Vikan


Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 21

Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 21
I kannað atferli þeirra daginn áður. Verulegar líkur eru á að þar sem gæs er síðla dags muni hún verða aftur að morgni. Þá er að fara eldsnemma og bíða. Góðan árangur þykir gefa að stilla upp gervigæs skammt frá felustaðn- um, nægjanlegt er að hún sé að- eins grámáluð spónaplata með gæsalegu útliti. Þegar gæsahóp- urinn sést er gæsaflauta dregin upp og blásið í. Flautur þessar gefa frá sér hljóð sem líkjast gæsagargi og hefur margur fugl- inn farið flatt á að treysta þeim og lent á jólaborðinu fyrir vikið. Engin ástæða er til að tryllast þegar gæsahópurinn er sestur og skjóta hugsunarlaust af of löngu færi. Heppilegasta færið er 40 metrar og styttra. I flestum til- fellum þarf að miða rúman metra fyrir framan. Dreifing haglanna er best þannig og flest högl hitta fuglinn. Samkvæmt rannsóknum er það oftast höggið af þeim sem drepur fuglinn. Því fleiri högl sem hitta því meira verður höggið. Aðferðir við aldursgreiningu Þó gæsaveiðitíminn sé frá 20. ágúst eru margir sem kjósa að bíða dálítið vegna þess að gæsin sé ekki orðin nógu góð. Annars vegar er hún þá rétt komin úr sárum, í sárum er hún frá júní- lokum fram í ágúst. Þetta þýðir að mikið er um svokallaðar blóð- fjaðrir sem eru fjaðrir í vexti. Stofninn í þeim er mjög blóð- fylltur, fastur í kjötinu og erfitt Eitt helsta vandamál gæsaveiðimanna er að komast í námunda viö gæsina. Fyrir það fyrsta hefur gæsin vit á að halda sig á haustin hæfi- lega fjarri alfaraleið. Ekki nóg með það, hún þarf alltaf að vera aö klessa sér niður á óheppilegustu stöðunum, þaö er aö segja þar sem veiöimaðurinn á fárra kosta völ hvað varöar felustaði. Þetta finnst mönnum að minnsta kosti oft. Skepnur eru líka oft til ills og bölvunar fyrir gæsaveiðimenn, kýr á beit eða kindur. Enginn vill veröa fyrir því aö skjóta búfénað svo betra er að skjóta ekki en taka áhættu. En er ekki eitthvað hægt að nýta sér blessaðar skepnurnar, hvað með að bregða sér í þeirra líki? Þessi kýr var hönnuð árið 1897 af Bandaríkjamanni. Eins og sjá má er kusa hol að innan og drifin áfram af tveim veiðimönnum. Hér og þar eru skotraufar og gægjugöt. Kýrin er í útliti nákvæm eftirlíking af þessum venjulegu nema dálítið stærri og án efa ágætis hjálpartæki fyrir gæsaveiðimenn. Fróðlegt væri nú samt að sjá hvað gerðist ef kýróður tuddi færi aö sýna kellublíðuhót! ,,Þú myndir ekki þekkja björn þó þú „Sástu nokkuð særða gæs hlaupa sæirhann!" hérna framhjá?" að reyta fuglinn. Hins vegar eru gæsir frekar magrar svona snemma á haustin. En hér er um smekksatriði hvers og eins að ræða. Verulegur munur er á ungum gæsum og gömlum hvað bragð og seiglu milli tanna varðar. Lík- lega eru fleiri sem kjósa yngri kynslóðina þar sem hún er öllu mýkri og ferskari. Þrjár aðferðir eru helstar til að greina aldur á gæsum: 1. Nefrótin. Fuglinn er því eldri sem hann er grárri við nefrótina. 2. Flekkir. Dökkir blettir á bringu gefa til kynna að fuglinn er eldri. 3. Stærð. Ungir fuglar eru minni. 4. Sundfitin. Sé auðvelt að rífa upp í sundfitina er gæsin ung en gömul ef fitin er seig. Vanda skal til allrar meðferðar á bráðinni. Ekki er ráðlegt að setja fuglinn í plastpoka heldur hengja hann upp eins fljótt og unnt er. Þannig á hann að kólna. Gætið ykkar á heimiliskettinum, honum þykir gæsakjöt lostæti og horfir ekki í að reyta af fuglinum umbúðir eða klifra eftir bjálkum og bitum til að fá fsvanginn. Til eru sögur um gæsaveiðimenn sem var boðið í eldhús eftir vel heppnaða veiðiferð. Þegar átti að halda af stað með bráðina voru beinin hins vegar ein eftir en kattarkvikindi sást kjaga burtu dragandi kviðinn! S v nNn L3 37. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.