Vikan


Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 51

Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 51
Draumar Með óhugnan- legum manni Kæri draumráðandi. Mig dreymdi heldur óhugnanlega síðasthðna nótt. Þannig var að ég og nokkrir krakkar vorum stödd í einhverju húsi, sem ég kannast nú ekki við, en þetta hús var frek- arstórt og tómlegt. Allt í einu kemur gamall, frem- ur óhugnanlegur maður og sest við hliðina á strák (C.) og er svona að reyna að nálgast hann. Allt í einu stendur C. upp og labbar að klósettinu og maðurinn fer á eftir en C. lokar hann fyrir utan en labbar út af því eftir smá- stund og fer með mannin- um inn á stærra klósett. Eftir nokkurn tíma koma þeir báðir fram á nærbux- unum. Eg ærðist alveg og öskraði á C. að hann væri ógeðslegur. C. var alveg hlessa og spurði hvað væri að. Eg hljóp út og sagði honum að koma og tala við mig. Og við það vakn- aði ég. Eg tek það fram að ég gerði mér ógeðslegar hugmyndir um hvað þeir hefðu verið að gera inni á klósetti en þessi gamli maður er vistmaður á hæli sem ég vinn hjá og hann hefur mikið gaman af að elta starfsstúlkurnar. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Ein sem klígjar við kyn- villu. Þessi draumur bendir til þess að þú sért talsvert óörugg x samskiptum þín- um við hitt kynið og eins að þú eigir erfitt með að gera upp hug þinn í til- finningamálum. Hins veg- ar gengur þér vel í ýmsu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur, einkum virðist þú hafa viðskiptavit og eitt- hvað sem virtist tvísýnt í þeim efnum mun leysast farsællega. Varðandi til- finningamálin ættir þú ekki að hika við að leita hjálpar ef það er farið að þrúga þig að vita ekki hvar þú stendur í þeim efnum, annaðhvort hjá vinum sem þú treystir fullkomlega eða hjá óskyldum utanaðkom- andi aðila. Draumurinn bendir til að þú getir lent í þeirri stöðu en þarf ekki að tákna það. Hann getur endurspeglað ógeð þitt á manninum í vöku. Med skó vinkonunnar Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig þennan draum. Hann veldur mér miklum heilabrotum. Mér fannst ég og vin- kona mín (Z.) vera að labba heim eftir bíó. Við löbbuðum eftir aðalgöt- unni. Við vorum þeim megin sem stór matvöru- búð er. Allt í einu kemur grár bíll (mér fannst hann vera lítill Eíat) og keyrir hann upp á gangstéttina og í veg fyrir okkur. I bílnum voru nokkrir strákar sem ég kannast ekki við. Stælarnir! sagði ég við Z. Svo þegar ég sá að Z. ætl- aði að gefa sig á tal við strákana sagði ég: Komdu Z. En þá öskraði Z. að mér: Haltu kjafti, haltu kjafti. Eg sagði ekkert, hélt bara áfram heim. Og svo þegar ég var rétt hjá hús- inu sem við búum í sneri ég mér við og ætlaði að athuga hvort Z. væri ekki að koma. En þá sá ég hana enn þar sem hún var þegar ég skildi við hana. Þar stóð hún og gretti sig framan í mig. Hún var þá bara í bláum gallabuxum og grænni peysu. Eg hélt á úlpunni hennar (mér fannst vera heitt úti'). Eg fór inn í forstofuna og inn í íbúðina. Þegar ég kom að herbergi Z. sá ég að ég var Itka með eitt par af skóm sem Z. átti. Eg fór að velta því fyrir mér hverju ég ætti að svara ef X. spyrði mig hvers vegna skórnir hennar væru uppi. Eg opnaði hurðina og kastaði úlpunni og skón- um inn í herbergið. Svo fór ég inn í mitt herbergi. Síðan leit ég út um glugg- ann og þá sá ég myndar- legan strák sem leit upp í gluggann. Eg fór frá glugganum og fór síðan aftur að glugganum og horfði á strákinn og hann á mig. Svo fór ég aftur að glugganum. Og rétt á eft- ir heyrði ég að hringt var dyrasímanum í næstu íbúð fyrir ofan. Þá fór ég út í glugga og sá annan strák. Lengri varð draumurinn ekki. Þakka fyrir birtinguna og ráðninguna. FM-399. Eitthvað óvænt kemur upp á á næstunni og getur brugðið til beggja vona hvort það er neikvætt eða jákvætt. Líklegt er að meiri háttar breytingar verði, bæði sem þér falla vel og miður. Eitthvert ósam- komulag er í draumnum en það er alls ekki hægt að sjá hvort það verður til leið- inda eða bara til að hreinsa andrúmsloftið svo þú skalt frekar taka deilum sem góðum atburði sem getur leitt eitthvað jákvætt af sér. Skop 24‘ tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.