Vikan - 09.07.1981, Side 26
Myndir og texti: Kjartan Jónasson
l'nm þfjár myndir af drangnum á bilnum eru teknar ð 28, 50 og 135 mm
linsur og Ijösmyndarinn færir sig fjær með vaxandi brennivídd svo höfufl-
myndefnifl er nokkurn veginn jafnstórt á öllum myndunum. Myndin afl ofan
er tekin á 28 mm linsu og eins og sjá má nær skerpusviðifl nánast út allt
myndsviðið, fjarvidd er mikil og nokkur bjögun i forgrunni (hægri fótur
drengsins óvenjustór og f ramhluti bilsins teygður).
I’ ■ . JI ... fc# ^ • t • „. 'áÆL mjjjrr* - „ :*"'T ■
Hár ar tekifl á 50 mm linsu og eins og sjá má fer skerpan strax úr bakgmnni,
tslevert dregur úr fjarvidd en bjögun verflur um leifl hverfandi. Þessi mynd
gefur besta hugmynd um hvernig billinn litur raunvemlega út
Sama myndefnifl mefl 135 mm linsu. Myndhomifl hefur þrengst mjög og nú
er öll skerpa farin úr bakgmnni svo athyglin beinist óskipt afl drengnum. En
athugifl hvernig billinn „keyrist" saman, t.d. talan 5 og flekinn sem hún er á.
Betur sjá
augu
en auga
— linsur og hvernig má nota
„út úr" þeim
Það eru ekki allir svo lánsamir — rikir
eða áhugasamir að eiga skiptilinsuvél
með tveimur eða fieiri linsum. Hér
verður því heldur alls ekki haldið fram
að slíkt sé nauðsynlegt nema sérstakur
áhugi sé fyrir hendi. Hins vegar ættu
menn ekki að láta ofurlítinn auka-
kostnað í upphafi aftra sér frá þvi að fá
sér 35 mm myndavél fremur en vasa-
myndavélarnar litlu vilji þeir á annað
borð eiga kost á skörpum og góðum
myndum.
Þeim hefur þrátt fyrir allt farið mjög
fjölgandi síðustu árin sem eignast hafa
skiptilinsuvélar enda hefur verð þessara
véla lækkað talsvert með tölvutækninni
og vaxandi fjöldaframleiðslu. Þeir sem
ekki hafa látið verða af þvi að stíga þetta
skref til fjölhæfari myndatökubúnaðar
geta kannski gert það betur upp við sig
eftir hverju er að slægjast og hvort það
er eitthvað fyrir þá eftir að hafa lesið
þennan kafla. Hinir, sem þegar eru
komnir af stað, geta vonandi eitthvað af
honum lært.
Brennivídd
Áður en lengra er haldið er óhjá-
kvæmilegt að víkja aðeins að undir-
stöðuatriðum eins og jreim hvers vegna
50 mm linsa er nefnd standard- eða
normallinsa eða hvers vegna linsur eru
yfirleitt auðkenndar með millimetrum
og hvað þeir segja okkur. Þetta er
raunar orðið flóknara mál en það var
áður sakir þess að í tímans rás hafa
„grundvallarreglurnar" flestar verið
brotnar. Þannig var það i eina tið ófrá-
vikjanlegt lögmál að fjarlægðin milli
filmuplansins aftast í myndavélinni og
sjónmiðju eða „optiskrar” miðju 44 mm
linsu var 44 mm þegar hún var fókusuð
á óendanlegt. Þessi tala, 44ntm,er nefnd
brennivídd linsunnar. Þetta lögmál gilti
og um allar aðrar linsur. Auðkenni
þeirra, brennivíddin, var lengdin i milli-
metrum milli sjónmiðju linsunnar og
filmunnar þegar linsan var fókusuð á
óendanlegt.
Nú hefur hönnun á linsum hins vegar
fleygt fram með tilkomu tölvanna, þær
orðið mun minni og léttari, og þess eru
orðin fjölmörg dæmi að lengd allrar lins-
unnar sé allt að þvi helmingi minni en
auðkenni hennar i millimetrum, það er
að segja brennivíddin. Eigi að síður er
raunveruleg brennivídd enn hin sama
því linsan fókusar eftir sem áður í sama
punkti.
Standardlinsan
Sú var líka tíðin að 44 mm linsa var
talin eina rétta standardlinsan fyrir 35
mm myndavélar (þ.e. filmustærð 24 x 36
mm). Þetta er Iíka rökrétt álit þegar
miðað er við mannsaugað því að horn-
lína 35 mm filmuramma er nákvæmlega
44 mm og þvi gefur aðeins þessi linsa
sömu „stækkun” myndefnisins (l x) og
mannsaugað. Reyndin hefur þó orðið sú
að 50 mm linsa er viðtekin standardlinsa
fyrir 35 mm skiptilinsuvélar enda sýnir
reynslan að auðveldara er að fylla mynd-
rammann við allar venjulegar aðstæður
með þessari linsu heldur en ef linsan
„sæi” stærra horn.
Á myndavélum með fastri linsu er þó í
seinni tíð orðið langalgengast að sjá 35
til 40 mm linsur. Meginástæðan er sjálf-
sagt sú að fókusun þarf ekki að vera eins
nákvæm þegar tekiðer á 38 mm linsu og
á 50 mm linsu og 38 mm linsan gefur
auk þess talsvert meiri fókusdýpt
(skerpusvið) en 50 mm linsa á sama Ijós-
opi (sjá siðar). í þriðja lagi getur 38 mm
linsan komið sér vel við þröngar
aðstæður inni i húsum þegar mynda á
einhvern hóp af fólki. En svo sem við er
að búast er það mjög algengur galli á
skyndimyndum, sem fólk tekur á slíkar
vélar, að höfuðmyndefnið sé ekki nema
lítill hluti af sjálfri myndinni.
Myndhornið
Myndhornið skiptir okkur meira máli
en brennivíddin þó þar sé raunar fullt
innbyrðis samband. Öfugt við brenni-
víddina er myndhorn standardlinsunnar
26 Vlkan 28. tbl.