Vikan - 09.07.1981, Side 27
Ljósmyndaskóli Vikunnar IV,
50 mm f/1.4
50 mm f/5.6
50 mm f/16
50 mm f/5.6
50 mm f/5.6
50 mm f/5.6
Þessi tafla er stolin úr bæklingi frá Canon og sýnir hvaða atrifli ráða skerpu-
dýpt i myndum. Efst er sýnt hvernig mismunandi Ijösop sömu linsu hafa
áhrif á skerpusviðið — það vex þeim mun minna sem Ijósopið verður. í miðið
er sýnt hvernig fókusunarfjarlægð hefur áhrif á skerpusviöið — það vex þeim
mun aftar í myndsviðinu sem fókusað er. Neðst er svo sýnt hvernig brenni-
vídd linsunnar, miðað við sama Ijósop, hefur áhrif á skerpusviðið — það
minnkar eftir þvi sem brennivíddin verður meiri. Takið einnig eftir að skerpu-
sviðið er i öllum tilvikum meira fyrir aftan fókuspunkt en framan hann.
•
i >
'
þó ávallt hið sama burtséð frá
filmustærðinni. Venja er að flokka 45 til
55 mm linsur sem standardlinsur fyrir
35 mm filmu vegna þess, eins og áður
segir, að brennivídd þeirra er ekki fjarri
þvi að samsvara 44 mm hornlínu
filmurammans og gefa 1 x „stækkun”.
Hornlína 6x6 cm filmurammans er
hins vegar um það bil 85 mm og því eru
linsur með brennivídd 75 til 90 mm
flokkaðar sem standardlinsur fyrir þessa
filmustærð. Á sama hátt telst 18 mm
linsa standardlinsa fyrir 16 mm filmu og
til gamans má geta þess að „linsurnar”
okkar, sem við nefnum augu, hafa
brennivíddina 25 mm.
Allar þessar standardlinsur hafa þó 45
til 50 gráðu myndhorn þegar þær eru
notaðar með viðeigandi filmustærð og
filman „sér” því sem næst sama horn og
augu okkar. (Þegar við horfum beint
fram getum við séð skýrt innan um það
bil 46 gráðu horns en það er einmitt
myndhorn 50 mm linsunnar á 35 mm
myndavél.)
Það samband sem er milli
brennivíddar og myndhorns er sjálfsagt
þegar orðið öllum augljóst en það felst
einfaldlega í því að þeim mun neðar sem
dregur í millimetraskalanum eða eftir
því sem sjónarmiðja linsunnar nálgast
filmuplanið stækkar hornið sem filman
„sér”. Fyrir 35 mm filmur eru linsur
með brennivídd undir 45 mm nefndar
gleiðlinsur (víðhornslinsur eða
breiðlinsur). Öfugt gildir um aðdráttar-
linsur, að þeim mun meiri fjarlægð sem
er milli filmunnar og sjónmiðju lins-
unnar þeim mun minna verður mynd-
hornið og stækkunin meiri (100 mm
linsa stækkar 2 X og 200 mm linsa 4 X
(4 x 50 mm) o.s.frv.).
Eins og áður segir gefa standardlinsur
myndhorn á bilinu 45 gráður til 55
gráður. Aðdráttarlinsur eru þær linsur
nefndar sem gefa myndhorn á bilinu 30
gráður til 2 gráður og gleiðlinsur gefa
myndhorn á bilinu 70 gráður til 180
gráður.
Fjarvídd
Hugsum okkur að við séum að taka
mynd þar sem höfuðmyndefnið fyllir
einn fjórða af myndrammanum. Eftir
nokkra umhugsun ákveðum viðaðbetur
færi á því að höfuðmyndefnið fyllti hálf-
an myndrammann. Við eigum þá um
tvo kosti að velja, annaðhvort að færa
okkur nær sem svarar hálfri fjar-
lægðinni frá höfuðmyndefninu eða að
skipta um linsu og nota linsu sem stækk-
ar helmingi meira en linsan sem er á
myndavélinni (t.d. 100 mm linsu í stað
50 mm eða 50 mm linsu í stað 24 mm).
Ef þið ímyndið ykkur að báðar þessar
leiðir gefi sömu mynd hafið þið sannar-
lega á röngu að standa. Vegna fjar-
víddaráhrifa geta myndirnar orðið ótrú-
lega ólíkar enda er fjarvídd notuð i
ríkum mæli af þeim sem vel kunna til
verka til að gæða myndir auknu lífi.
Þetta þarfnast víst nánari skýringa.
