Vikan


Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 47

Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 47
Hundaögun óumbreytanleg staðreynd en samt gott að hafa það í huga. Uppeldi hundsins krefst þess að fólk fylgi skipunum og reglum eftir af festu. Ekki má leyfa eitt í dag og annað á morgun. Þetta er svipað og með börnin. Öllum reglum þarf að fylgja fast eftir. En litlir hvolpar verða aö fá að vera hvolpar og fá að „slíta barnsskónum”. Hundur sem alinn er upp í jafnvægi og ró veröur ekki vandræðahundur.” „Sumir hundar standa við matar- og kaffiborðið og snikja. Má losna við þennan ieiða sið?" „Já, til dæmis með því að gefa hundi aldrei við borðið. Hvolpur þarf að fá að borða 4 sinnum á dag þegar hann kemur til nýja eigand- ans, tveggja mánaða gamall. Síðan fer máltíðunum smá- fækkandi og þegar hann er árs- gamall nægir að gefa honum eina góða máltíð á dag. Hreint og gott vatn verður hann alltaf að geta náð sér í. Rétt er að gefa hundinum á sama tíma á hverjum degi og best er að hann fái matinn sinn áöur en fjölskyldan sest við matborðið. Þá er hundurinn saddur þegar heimilisfólkið byrjar að borða og ekki er mikil hætta á að hann komi og sníki sér bita. En hundar eru fljótir að finna sér fórnardýr ef gesti ber að garði og þeir halla sér að þeim sem þeir eiga von á að fá eitthvað hjá. Það er alkunna.” Hér höfum við drepið á nokkur helstu atriðin í undirstöðuuppeldi hundsins og hvemig bregðast á við þegar hann kemur í sín nýju heimkynni. En það þarf fleira til ef hundur á að vera vel upp alinn, jafnvel þótt honum sé ekki ætlað að verða sýningarhundur. Fljót- lega þarf að venja hann við að hafa hálsól af því að hundur á aldrei að ganga laus utan dyra heldur vera í fylgd með einhverjum sem heldur í tauminn. Það þarf aö kenna honum að ganga við taum, svo hann togi ekki endalaust í og dragi eigandann á eftir sér. Hvort tveggja kemur fljótt ef það er æft nokkrum sinnum. Sjálfsagt er líka að kenna hundinum að setjast og leggjast niður eftir skipun og einnig að liggja kyrrum ef eigandanum býður svo við að horfa. Og þegar þessu er lokið er hægt að halda á- fram í þjálfuninni, en þá er trúlega rétt aö leita til þjálfara sem kenna fólki að þjálfa hunda sína. Hundurinn þarf líka að læra að leyfa að við hann sé sýslað. Hann getur þurft að fara til læknis og þá er gott að hann mótmæli því ekki að skoðað sé í eyrun eða tennurnar athugaðar. Allt þetta á góður eig- andi að venja hundinn við smátt og smátt heima fyrir. Hundar eru mikil reglu- og venjudýr. Þaö sem þeim hefur lærst kunna þeir og eftir því fara þeir og á þaö jafnt við um siði sem ósiði. „Finnst þér, Guðrún, fólk almennt vera nógu vel undir það búið að fá sér hund, og efekki erþá ekki eitthvað hægt að gera til úr- bóta?" „Nei, fólk er ekki nógu vel undir þetta búið svona almennt og Hundaræktarfélag Islands ætlar einmitt að efna til nám- skeiöa fyrir væntanlega og nýja hundaeigendur þar sem þeir geta aflað sér þekkingar varðandi það sem nauðsynlegt er að kunna ef fólk vill eiga hund. Félagið er með skrifstofu að Dugguvogi 1 og þar verður á næstunni fastur símatími í síma 31529. Þangað á fólk að geta leitað til þess að afla sér þeirra upplýsinga sem það vanhagar um, eða í síma 44984 milli 10—12 næstu daga. En það er ástæða til þess að hugleiða að þjóðfélagið krefst þess af okkur að við höfum skírteini, til dæmis til þess að geta ekið bíl eða mótorhjóli, en engum dettur í hug að undir- búning og fræöslu þurfi áður en við verðum okkur úti um lifandi dýr með tilfinningar og þarfir. Hægt er að fá keypt og gefins alls konar gæludýr, sem oft á tíðum eru leik- föng ungra barna — eða full- orðinna. Þessum dýrum er „mis- þyrmt” ógurlega undir yfirskini væntumþykju og uppeldislegs gildis fyrir bömin. Það er sannkallað menningarleysi að haga sér svona! Engum ætti að leyfast að vera með dýr án þekkingar á eðli þess og þörfum og þá kröfu verður að gera til allra sem selja (eða gefa) dýr að þeir veiti nauðsynlega fræðslu um meðferð dýranna og að þeir sem taka við dýrunum geri sér grein fyrir þeirri ábyrgö sem því fylgir að vera með lifandi dýr á heimilinu.” j^l 24. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.