Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 14
aö heyrðust stunur frá vatn-
inu. Djúpir óhugnanlegir tónar
sem maður bæði fann og heyrði.
Tónar sem smugu inn í hverja
taug og hvern vöðva líkamans. ís
og aftur ís. Þúsundir metra af ís
sem hreyfðist í allar áttir. Þarna
færö þú, barn náttúrunnar, von-
andi nægan skammt. Dunomore-
vatniö í Vermont. Þetta ætti að
vera að þínu skapi. Er það ekki?
Múra og girðingar hefur náttúran
ekki skapaö.
Á meðan ég arkaöi yfir vatnið í
rökkrinu fannst mér ég vera kom-
inn á einhverja aðra plánetu.
Stuttu eftir að ég fann kofann fór
vindurinn að gnauöa ennþá meira.
Ég fann smávegis af sprekum og
fór strax aö kynda eldavélina. Því
miður voru stóru kubbarnir
blautir og ég bölvaöi öllu í sand og
ösku. Kalda vetrinum, kuldanum,
bitra vindinum, já og líka
stynjandi vatninu.
Það var farið að hlýna það mik-
iö aö ég sá ekki lengur móöuna frá
vitum mér þegar barið var á hurö-
ina. Til öryggis stakk ég hlaðinni
skammbyssunni í jakkavasann.
Ég opnaði dyrnar lítið eitt og
sagði: „Hvað get ég gert fyrir
yður?”
Á pallinum stóðu tveir menn
þétt saman. Reyndar var hálf-
spaugilegt að sjá hvernig þeir
stóðu. Þetta voru örugglega engir
náttúruskoðarar sem leituðu að
einverunni. Nú tók ég eftir því að
annar þeirra var handjárnaður.
„Ég er lögreglumaður,” sagöi
hinn. „Þessi maður er fangi
minn.”
„Hvern fjandann eruð þið að
gera úti í þessu veðri ? ” spuröi ég.
„Jeppinn minn er um það bil
fimmtán hundruð metra héðan
Hálkan er svo mikil að hann rann
út af veginum. Hleypið okkur
fljótt innfyrir svo viö getum notið
hlýjunnar, því við erum gegnum
kaldir.”
Ég fann strax að eitthvað var
bogið viö fásögnina. Þó opnaði ég
dyrnar og hleypti þeim innfyrir.
14 Vikan 24. tbl.