Vikan


Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 19

Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 19
I Garðurínn heima Vélknúnar sláttuvélar hafa einhverja af þessum þrem hnífa- gerðum. Til vinstri er fastur hnífur, þá svonefndir öryggishnífar, sem leika lausir á liðum og gefa eftir ef hindrun verður fyrir þeim. Lengst til hœgri eru svo sláttuþrœðir í stað hnífa og eiga þeir að vera enn öruggari en hnífarnir í miðjunni. Eina sláttuvélin með slíkum búnaði sem fœst hérlendis er Norlett-vélin. A neðri myndunum eru sýndir tréklossar sem höfðu hver um sig verið látnir komast í tœri við sláttuvélarnar fyrir ofan þá. Fasti hnífurinn skemmdi greinilega langmest en eins og lesandinn qetur fullvissað sig um með því að skoða myndirnar mun það reynast af- drifaríkt aö lenda með fótinn í hverri tegundinni sem er. Nýi sláttuvélafræðarinn Margir hafa ánægju af því aö slá grasflötina yfir sumartímann. Þeir sem vilja halda henni renni- sléttri og vel útlítandi slá einu sinni í viku. Þegar ákveðið er hvernig sláttuvél skuli nota kemur til álita stærð grasflatarinnar og * viljinn til að nota tækifærið og hreyfa sig. Handsláttuvél Odýrasti kosturinn er hand- sláttuvél. Hún hefur ýmsa kosti, mengar ekki umhverfið, af henni stafar ekki umtalsverð slysahætta og hún slær grasið mjög jafnt og slétt. Handsláttuvélarnar hafa hnífa á valsi sem snýst þegar þeim er ýtt áfram. Brúnir valsa- hnífanna snúast í sífellu fram hjá föstum hnífi sem er neðst og fremst á vélinni. Þetta gerir að verkum að grasið skerst eins og það væri klippt með skærum. Vélknúnar sláttuvélar hafa enga Vikan bregður Ijósi á a/lar fáanlegar gerðir sláttuvéla. slíka mótstöðu, hnífarnir á þeim snúast mjög hratt og höggva grasiö líkt og um sigð væri að ræða. Af þessum sökum skera handsláttuvélar grasið mun jafnar og sléttar. Þeir sem hyggjast slá án vélar- afls þurfa aö vera í sæmilegu líkamlegu ástandi. Aflið sem beita þarf til að ýta handsláttuvél er á milli 60 og 120 Newton (N). Til samanburðar má geta þess að 20 til 30 Newton þarf til að ýta venju- legri ryksugu á fullu yfir venjulegt stofuteppi. Aflið sem þarf til aö ýta með 120 Newtona krafti jafn- gildir því að lyfta upp 12 kílóum. Kraftmælingar af þessu tagi gefa hugmynd um muninn á sláttuvélum en í þeim felst enginn einhlítur úrskurður. Vestur-þýska tímaritið Test lét fimm manns prófa 19 gerðir af handsláttu- vélum og var það samdóma álit kvennanna í hópnum að nokkrar vélanna væru of þungar í notkun. Mælingarnar sýndu að þetta voru einmitt þær vélar sem þurftu yfir 85 Newton til að fara áfram. Við þessa athugun tímaritsins Test voru handsláttuvélarnar allar vandlega stilltar. Valsa- hnífana þarf að stilla þannig að þeir skeri pappírsstrimil snyrtilega í sundur. Prófa þarf skurðinn við hvorn enda á hnífunum og fyrir miðju. Sláttu- vélina þarf að stilla með 2000 sláttumetra millibili. Grasið má ekki verða of há- vaxið ef nota skal handsláttuvél. Mjög góður eða góður árangur nefnist það þegar sláttuvélin tekur á milli 9 og 14 sentímetra hátt gras. Sumar sláttuvélar ráða ekki við meira en 4 til 5 sentímetra hátt gras. Þá þýðir ekkert að sleppa úr einni eða tveim vikum! Sjálf hæðarstilling hnífanna (það er að segja hæðin á grasinu þegar búið er að slá) kemst á sumum vélum ekki hærra en í 3 sentímetra sem er algjör lágmarkshæð á grasinu. Grassafnarar úr plasti reynast yfirleitt betur en taugerðin, en þeir fyrmefndu eru líka dýrari. Vilji menn vera fljótir að slá velja þeir sláttuvél með breiðum valsi. Þar á móti vegur að þeim mun breiðari sem valsinn er því meiri kraft þarf til að ýta vélinni áfram. Sé valið vandasamt er rétt að ganga lengur og beita minni krafti, sem sé velja mjórri valsinn. Hnífana á valsinum ætti að strjúka meö olíuvættum klúti eftir hvern slátt. Geymið vélina á þurrum stað eftir að hafa olíuborið aftari valsinn og lagera. Berið árlega feiti á drifið og herðið vélina upp öðru hvoru. Hreinsið vélina eins og kostur er en ekki 24. tbl. Vikan X9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.