Vikan


Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 51

Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 51
Draumar Hundar og yfir- náttúrleg atvik Kæri draumráðandil Mig langar að biðja þig að ráða eftirfarandi draum er mig dreymdi. Eg var stödd héma heima hjá mér í herbergi inn af forstof- unni. Þar voru saman komin systur mínar, foreldrar og mððursystkini og makar, nema ég tek eftir að tvær systur móður minnar voru einar með börn sín. Eg vissi ekki í hvaða tilgangi þau voru öll komin en mér fannst þau væru að biðja um gistingu. Allt í einu finnst mér ég lyftast uþp og ég ligg í loftinu í brjóst- hæð og líð áfram, fram í for- stofu, og þegar ég kem að dyrun- um kalla ég uþp og bið einhvern að hjálþa mér því þetta sé ein- hver yfimáttúrlegur kraftur sem valdi þessu. Þegar ég er komin inn í þvottahús sé ég að faðir minn birtist í dyrunum með vatnsfötu og skvettir að mér (ég blotnaði ekki) og ég losna undan þessu og ætla að labba fram. Þá kemur ein systir mín hlaupandi með kveikjara og kveikir þar sem faðir minn hafði skvett vatninu. Það sem gerðist var að það birt- ust tveir fallegustu hundar sem ég hef augum litið. Eg krýp á kné og klappa þeim. Þeir voru svo glansandi og sléttir, annar var jarpur/hvítur og hinn svart- ur/hvítur. En allir virtust ánægð- ir með þetta því þetta skeði ekkt nema í örfáum tilfellum þegar svona yfirnáttúrlegt fyrirbæri skeði. Svo stöndum við öll í þessu herbergi. Þá stendur annar hundurinn upp á afturlappirnar, þessi svart/hvíti, og breytist í mann með gleraugu og vindil í munni, en hinn hundurinn finnst mér standa við hlið mína og halda með annarri framlöþþ- inni um mitti mér. Hann kleip mig svo fast í mjöðmina að ég sárfann til. Eg leit aftur fyrir mig en sá þá að þetta var móðir mín sem kleip mig heiftarlega. Þá sagði hún að hundurinn hefði verið orðinn reiður yfir að hún ætlaði ekki að hætta að klípa mig. En svo fór maðurinn að tala (sem breyttist) og sagði að þeir væru sendimenn frá New York, en ég vissi ekki í hvaða tilgangi. Eg rumskaði og vaknaði en sofnaði aftur og dreymdi stuttan draum. Eg lá í rúminu mínu, sem er hjónarúm, og hundurinn, þessi jarp/hvíti, lá við hlið mína á koddanum. Mér fannst einhver fitla við sængina, hún lá aðeins út fyrir rúmið. Svo hoppar lítill hvolpur upp í rúm með skjal í munninum. I því oþnast dyrnar og inn kemur maður, en það var allt svo dökkt um hann að ég þekkti hann ekki. Hann var með svarta tösku og ég vissi að þetta var læknir. Eg spyr hvort eitthvað sé að, hvort ég sé veik. Eg fékk ekkert svar en ég vissi að ég átti að fá að vita það. Læknirinn tók upp sprautu og sprautaði mig í vinstri fót, rétt fyrir neðan hné, og ég fann sárs- aukann þégar hann stakk. Eg vaknaði upp úrþessu. Eg veit að þetta er langur draumur en ef þú vildir gefa mér ráðningu á þessum draumum þætti mér mjög vænt um það. Með fyrirfram þökk, Sigríður Fyrri draumurinn er ótvírætt góður draumur fyrir þig og veit á einhverjar afgerandi breytingar framundan sem verða til mjög góðs fyrir framtíð þína. Einhver óvissa er í þér og fréttir langt að geta komið þér eitthvað úr jafn- vægi en góðu teiknin eru svo ríkjandi í draumnum að þér er óhætt að líta björtum augum til framtíðarinnar. Þú munt njóta aukinnar virðingar I samfélaginu og það er þér til mikillar gleði og segja má að þú farir að blómstra svo um munar og verðir hamingjumann- eskja. í seinni draumnum koma fram mjög sterk tákn sem eru kyntákn karlmanns og einnig getur draumurinn bent til ein- hverra veikinda þinna, nema þú hafir verið veik, þá er hann fyrir bata. Góð vinátta virðist vera tengd þessum draumi en ekki er nánar hægt að túlka hann. Höfuðhneigingar Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum því hann sit- ursvo fast í mér. Hann ersvona: Eg og vinkonur mínar, S. og L., sátum t brekku hjá stað sem heitir L. Þá gekk strákurinn sem ég er hrifin af framhjá og þegar hann sá okkur leit hann á mig og hristi höfuðið, síðan á L. og hristi höfuðið en síðan á S. og hristi höfuðið. Þá sleikti S. varirnar og þá kinkaði hann kolli. Elsku draumráðandi, viltu ráða þennan draum fyrir mig. Svo þakka ég Vikunni fyrir mjög gott og fróðlegt en jafnframt skemmtilegt blað. Þórlaug Draumur þessi er heldur jákvæður fyrir þig og táknar frið- sælt og tíðindalítið líf framund- an. Vinátta ykkar vinkvennanna verður góð og beri einhvern skugga á mun hann lagast fljótt. Hvað afstöðuna til stráksins snertir er greinilegt að ekkert fæst úr því skorið á næstunni. Vera má að einhver tengsl verði milli ykkar (allra) en hann og þið hafið greinilega ekki gert upp hug ykkar endanlega. S. fær að vísu ágætt tákn í draumnum en líklegt er að það sé fyrir góðri vináttu hennar og þinnar. 37. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.