Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 40
Listakonan
í HJÓLA-
STÓLNUM
Rykiðdustaðaf
verkum mexfkönsku
listakonunnar Fridu Kahlo
Það fer fremur lítið fyrir kven-
fólki í listasögu mannkyns. Hvar
sem boriö er niður er helst að
skilja að mennirnir hafi verið ein-
kynja. Verk kvenþjóðarinnar eru
ekki í frásögur færandi, dund og
dútl sem einungis hafði hagnýtt
gildi og morknaði í tímans rás.
Hver skapar ódauðleg listaverk
meö börn hangandi í pilsfaldinum,
með börn á báöum handleggjum,
með börn á báðum brjóstum?
Ungar stúlkur fengu sjaldnast
menntun og hvatningu sem
nauösynleg er til stórra afreka. Þá
leyföist þeim ekki að halda
einsömlum út í heim í leit að frægð
og frama.
Nokkur kvenmannsnöfn hafa þó
varðveist. Eitt þeirra er Frida
Kahlo, mexíkanskur listmálari.
Hún var vel þekkt og mikils metin
í heimalandi sínu á fjórða, fimmta
og sjötta áratug aldarinnar en
með eflingu kvenréttinda-
hreyfingarinnar á síðustu árum
hefur henni verið mjög hampað á
Vesturlöndum. I maí síðastliðnum
var haldin sýning á verkum henn-
ar í London og víöa um Þýska-
land. Þessar sýningar eru stærstu
yfirlitssýningar á verkum hennar
sem haldnar hafa verið í Evrópu.
Frida Kahlo fæddist árið 1907.
Móðir hennar var mexíkönsk en
faðir hennar gyðingur, af þýsk-
ungverskum ættum. Hún fékk
góöa menntun og þótti snemma
hafa mjög róttækar skoðanir. Hún
var aöeins barn þegar Zapata og
Villa gerðu uppreisn gegn Huerta
hershöfðingja og fyrrum sam-
herja, vegna óánægju alþýðunnar
með frammistöðu Huerta. Þegar
40 Vikan 37. tbl.