Vikan


Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 26

Vikan - 17.06.1982, Blaðsíða 26
 Oskaprinsessa bresku þjóðarinnar gefin að láta á sér bera og þegar samband hennar og Karls kvisað- ist út var hún kölluð „Shy Di” eöa feimna Dí. Breska konungsfjöl- skyldan er almenningseign og þegar nýr og spennandi meðlimur bættist í hópinn vakti það ómælda hrifningu landa hennar sem voru orðnir langeygir eftir henni. Þótt ýmislegt megi finna stjörnudýrk- un þessari til foráttu er því ekki að neita að Bretar sjálfir úr öllum stéttum líta á konungsfjölskyld- una sem sameiningartákn og því næstum heilaga. Díana hressti upp á fólkið með alþýðlegri fram- komu sinni og ekki síst útliti sínu og klæðnaði. Hún varð fljótt ákaf- lega sviðsvön en stundum þótti henni nóg um áganginn. Þannig má segja að öskubuskusagan hafi ræst því engum dettur í hug að kalla þessa sjálfsöruggu konu sem hvarvetna stelur senunni „feimna”. Prinsessan er eign þjóðarinnar en samt sem áður þekkja þegn- arnir hana ósköp lítið nema af út- liti og framkomu. Hún er elskuleg og kann sig á mannamótum og það er allt og sumt sem hún þarf. Hún er lítið menntuð og illar tung- ur segja að hún reiöi ekki vitið í þverpokum. En hún hefur sýnt að hún hefur það sem meö þarf til þess að standa sig í stöðu sinni. Klæðnaður prinsessunnar svo og hárgreiðsla og snyrting vekur jafnan óhemju athygli og hefur haft mikil áhrif á tískuna í Bret- landi. Hún þykir sýna dirfsku í klæðaburði en klæða sig jafnframt í fullu samræmi við stöðu sína. Mörgum þykir hún klæöa sig kerlingalega og ekki er víst að margar jafnöldrur hennar hér á Islandi vildu fara í fötin hennar. En miðað við tengdafólkið sitt vel flest er hún hreinasta hátíð. Hatt- ar og skræpóttir, sniðlausir kjólar og dragtir voru fyrst áberandi, en nú á hún það líka til að klæöa sig glæsilega og smekklega. Sagt er að hún hafi mjög ákveðinn fata- smekk en hafi í byrjun verið dálít- ið óörugg í sambandi viö hinn „konunglega klæðnað”. En smám saman fór hún að átta sig á því hvaö hún vildi innan hinna „konunglegu takmarka”. Belville og Sassoon heita tísku- hönnuðirnir sem prinsessan leitar mest til. Þeir hönnuðu trúlofunar- dragtina og matrósakjólinn sem Díana prinsessa af Wales er örugglega vinsælasta manneskja í Bretlandi. Myndir og fréttir af henni við öll hugsanleg tilefni birt- ast í blöðum og tímaritum þar í landi og um allan heim reyndar. Nokkrar útgáfur af ævisögu prins- essunnar eru komnar á markaö- inn, að sjálfsögðu prýddar fjölda mynda allt frá því að Díana var kornabarn í vagni. Ein þessara bóka heitir einfaldlega Prinsessan af Wales og er eftir Susan Maxell, sérfræöing í málefnum kónga- fólksins, en ljósmyndirnar eftir Anwar Hussein. Margt hefur breyst á tæpum tveimur árum í lífi Díönu Spencer. Þegar hún kynntist Karli prinsi var hún eins og kunnugt er starfs- stúlka á dagheimili og bjó með nokkrum vinkonum sínum. Marg- ir vildu líkja sögu Díönu við ösku- buskuævintýrið en sú líking á ekki við nema að litlu leyti. Lafði Dí- ana Spencer lá ekki í öskustó í neinum skilningi. Barnaheimilið sem hún vann á er rekið af einka- aöilum og þar eru einungis börn heldra fólks vistuð. íbúðina átti Díana sjálf og leigði vinkonum sínum. Ibúöin er í auðmanna- hverfi í South Kensington. Hún lifði eins og ung og auðug bresk aðalsstúlka getur leyft sér. Hins vegar var hún lítið fyrir það fékk Karl fimmtíu prósenta kaup- hækkun og er hann þó einn hæst