Með fjarviddarhugtakinu er einkum átt
við hlutföll og samspil forgrunns og bak-
grunns I mynd. Það er talsvert algengur
misskilningur að ólík fjarvíddaráhrif
byggist á einhverjum innbyggðum eigin-
leikum linsanna sjálfra. Svo er ekki sem
best sést af því að séu teknar myndir frá
nákvæmlega sama stað með þremur
mismunandi linsum, 28 mm, 50 mm og
135 mm, væri hægt að stækka upp úr
myndunum sem 28 og 50 mm linsurnar
gæfu nákvæmlega eins myndir og tekin
væri með 135 mm linsunni. Hér þarf þó
að slá tvo vamagla. Sá fyrri er að vegna
þeirra takmarkana sem filmur og jafnvel
linsur setja verða myndgæði aldrei hin
sömu með miklum stækkunum eftir á.
Síðari varnaglinn er sá að það þarf virki
lega góða linsu til að ná jafnskekkju-
lausri mynd á 28 mm linsu og 50 mm.
Óvandaðri gleiðlinsur geta til dæmis
haft óþolandi tilhneigingu til að skila
löngum beinum línum mjög boga-
dregnum og þetta gera raunar allar
gleiðlinsur þegar brennivíddin er orðin
20 mm og minni.
En það sem hér skiptir máli er að ólík
fjarvíddaráhrif byggjast ekki á ein-
hverjum göldrum linsanna sjálfra heldur
á fjarlægðum milli myndefnisins og
myndavélarinnar þegar myndin er tekin.
Eigi að síður gerir mismunandi mynd-
horn linsanna okkur kleift að kalla fram
mjög mismunandi fjarvídd I myndum
okkar með því að skipta um linsu á
vélinni og fara fjær eða nær mynd-
efninu eftir því sem best á við hverju
sinni.
Myndsköpun
Besta leiðin til að útskýra eðli fjar-
víddaráhrifa er eflaust að nefna dæmi.
Allir vita að hlutir virðast þeim mun
stærri sem nær þeim er komið — og
öfugt — og sakir hins stóra myndhorns
gleiðlinsunnar „ýkir” hún mjög stærð
forgrunns þegar nálægt honum er
komið. Vilji menn leggja áherslu á hæð
einhvers, til dæmis tré, er því yfirleitt
best að fara mjög nálægt með gleiðlinsu
eða þannig að tréð fylli myndskoðarann
á hæðina. Best er að taka myndina frá
lágum sjónarhóli og visa myndavélinni
ofurlítið upp á við en reyna jafnframt að
hafa einhverja hluti fjær í bakgrunni til
samanburðar. Sé þannig farið að ætti
neðsti hluti trésins að virðast geysistór
en bolurinn að mjókka upp á við sem
með öðru gefur tilfinningu fyrir mikilli
lengd. Smáir hlutir í bakgrunni geta
aukiðennááhrifin.
Hin mögnuðu fjarviddaráhrif sem
gleiðlinsa gefur í návígi við myndefnið
geta einnig orðið til baga svo sem
vonlegt er enda hefðu menn lítið að gera
með mikið linsusafn ef ein brennivídd
hentaði jafnvel við allar aðstæður. Sé til
dæmis farið alveg upp að fólki og teknar
nærmyndir af því með gleiðlinsu er eins
víst að útkoman mundi hrella þann all-
rækilega sem sæti fyrir á slíkri mynd. Sá
hluti andlitsins sem næstur væri mynda-
vélinni, t.d. nefið, mundi virðast óvenju-
stór á myndinni miðað við aðra hluta
andlitsins. Það sem á vel við tré á ekki
alltaf eins vel við mannsandlit — gæti
verið spakmæli vikunnar hjá okkur.
Sjónarhorn
Sjónarhorn hefur talsverð fjarvíddar-
áhrif og þau verða að venju meiri þeim
mun minni sem brennivídd linsunnar er.
Taki til dæmis fullorðinn maður mynd
af barni úr augnhæð er höfuð barnsins
talsvert nær myndavélinni en fætur þess
og þvi virðist barnið lágvaxnara á
myndinni en það í rauninni er en
höfuðið óvenjustórt (öfug áhrif fást að
sjálfsögðu úr lágri myndatökuhæð). Eins
virðist hús vera að falla aftur fyrir sig sé
farið nálægt því og myndavélinni vísað
upp á við til að ná því öllu inn á
myndina. Til að forðast fjarvíddaráhrif
eins og þessi er eina leiðin að gæta þess
að myndavélarbakið sé nokkurn veginn
samsíða myndefninu.
Gleiðlinsur eru uppáhald margra
góðra Ijósmyndara enda veita þær óþrjót-
andi möguleika til myndrænnar
sköpunar. Oft eru þær notaðar til að
túlka annarleika, tómleika og víðáttu.
28. tbl. Vikan 27