Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 63
Pósturinn
Vandasamar
spurningar
Kæri Póstur.
Við erum hérna nokkrar
13 og 14 ára og okkur lang-
ar til að spyrja nokkurra
spurninga.
1. Notar Bubbi Morthens
meik, er hann í Ijósum eða
er hann útlendingur?
2. Hvað heitir söngvarinn í
,,Vinnu og ráðningar",
hvað er hann gamall og er
hann giftur?
3. Er Björgvin Halldórsson
með bringuhár?
4. Er vont fyrir varirnar að
notagloss?
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Þökkum frábært blað.
Nokkrar 13 og 14 ára.
Það er ágætt, stúlkur
mínar, að vandamál ykkar
eru ekki stærri og meiri en
þetta. Hvort Bubbi notar
meik? Ekki veit Pósturinn
til þess. Móðir hans var
dönsk en ekki gefur það
neina skýringu á dökkum
hörundslit hans sem
Pósturinn hefur reyndar
aldrei tekið eftir. Ef til vill
laumast hann í ljósaböð
þegar hann á fría stund
eins og svo margir, hvað
vitum við um það? Söngv-
arinn í Vinnu og ráðning-
um heitir Guðmundur
Rúnar Lúðvíksson og er 28
ára. Ekki veit Pósturinn
hjúskaparstöðu hans, því
miður. Bringuhár Björg-
vins Halldórssonar eða ekki
verða að skoðast hans
einkamál og verða því að
vera áfram hulinn leyndar-
dómur. Það gerir vörunum
ekkert að nota gloss.
Rolling Stones
Kæri Póstur.
Ég er einn af mörgum
Rolíing Stones-aðdáendum
á landinu og langar til að
vita:
a) Er hægt að fá hljóm-
leikaplakat með Rolling
Stones?
b) Hvar er hægt að kom-
ast í samband við að-
dáendaklúbb Rolling
Stones?
c) Hver er frægasta nústarf-
andi hljómsveit í U.S.A. ?
d) Eru allir meðlimir Roll-
ing Stones í dópinu?
e) Hvað hafa Rollingarnir
gefið út margar plötur?
Með fyrirfram þökk,
einn Rolling Stones-
aðdáandi.
Pósturinn getur huggað
alla Rolling Stones-að-
dáendur með því að síðar á
þessu ári birtir Vikan
örugglega plakat af Rolling
Stones og greinargerð með,
eins og venjulega, í tilefni
af tvítugsafmæli hljóm-
sveitarinnar, í ár. Póstinum
tókst að grafa upp utaná-
skrift norsks aðdáenda-
klúbbs Rolling Stones:
Rolling Stones Ean Club,
P.O. Box 440, N-3701
Skien, Norge, og þýskan
aðdáendaklúbb Mick Jagg-
ers: Mick Jagger c/o
Electrola, Maarveg 149,
5000 Köln 41, West
Germany. Það er ekki gott
að segja hver er frægasta
starfandi hljómsveit í
U.S.A. Flestar vinsælustu
hljómsveitir þar í landi eru
breskar, ástralskar eða
kanadískar. Þær þekktustu
bandarísku eru sennilega
Journey, Foreigner, Bob
Seiger og Silver Bullet
Band, Earth, Wind and
Fire og margar fleiri sjálf-
sagt. Það er til tímarit sem
heitir Rolling Stone en það
er með ýmiss konar efni,
bæði popp og margt fleira
og á ekkert skylt við Rolling
Stones. Póstinum er ekki
kunnugt um sérrit um
hljómsveitina en það gæti
þó vel verið til. LP-plötur
Rolling Stones eru rúmlega
40 talsins.
PENNAVINIR
Jaqueline Fernandes, Pca
Meirelles reis no. 5, 13900 Amparo
Sao Paulo Brazil, óskar eftir
pennavinum á íslandi á aldrinum
14—18 ára. Áhugamál margvísleg.
Birgitta Sveinsdóttir, Geitagerði
Staðarhreppi Skagafirði, Sauðár-
króki, óskar eftir pennavinum á
aldrinum 13—16 ára. Áhugamál
margvísleg. Svarar öllum bréf-
um.
Jóna. Matthíasdóttir, Hraunbæ 84,
110 Reykjavík, óskar eftir penna-
vinum á aldrinum 14—16 ára.
Áhugamál margvísleg. Svarar öll-
um bréfum. Mynd fylgi fyrsta
bréfi ef mögulegt er.
Kolbrún Ólafsdóttir, Bjólfsgötu 6,
710 Seyðisfirði, óskar að eignast
pennavini á aldrinum 14—16 ára,
er sjálf 14 ára. Áhugamál allt milli
himins og jarðar.
Þrúður Sjöfn Sigðurðardóttir,
Ketilseyri, 471 Dýrafirði, er 15 ára
og óskar eftir pennavinum á aldr-
inum 14—16 ára. Áhugamál eru
margvísleg, t.d. tónlist, frímerki,
strákar og margt fleira.
Sigrún Sverrisdóttir, Efri-Ási,
Hjaltadal 551 Skagafirði, óskar
eftir að skrifast á við stráka og
stelpur á aldrinum 15—18 ára.
Áhugamál margvísleg. Mynd
fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Hafdís Bylgja Guðmundsdóttir,
Lónsbúsum, 240 Garði, óskar eftir
að skrifast á við stráka á aldrinum
13—15 ára, er sjálf 14 ára. Áhuga-
mál: diskótek, partí, pennavinir,
sund og margt fleira. Mynd fylgi
fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öll-
um bréfum.
Erla Kristjánsdóttir, Breiðalæk,
451 Barðaströnd, Þórdís Herberts-
dóttir, Efri Ámórsstöðum, 451
Barðaströnd, og Jóna Sveinsdótt-
ir, Tnnri Múla, 451 Barðaströnd,
óska eftir pennavinum, helst
strákum, 13—14 ára. Þær skrifa
öllum sem senda þeim bréf.
Kristín Maggý Erlingsdóttir,
Grundarbraut 48, 355 Ólafsvík,
óskar eftir að eignast pennavini á
aldrinum 11—13 ára, bæði stráka
og stelpur, er sjálf 12 ára. Ahuga-
mál: dýr, skíöi, skautar og hitt og
þetta. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef
hægt er.
Brynjólfur Ómarsson, Túngötu 15,
625 Ólafsfirði, óskar eftir pennavin-
um á aldrinum 7—9 ára. Áhugamál:
íþróttir og margt fleira. Mynd fylgi
fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum
bréfum.
Skop
24. tbl.Vikan 63