launaöi og ríkasti maöur Bret- lands. Ástæðan var aukinn rekstr- arkostnaður við heimilishaldið. Karl lýsti því eitt sinn yfir með stolti að hann eyddi aðeins um tíu til tuttugu prósentum af launum sínum. Nú er öldin önnur og vegur fatakostnaður Díönu einna þyngst, enda er sagt að hún eyði um þúsund pundum, eöa um tuttugu þúsund krónum, í föt á viku. Breskir launþegar, sem hafa orðið að sætta sig viö um fjögur prósent kauphækkun á ári, voru að vonum illir en það var eins og bros Díönu lægði mótmælaöldurn- ar og fljótlega fóru menn aö tala um að 375 þúsund pund væru bara sanngjörn árslaun (um 7,5 milljónir króna). Þegar erfinginn kemur til sög- unnar þyngist enn heimilið. Talið er aö tækifærisfötin hennar Díönu fái ekki aö hanga lengi ónotuð inni í skáp því hún hefur marglýst því yfir að hún vilji eiga mörg börn. Bretar spá mikið í barniö og í blaði einu var mynd af barninu með nákvæmum útlistunum á því hvernig þaö komi til með að líta út þegar það stækkar. Það verður hávaxið, skolhært, bláeygt, með stórt nef og útstæð eyru. Díana og Karl hafa fengið ráð- leggingar frá óteljandi breskum konum varðandi þungunina, barnsburðinn og umönnun barns- ins, allt frá forsætisráðherranum, ljósmóðurinni sem tók á móti Díönu („þú skalt hafa barnið á brjósti”) til umhyggjusamra húsmæðra sem ráðlögðu Karli að færa frúnni tebolla og kex í rúmið við morgunógleðinni. Þótt landar hennar væru að vonum glaðir yfir að krónprinshjónunum fæddist senn erfingi fannst sum- um eins og að rómantík tilhugalífs og hveitibrauðsdaga viki of snemma fyrir alvöru barneigna og því sem þeim fylgir. Talið er að þungun Díönu verði til þess að það komist í tísku að eiga barn strax á fyrsta ári hjúskapar, svo mikil eru áhrif hennar. Breskar stúlkur hafa í þúsundatali látið skera hár sitt að hætti Díönu og keypt ódýrar fjöldaframleiddar eftirlíkingar af trúlofunardragt- inni og fleiri Díönu-kjólum. Bresk- ar mæður og ömmur eru glaðar í bragði yfir því að dætur og barna- dætur skuli nú klæðast smekkleg- • um fötum, „elegant og fix”, máli sig lítt áberandi og séu kvenlegar og prúðar í framkomu. Tískusérfræðingar blaðanna segja að Díana sé eins og sam- nefnari fyrir nútímastúlkur Vesturlanda, hávaxin, grönn og hraustleg. Hún stundar göngu- ferðir, steppar, boröar heilsusam- legt fæði og reykir ekki. Hvort sem hún er í glæsidragt, þröngum gallabuxum eöa víðum pokabux- um fer allt saman jafnvel á henni. Það má með sanni segja að Bretar séu hrifnir af krónprinsess- unni sinni. Ef við snúum því upp á Bretann má segja að hún sé óska- barn þjóðarinnar, fósturlandsins freyja, móðir, kona, meyja — eftirlætispersóna í uppáhalds- ævintýrasögu bresku þjóöarinnar. hún klæddist þegar drottningin lagði blessun sína yfir sambandið. Tækifærisklæðnaðurinn hennar er hins vegar að mestu hannaöur af Jasper Conran og ekkert til hans sparað. Díana blessunin þurfti ekki aö láta sér nægja eina óléttu- kápu og tvær mussur til skiptanna — og fá afganginn lánaöan eins og flestar konur þekkja. Díana lítur þó meira á þennan opinbera klæðnað eins og ein- kennisbúning og klæðist því ann- a^s konar fötum heima við og í leyfum. Það sést enn til hennar í síðbuxum og bol á heimaslóðum — enda segir hún að hún væri eins og hjúkrunarkona í hvítum slopp í af- mælisveislu ef hún birtist í einka- partíum með hatt og hanska og allt tilheyrandi. Þegar Karl og Díana giftu sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.