Vikan - 09.07.1981, Side 35
mamma. Árni talar aldrei við
mig. Það hlýtur að vera
eitthvað alvarlegt sem hvílir á
honum. Kannski er hann
orðinn þreyttur á mér.
— Hvaða vitleysa, kæra
barn! Það koma tímabil hjá
okkur öllum þegar við erum
svolitið niðurdregin. Þú ættir
alls ekki að taka þetta svona
nærri þér.
En Helga tók þetta nú samt
nærri sér. Þessi þegjandaháttur
í Árna gekk svo nærri henni að
henni lá við taugaáfalli. Og
Hjólum
ávallt hægra
megin
— sem næst
vegarbrún hvort heldurj
við erum í þéttbýli
eða á þjóðvegum^
||UMFERÐAR
loks kom sá dagur að hún gat
ekki haldið þetta út lengur.
— Þú ættir að panta tíma hjá
sálfræðingi, sagði besta
vinkona hennar við hana. —
Þú getur ekki haldið svona
áfram.
Hún fór að ráðum vinkon-
unnar og fann langdýrasta og
fínasta sálfræðing borgarinnar.
Þangað fór hún og trúði hon-
um fvrir vandamáli sínu.
— Maðurinn minn talar ekki
við mig, sagði hún, og það er
að fara með taugarnar í mér.
Sálfræðingurinn tók þetta
tilfelli ekki svo alvarlega.
— Sérhver maður, sem er í
viðskiptalífinu, getur lent á
þungum tímabilum, sagði
hann, ekki síst eins og allt
gengur í þessu landi sem
stendur. Þér ættuð ekki að taka
það svo nærri yður, litla frú!
Síðan krotaði hann nokkur
orð á „sjúrnalinn”.
— Og hvað er svo langt síðan
eiginmaðurinn talaði seinast
við yður, frú? spurði hann
meir af skyldurækni en áhuga.
Svar hennar fékk hann til að
líta snöggt á hana og í augum
hans brá fyrir fagmannlegum
glampa. i p
— Sjö ár! svaraði hún. U
Skop
Næst tek ég saman við giftan mann
— til að gefa einhverri vesalings konu
tækifæri.
Nei sko, ja hérna, það er aldeilis.
Það er flugumaður í súpunni minni,
he, he!
28. tbl. Vikan 35
I