Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 48
borðinu og fáum okkur koníak og
kaffi!
Gestirnir við veisluborö
Magnussens störöu forvitnir á
gestgjafann sem hafði slegið í
kristalglasið og staðiö upp. Þaö
var auðséð að hann haföi hugsaö
sér aö segja meira en bara verði
ykkur að góðu.
— Ég er nú að komast á efri ár,
hélt hann áfram, — og þið vitið öll
að ég ber framtíð fyrirtækisins
mjög fyrir brjósti. Ábyrgöin gagn-
vart öllu starfsfólkinu. . . framtíð
konu minnar og Jonnu ef ég skyldi
fallafrá. . .
— Iss, þú verður minnst hundr-
að, tók kona hans fram í fyrir hon-
um.
Magnussen skellti í góm. —
Jæja, en ég ætlaði nú ekki að tala
um sjálfan mig í þetta skiptið og
ekki heldur um viöskipti. Ég ætla
hins vegar að tala um þessi
viðkunnanlegu skötuhjú sem sitja
viö hinn enda borðsins. Ef þið gæt-
uð litið hvort af öðru augnablik,
Jonna og Tómas, og hlustaö á það
sem sá gamli hér hefur að
segja. . .
Tuttugu og f jögur pör af forvitn-
um augum litu nú af gamla mann-
inum og yfir á afkomanda hans.
— Ég hef þá ánægju í kvöld að
opinbera trúlofun dóttur minnar
og verðandi tengdasonar, Tómas-
ar Beck, aðstoðarforstjóra. Það er
kannski gamaldags að koma meö
þess háttar hátíðlegar yfirlýsing-
ar, en, nú jæja, þá er ég bara
gamaldags! Og komið nú inn með
freyðivínið svo aö við getum skál-
að við Jonnu og Tómas. . . fram-
tíðarvon A/S Magnussen!
Af eðlilegum ástæðum uröu
heimsóknir Tómasar í skóginn
færri næstu mánuðina. Hann þorði
þó ekki að láta það alveg eiga sig
að heimsækja Evu fyrr en ferða-
taskan væri komin á annan stað.
En hann dró það að grafa hana
upp. Og hvers vegna ætti hann svo
sem að gera það? Eva virtist hafa
gleymt henni og það voru ekki
miklar líkur til að hún færi sjálf að
grafa eftir henni. Gröfin var
óhreyfð og það var kominn gróöur
yfir sárið — en hann þorði ekki að
taka neina áhættu.
Þar að auki kunni hann vel við
Evu, hún var þægileg tilbreyting
frá hinum leiðigjörnu samvistum
við Jonnu svo hann dró þaö á lang-
inn að takast á viö þetta vanda-
mál. Það sem mestu máli skipti
var að Eva vissi áreiðanlega ekki
hver hann var. Upp á síökastið var
hann farinn aö koma í bílaleigubíl-
um svo að hún gæti ekki rakið slóð
hans í gegnum bílnúmerið. En
henni stóö dásamlega á sama.
Hún sté aldrei fæti út fyrir skóg-
inn, lifði heilnæmu lífi á grænmeti
úr sínum eigin görðum og þeim
fáu vörum sem kaupmaðurinn
kom einstaka sinnum með til
hennar. Tómas heföi ekki þurft að
fytfýdm$h
UCK'J hi
Hahi Ég er viss um að áður en hann veit hvað er að mór verður hann
búinn að finna úthve mikið óg hefá már.
efast, hún var út í ystu æsar jafn-
utan við samfélagið og hún hafði
látiö í veöri vaka. Einangrunin og
sjaldgæfar heimsóknir hans voru
allt hennar líf.
Og ferðataskan myndi ekki
hlaupa neitt. Bráðum frysi jöröin
og snjórinn þekti skóginn. Með
hverjum deginum sem leiö varö
hann öruggari um sjálfan sig.
Hann var viss um aö hann hefði
framið hiö fullkomna morð.
EINBÚINN
— Jæja, kæri tengdasonur, nú
getið þiö víst ekki dregiö þetta
lengur!
Magnussen hallaöi sér
makindalega aftur í stórum
sófanum og horfði á dóttur sína og
veröandi tengdason. Frú Magnus-
sen brosti rólega.
— Hvenær á svo aö halda brúð-
kaupið?
