Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 39
Framhaldssaga
William horföi á mig án þess aö
skilja hvað ég meinti.
„Hvemig á ég aö vita þaö? Það
hlýtur þó aö hafa verið eftir klukk-
an hálfþrjú.” Hann steinþagnaöi
eins og hann hefði sagt of mikið og
röddin var hás af æsingi.
„Hvernig veistu það?”
„Ég fann fremur en sá augnatil-
lit Susan. „Hvers vegna spyrðu?”
sagði hún og var greinilega brugð-
iö.
William vissi viö hvað ég átti.
„Þú þarft að gera eitthvað til þess
að ná stjórn á ímyndunarafli
þínu,” sagði hann með jafnaðar-
geði. „Þaðeralltof fjörugt.”
„Þú hefur ekki svarað spurn-
ingu minni,” sagði ég.
Hann kveikti sér í sígarettu og í
gegnum reykinn leit hann hugs-
andi á myndina af Ross. „Ég veit
það vegna þess að ég talaði við
hana klukkan hálfþrjú í gær. Hún
beið eftir mér við vegamótin.”
„Og?”spurði égæst.
„Og hvaö?” sagði hann óþolin-
móður.
„Við töluöum saman í svo sem
fimm mínútur. Svo ók hún sína
leið og ég gekk heim meðfram
ánni. Þú veist hvað gerðist eftir
það.”
„Llm hvað voruð þið að tala?”
hélt ég áfram og lét mig ekki.
„Það er mitt mál,” sagði hann
snöggt og reis á fætur. Hann leit
afsakandi á mig. „Mér þykir þetta
leiðinlegt, Kristy, en þetta er að
byrja að fara í taugarnar á mér.”
„Þú ert ekki einn um það.”
Susan stundi og reis líka á fætur.
„Ég held að við séum öll að
verða eitthvað skrýtin.” Susan
var komin í reiðbuxur og skyrtu-
blússu og var með fléttað hárið.
Hún leit út eins og hún væri tólf
ára gömul.
„Er ekkert að frétta af Brent?”
spurði ég og hún neitaði því.
„Ég veit ekki hvað af þessu er
verst: Ross, mamma eða Brent.
En allt til samans er það meira en
hægt er að þola. Röddin hækkaði
og i reiði sinni þrýsti hún höndun-
um niöur í buxnavasana. „Nú ætla
ég niður til hestanna. Hvers vegna
ferðu ekki út með Rristy, Willi-
am? Hún þarf greinilega á því að
halda að komast héðan í burtu
smástund.”
„Ég þarf reyndar aö fara inn til
Stratford í ýmsum erindagerö-
um,” sagði hann hikandi.
■H' G HAF'ÐI ENGA
löngun til þess að
fara með honum en það var þó
betra heldur en aö verða ein eftir.
William kveikti á bOútvarpinu og
ljúfir tónar strokkvintettsins urðu
til þess að við fórum að tala um
tónlist. Síðan fórum við að ræða
um bækur og ferðalög og loks list-
ir. Við töluðum um allt annað en
þetta óskiljanlega og óþægilega
sem var á seyði í kringum okkur
og þoldi ekki að um þaö væri rætt.
Ég vissi að fyrr eða síöar yröi ég
aö taka afstöðu en ég skaut upp-
gjörinu stöðugt á frest. Bara að
Ross fyndist, bara að hann væri
hjá mér, þá myndi ég aftur sjá
hlutina í réttu ljósi. Þaö var hann
sem ég elskaði og það var hringur-
inn hans sem ég bar á fingrinum...
„Ef Brent lætur ekki heyra frá
sér fyrir morgundaginn fer ég aft-
ur til Frakklands,” sagði ég allt í
einu. „Og þaðein.”
„Ég get að sjálfsögðu ekki
hindrað þig í að fara,” svaraði
William og ég horföi undrandi á
hann.
Fyrir tveimur dögum hafði
hann ekki viljað að ég færi þangað
ein en nú leit helst út fyrir aö hon-
um stæði nákvæmlega á sama. Ég
skildi ekkert í honum. Ég skildi
ekki orðið neitt í því sem var að
gerast í kringum mig. Nú þráði ég
allt í einu Ross svo óendanlega
heitt. Ég lokaði augunum og
reyndi að kalla fram mynd hans í
huganum, hlæjandi augun, brosið,
en þaö eina sem ég sá var
þjáningarsvipurinn eins og hann
var á myndunum á Waynewater.
„Hver hefur málað þessar asna-
legu myndir af Ross?” sagði ég
svo og vildi reyna að losna undan
áhrifavaldi þeirra með því að fá
að vita þetta.
„Það geröi Ross sjálfur,” sagði
William rétt eins og það lægi í aug-
um uppi.
Ég starði á hann furðu lostin.
„Vissir þú ekki heldur að hann
málaði,” sagði hann og enn var
augljóst að hann hafði mikla með-
aumkun meö mér. Ég reyndi að
verjast meðaumkun hans.
„Ég vissi ekki að hann málaði
einungis sjálfsmyndir,” svaraði
ég þess vegna um hæl.
William brosti svolítið. „Er ekki
í lagi að gera það? Ég hélt að allir
listamenn notuðu sjálfa sig sem
fyrirmynd, svona af og til að
minnsta kosti.”
Hann haföi aö vissu leyti rétt
Garðsláttuvélar
Garðtætarar
Kostir:
lágvær (hljóðdeyfð)
öryggissláttuteinar
stór hjól
amerískur 3,5 ha. mótor
sjálfstæðar hæðastillingar
á hjólum
Þessi fjölvirki „traktor" er
hentugur fyrir hvers konar
garðvinnu, t.d. plægingu
kálgarða.
Fyrir garðyrkjumanninn
og heimilið.
í
tKrö
fo
Verð kr. 5.021,-
Verð kr. 10.980,-
Globusn
Lágmúla 5 Sími 81555.
24. tbl. Vlkan 39