Vikan


Vikan - 17.06.1982, Síða 38

Vikan - 17.06.1982, Síða 38
ég biö afsökunar en allt...” ég þagnaði og gat ekki haldiö áfram. „Þetta hefur orðið þér ofraun, allt saman,” sagði William meöaumkunarfullur. „Þú þarft ekki að afsaka þig. Við skiljum þig svo vel.” Ég fann að hann lagði handlegginn um axl- ir mínar og var þakklát fyrir hve hlýlegur hann var. „Hvað heföi ég svo sem átt að vera að gera niðri við ána nema ganga þar um,” hélt hann áfram í hálfum hljóðum. „Og guöi sé lof að ég skyldi ein- mitt hafa verið þarna á þessu augnabliki.” Rossstarði stööugt á okkur frá málverkinu og ég færði mig til hliöar, full sektartilfinningar. „Þú hefur að sjálfsögðu á réttu að standa,” sagði ég blæbrigðalausri röddu. „Þetta hlýtur að hafa verið grein.” En þegar ég kom upp í herberg- ið mitt aftur og leit út um glugg- ann sá ég pílviöargreinarnar bera við himin líkastar tússstrikum. Hvað svo sem William sagði höfðu þessar greinar ekki getað teygt sig fram og hrint mér út í. U; NGFRU CAROLINE kom um tvöleytið. Hún var lítil og minnti helst á fugl. Hún var með silfurlitað úfið hár og piparkornsbrún augu. Höfuðið hreyfðist í sífellu til og frá og hún tiplaði iðin í kringum mig. „Og hvernig viljum við svo hafa þetta?” kurraði í henni með hálf- gerðu nefhljóði. „Svolítið létt og upp á við í toppinn? Eða hvernig erum við vanar að greiða okkur? ” Susan hafði sagt að ungfrú Caro- line væri furðuverk og hún hafði ekki verið að ýkja. Þó ekki væri nema þetta konunglega „við” hjá henni, þegar hún talaði við mig, og ég sá þegar aö ég gæti skamm- laust notað hana sem persónu ein- hvers staðar í næstu bókinni minni. „Ungfrú Susan hefur sagt mér frá óhappinu,” hvíslaði hún í trún- aði á meðan hendurnar léku í hár- inu, vöfðu það upp á rúllur og stungu í þaö hámálum. „Mikil óheppni var þetta, og það í fyrstu heimsókninni hingað. En stundum virðist allt ganga á aftur- fótunum fyrir manni,” hélt hún áfram. „Og að hugsa sér að í fyrradag kom hún til okkar á hárgreiðslu- stofuna.” Ég hnyklaði augabrýrnar þegar mér varð ljóst að ég hlaut að hafa misst eitthvað úr ræðu hennar. „Hver þá?” spurði ég. Hendur hennar hættu snöggt að hreyfast og hún horfði á mig, aug- un voru kringlótt af undrun. „En þér hljótið að hafa heyrt talað um bílslysið?” sagði hún og talaði nú í fyrsta skipti nokkurn veginn eðli- lega. „Það varð hér rétt fyrir of- an, á veginum. Já, í gær og um þetta leyti dagsins.” Hún and- varpaði og setti síðustu rúlluna á sinn stað. „Hún var einhver snjall- asta leikkonan okkar og nú hrifin burt í blóma lífsins.” Það var eins og köld hönd tæki um hjarta mitt. „Hvað hét hún?” spurði ég og varirnar á mér voru stífar. Ég vissi reyndar þegar hvert svarið yrði. „Alison MacDonald,” andvarp- aði ungfrú Caroline tilfinninga- laust. „Hún var svo falleg! Hún Fjögurra daga martröð hefði getað orðið stórstjarna.” Hún setti hárnet yfir rúllurnar og dró fram hárþurrkuna. „Mér féll aldrei við Alison,” sagði Susan. „En þetta er nú samt agalegt.” Ungfrú Caroline var farin á litla ljósbláa bílnum eftir að hafa í fljótheitum drukkið með okkur kaffibolla og hún var ekki svo lítið upp með sér yfir að hafa flutt mér fréttina um Alison. Hr. Manville hafði ekki látið sjá sig eftir hádegisverðinn. Við William og Susan vorum ein og ástæðulaust var að draga lengur að spyrja spurningarinnar sem brann í huga mér. „Nákvæmlega hvenær gerðist þetta?”spurðiég. vernda lakkið - varna r yði Svartir og úr stáli. Hringdu í síma 44100.og pantaðu, þú færð þér svo kaffi meðan við setjum þá undir. \ Sendum einnig í póstkröfú. ZZJbiikkver Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.