— Því fyrr, því betra! var yfir-
lýsing Tómasar sem var aðeins
undir áhrifum eftir aö hafa dreypt
hressilega á víninu við kvöld-
verðarborðiö. Þessi áhrif minnk-
uðu ekki við hugsunina um fram-
tíöaráætlanir hans.
— Hvað segið þið um fyrsta
laugardaginn í desember?
Jonna lokaði augunum og kink-
aði hamingjusöm kolli. Tómas
kinkaði kolli í kapp við hana. Eina
slangan í þessari paradís var eftir
sem áður ferðataskan. Ætti hann
að flytja hana fyrir veturinn þrátt
fyrir allt? Það yrði fremur óþægi-
legt starf en það myndi þó í eitt
skipti fyrir öll rjúfa tengsl hans
við fortíðina.
— En það verður að vera kirkju-
brúðkaup, pabbi!
Skuggi færðist yfir andlit
Magnussens. — Þú veist hvaða
álit ég hef á því, Jonna.
— Ö, pabbi. . . við mamma höf-
um aftur talað um þetta. . . getum
við ekki sæst?
Frú Magnussen lagði ekki neitt
til málanna fremur en endranær.
Tómas hugsaði ánægður að þarna
væri tengdamóöir sem varla yrði
honum til trafala.
— Undir eölilegum kringum-
stæðum er ég hlynntur kirkjubrúð-
kaupi og auðvitað veröið þið ekki
svikin um veisluna. En Jonna. . .
er þettanúrétt?
— Mér þykir jafnvænt um Jonnu
hvort sem við giftum okkur í
kirkju eða hjá borgardómara,
flýtti Tómas sér að segja. — En —
Smásac
öh — hérna — er það af trúarlc
um ástæðum? Hvað mig
varðar. . .
— Alls ekki, Tómas. Alls ekki.
En Magnussen-fjölskyldan er nú
einu sinni hátt sett í þjóöfélagin ;
Það verða blaðaskrif, myndir,
slúðurdálkahöfundar og hvað veit
ég-
Tómas vissi ekki um hvað han
var aö tala. Sjálfur hafði han
ekkert á móti því að sjá sjálfan sig
í myndablööunum, þar sem skri:'
að var um brúökaup þau sem
merkust þóttu.
— Mamma dó fyrir mörgun
árum og eins og þið vitið hef é|
aldrei þekkt föður minn svo að éj
mun ekki íþyngja ykkur mei
ættingjum, sagði hann. — En eruð
þið viss um að það myndi skapa
meira umtal ef við giftum okkur i
kirkju en hjá borgardómara?
— Það er nokkuð sem þú verður
aö segja frá, sagði frú Magnusseri
og leit varfærnislega á mann sinn.
Magnussen dró djúpt aö sér and-
ann. Síöan stóð hann upp, greip
bíllyklana, sem lágu á mahoní-
skrifborðinu hans, og ræskti sig.
— Þú hefur rétt fyrir þér, góða
mín. Viö skulum ljúka þessu af, og
helst í dag. Það er nokkuð sem ég
hef ekki sagt þér, Tómas. Það er
skuggi sem hefur hvílt á þessari
fjölskyldu í nokkur ár. En nú er
dagur sáttanna runninn upp!
Jonna og móðir hennar
forðuðust að líta hvor á aöra.
Tómas botnaði ekki neitt í neinu.
Voru þaumúhameðstrúar? Þurftu
þau að sættast við einhvern dular-
fullan guð áður en þau gætu gifst í
kirkju?
Magnussen gekk að dyrunum,
opnaði þær og fullvissaði sig um
aö enginn stæði á hleri. Síðan
sagði hann:
— Viö kirkjubrúðkaup verður öll
fjölskyldan að vera samankomin,
það er alveg augljóst. Á vissan
hátt er ég feginn að þú skyldir
hafa hjálpað mér að taka þessa
ákvörðun, Tómas. Nú skulum við
halda af stað.
— Af stað? Hvert?
— Til Norður-Sjálands. Þannig
er nefnilega mál með vexti að
Jonna á systur, Evu, sem býr ein í
kofaskrifli langt fyrir utan bæði
guð og menn. Hún hefur snúiö baki
við fjölskyldunni, samfélaginu og
öllu. Hún hefur einangrað sig og
lifir sem einbúi. Nú ökum við til
hennar og bjóðum henni til veisl-
unnar. Kirkjubrúðkaup án þátt-
töku beggja dætra minna er
óhugsandi. . . i ’æ
48 Vlkan 37. tbl.