfum opnaö aftur eftir nokkrar litlar, en skemmtilegar breytingar. Það fer nú betur um gestina, umhverfið er notalegra og viö höfum ekki gleymt yngstu gestunum — þeir hafa leikstofu út af fyrír sig meó fiskabúri, krítartöflum á veggjum, liti, pappír og kubba. Nú geta foreldrarnir notið máltíðarinnar í næöi meöan fullt fjör er í leikstofunni hjá smáfólkinu. Og maturinn?—Halti haninn býöur fjölbreyttan grillmatseöil meó daglegum ,,uppákomum“ sem viö köllum rétti dagsins — og vió höfum alfariö dottiö í pepsíiö, höllum okkur aö Pepsi Cola. Hversvegna ekki aö kíkja inn? HALTI imirn LAUGAVEG1178 SIMI 34780 28. tbl. Vlkan If
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.